Ræður raforkukerfið við orkuskipti? Haukur Ásberg Hilmarsson og Kristinn Arnar Ormsson skrifa 2. desember 2022 10:31 Hvernig borðarðu fíl? Með því að taka einn bita í einu. Það segir að minnsta kosti máltæki sem kennt er við Desmond Tutu. Spekin á vel við þegar kemur að flestum stórum verkefnum líkt og metnaðarfullum áætlunum um orkuskipti. Líkt og aðrar þjóðir stendur Ísland frammi fyrir stóru verkefni næstu ár þegar kemur að orkumálum. Fjárfesta þarf töluvert í innviðum á Íslandi ef metnaðarfullar, en jafnframt nauðsynlegar, áætlanir um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040 eiga að verða að veruleika. Helstu greiningar um orkuskipti Íslands hafa snúist um stærð fílsins sem þarf að borða, þ.e. hversu mikla orku þarf til þess að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti. Minna hefur verið rætt um skrefin sem þarf að taka og hvernig við getum tekið þessi skref vel og örugglega. Eitt af þeim skrefum sem Ísland hefur þegar tekið í átt að orkuskiptum er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja sem flestar voru rafvæddar í upphafi 21. aldar. Hefðbundin verksmiðja á fullum afköstum getur notað meiri olíu á dag en tugir fólksbíla nota á ári. Því hefur sparast gríðarlegt magn af olíu og útblæstri á ári hverju með þessu skrefi. En reynslan af þessum orkuskiptum hefur ekki verið áfallalaus. Veturinn 2021-2022 kom upp sú staða að ekki var til næg raforka sökum slæmrar vatnsstöðu í uppistöðulónum. Niðurstaðan varð sú að þúsundum lítra af olíu var brennt til að anna eftirspurn fiskimjölsverksmiðjanna, þrátt fyrir orkuskiptin. Tryggja þarf að næg orka og afl séu til staðar í raforkukerfinu til að anna eftirspurninni á Íslandi þegar kemur að því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis í umhverfisvænni kosti. Aðstæðurnar sem komu upp í raforkukerfinu síðasta vetur voru sérstækar þar sem að eftirspurn jókst mikið á sama tíma og framleiðsla raforku var erfið. Ólíklegt þykir að slíkar aðstæður endurtaki sig þennan veturinn. Hins vegar er staðreyndin sú að framleiðslu- og flutningskerfi raforku eru komin að þolmörkum. Það sýna niðurstöður skýrslu Landsnets um orku- og afljöfnuð og nýleg greining EFLU á stöðu raforkukerfisins m.t.t. afls. Þess vegna má lítið út af bregða svo að aðstæður sem eitt sinn voru sértækar verði nokkuð almennar. Mikilvægt er í þessu samhengi að gera greinarmun á hugtökunum orkuskortur og aflskortur. Orkuskortur verður þegar bág staða skapast í forðabúri raforkukerfa til lengri eða skemmri tíma sem verður til þess að ekki er næg orka til að anna öllu álagi. Dæmi um það er þurrkatíð sem veldur lélegri vatnsstöðu í uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana líkt og í íslenska raforkukerfinu síðastliðinn vetur. Annað dæmi er staða evrópska raforkukerfisins síðustu mánuði þar sem skortur á jarðefnaeldsneyti hefur valdið því að ekki er til næg orka fyrir heimili og fyrirtæki. Aflskortur verður hins vegar þegar uppbygging framleiðslu og flutnings í raforkukerfinu fylgir ekki þróun álags. Þá getur skapast sú staða að ekki er næg vinnslu- eða flutningsgeta til að anna álagi á mestu álagstímum og grípa þarf til skerðinga til að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Fyrr nefndar greiningar sýna að Ísland stefnir í átt að aflskorti á næstu árum. Sökum þess hve langan tíma uppbygging raforkukerfisins tekur má því búast við því að þetta tímabil aflskerðingar á mestu álagstímum verði viðvarandi næstu árin án aðgerða. Skrefin í átt að orkuskiptum þurfa að vera skynsamleg og vel ígrunduð. Reynsla fyrri orkuskipa sýnir að fjárfesta þarf í flutningskerfi og framleiðslu samhliða orkuskiptum ef árangur á að nást. Þannig má takast á við þau stóru verkefni sem framundan eru og við náum að koma þessum fíl niður, bita fyrir bita. Höfundar eru sérfræðingar EFLU á Orkusviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig borðarðu fíl? Með því að taka einn bita í einu. Það segir að minnsta kosti máltæki sem kennt er við Desmond Tutu. Spekin á vel við þegar kemur að flestum stórum verkefnum líkt og metnaðarfullum áætlunum um orkuskipti. Líkt og aðrar þjóðir stendur Ísland frammi fyrir stóru verkefni næstu ár þegar kemur að orkumálum. Fjárfesta þarf töluvert í innviðum á Íslandi ef metnaðarfullar, en jafnframt nauðsynlegar, áætlanir um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040 eiga að verða að veruleika. Helstu greiningar um orkuskipti Íslands hafa snúist um stærð fílsins sem þarf að borða, þ.e. hversu mikla orku þarf til þess að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti. Minna hefur verið rætt um skrefin sem þarf að taka og hvernig við getum tekið þessi skref vel og örugglega. Eitt af þeim skrefum sem Ísland hefur þegar tekið í átt að orkuskiptum er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja sem flestar voru rafvæddar í upphafi 21. aldar. Hefðbundin verksmiðja á fullum afköstum getur notað meiri olíu á dag en tugir fólksbíla nota á ári. Því hefur sparast gríðarlegt magn af olíu og útblæstri á ári hverju með þessu skrefi. En reynslan af þessum orkuskiptum hefur ekki verið áfallalaus. Veturinn 2021-2022 kom upp sú staða að ekki var til næg raforka sökum slæmrar vatnsstöðu í uppistöðulónum. Niðurstaðan varð sú að þúsundum lítra af olíu var brennt til að anna eftirspurn fiskimjölsverksmiðjanna, þrátt fyrir orkuskiptin. Tryggja þarf að næg orka og afl séu til staðar í raforkukerfinu til að anna eftirspurninni á Íslandi þegar kemur að því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis í umhverfisvænni kosti. Aðstæðurnar sem komu upp í raforkukerfinu síðasta vetur voru sérstækar þar sem að eftirspurn jókst mikið á sama tíma og framleiðsla raforku var erfið. Ólíklegt þykir að slíkar aðstæður endurtaki sig þennan veturinn. Hins vegar er staðreyndin sú að framleiðslu- og flutningskerfi raforku eru komin að þolmörkum. Það sýna niðurstöður skýrslu Landsnets um orku- og afljöfnuð og nýleg greining EFLU á stöðu raforkukerfisins m.t.t. afls. Þess vegna má lítið út af bregða svo að aðstæður sem eitt sinn voru sértækar verði nokkuð almennar. Mikilvægt er í þessu samhengi að gera greinarmun á hugtökunum orkuskortur og aflskortur. Orkuskortur verður þegar bág staða skapast í forðabúri raforkukerfa til lengri eða skemmri tíma sem verður til þess að ekki er næg orka til að anna öllu álagi. Dæmi um það er þurrkatíð sem veldur lélegri vatnsstöðu í uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana líkt og í íslenska raforkukerfinu síðastliðinn vetur. Annað dæmi er staða evrópska raforkukerfisins síðustu mánuði þar sem skortur á jarðefnaeldsneyti hefur valdið því að ekki er til næg orka fyrir heimili og fyrirtæki. Aflskortur verður hins vegar þegar uppbygging framleiðslu og flutnings í raforkukerfinu fylgir ekki þróun álags. Þá getur skapast sú staða að ekki er næg vinnslu- eða flutningsgeta til að anna álagi á mestu álagstímum og grípa þarf til skerðinga til að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Fyrr nefndar greiningar sýna að Ísland stefnir í átt að aflskorti á næstu árum. Sökum þess hve langan tíma uppbygging raforkukerfisins tekur má því búast við því að þetta tímabil aflskerðingar á mestu álagstímum verði viðvarandi næstu árin án aðgerða. Skrefin í átt að orkuskiptum þurfa að vera skynsamleg og vel ígrunduð. Reynsla fyrri orkuskipa sýnir að fjárfesta þarf í flutningskerfi og framleiðslu samhliða orkuskiptum ef árangur á að nást. Þannig má takast á við þau stóru verkefni sem framundan eru og við náum að koma þessum fíl niður, bita fyrir bita. Höfundar eru sérfræðingar EFLU á Orkusviði.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun