Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2022 11:08 Rafmyntagagnaver í Texas í Bandaríkjunum. Gröftur eftir bitcoin er gríðarlega orkufrekur og mengandi. Þá fellur til mikið magn af rafeindaúrgangi við vinnsluna. Vísir/EPA Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. Rafmyntir eins og bitcoin byggja á svokölluðum námugreftri þar sem tölvur vinna og staðfesta viðskipti og fá í staðinn nýjar myntir fyrir viðvikið. Ferlið er gríðarlega orkufrekt. Áætlað er að árleg rafmagnsnotkun við rafmyntagröft í heiminum jafnist á við Austurríki. Á meðan gengi rafmynta var hátt fjármögnuðu bitcoin-grafarar sig að langmestu leyti með veðum í tölvunum sjálfum. Blooomberg segir að grafararnir hafi tekið allt að fjóra milljarða dollara að láni út á námubúnað sinn á meðan hagnaðarhlutfall þeirra var sem hæst. Gengi rafmynta tók dýfu í vor og aftur í nóvember þegar FTX, þriðja stærsti rafmyntaskiptimarkaðurinn, var tekinn til gjaldþrotameðferðar. Talið er að FTX skuldi fimmtíu stærstu fjárfestum sínum um 3,1 milljarð dollara. Nokkur rafmyntafyrirtæki hafa lagt upp laupana vegna vandræða FTX síðan þá. Virði bitcoin hefur nú fallið um 75 prósent frá því að það var sem hæst í fyrra. Til þess að bæta gráu ofan á svart er orkuverð í heiminum í hæstu hæðum sem eykur rekstrarkostnað rafmyntagrafara og aukin samkeppni er á sýndareignamarkaðinum. Engum öðrum eignum til að dreifa Nú er svo komið að rafmyntagrafarar lenda í greiðsluþroti í hrönnum. Margir rafmyntalánveitendur horfa nú fram á verulegt tap þar sem þeir geta ekki gengið að neinum öðrum eignum en tölvunum sem hafa hríðfallið í verði frá því í nóvember, að sögn Bloomberg. Þannig sagðist Iris Energy Ltd., rafmyntanámufyrirtæki í Ástralíu búast við því að standa ekki í skilum á 108 milljón dollara láni sem var að mestu leyti tryggt með graftartölvum. Eftir sitja lánadrottnarnir með námubúnað sem þeir þurfa annað hvort að selja með miklum afslætti eða koma fyrir í gagnaverum til þess að grafa eftir myntum sjálfir. Tapið fyrir þá gæti orðið enn meira vegna offramboðs á vélunum. Reikna má með að fleiri fari í þrot á næstunni. Erfitt er þó að henda reiður á umfang vandans. Einkahlutafélög standa fyrir um 75 prósentum af vinnslugetu bitcoin-bálkakeðjunnar og upplýsingar um skuldir þeirra og veð liggja ekki fyrir opinberlega. Rafmyntir Umhverfismál Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02 Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Rafmyntir eins og bitcoin byggja á svokölluðum námugreftri þar sem tölvur vinna og staðfesta viðskipti og fá í staðinn nýjar myntir fyrir viðvikið. Ferlið er gríðarlega orkufrekt. Áætlað er að árleg rafmagnsnotkun við rafmyntagröft í heiminum jafnist á við Austurríki. Á meðan gengi rafmynta var hátt fjármögnuðu bitcoin-grafarar sig að langmestu leyti með veðum í tölvunum sjálfum. Blooomberg segir að grafararnir hafi tekið allt að fjóra milljarða dollara að láni út á námubúnað sinn á meðan hagnaðarhlutfall þeirra var sem hæst. Gengi rafmynta tók dýfu í vor og aftur í nóvember þegar FTX, þriðja stærsti rafmyntaskiptimarkaðurinn, var tekinn til gjaldþrotameðferðar. Talið er að FTX skuldi fimmtíu stærstu fjárfestum sínum um 3,1 milljarð dollara. Nokkur rafmyntafyrirtæki hafa lagt upp laupana vegna vandræða FTX síðan þá. Virði bitcoin hefur nú fallið um 75 prósent frá því að það var sem hæst í fyrra. Til þess að bæta gráu ofan á svart er orkuverð í heiminum í hæstu hæðum sem eykur rekstrarkostnað rafmyntagrafara og aukin samkeppni er á sýndareignamarkaðinum. Engum öðrum eignum til að dreifa Nú er svo komið að rafmyntagrafarar lenda í greiðsluþroti í hrönnum. Margir rafmyntalánveitendur horfa nú fram á verulegt tap þar sem þeir geta ekki gengið að neinum öðrum eignum en tölvunum sem hafa hríðfallið í verði frá því í nóvember, að sögn Bloomberg. Þannig sagðist Iris Energy Ltd., rafmyntanámufyrirtæki í Ástralíu búast við því að standa ekki í skilum á 108 milljón dollara láni sem var að mestu leyti tryggt með graftartölvum. Eftir sitja lánadrottnarnir með námubúnað sem þeir þurfa annað hvort að selja með miklum afslætti eða koma fyrir í gagnaverum til þess að grafa eftir myntum sjálfir. Tapið fyrir þá gæti orðið enn meira vegna offramboðs á vélunum. Reikna má með að fleiri fari í þrot á næstunni. Erfitt er þó að henda reiður á umfang vandans. Einkahlutafélög standa fyrir um 75 prósentum af vinnslugetu bitcoin-bálkakeðjunnar og upplýsingar um skuldir þeirra og veð liggja ekki fyrir opinberlega.
Rafmyntir Umhverfismál Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02 Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02
Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57
Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01