Körfubolti

Finnur ekki með Val af fjölskylduástæðum

Sindri Sverrisson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson gerði Val að Íslandsmeistara síðasta vor og er með liðið á toppi Subway-deildarinnar.
Finnur Freyr Stefánsson gerði Val að Íslandsmeistara síðasta vor og er með liðið á toppi Subway-deildarinnar. vísir/bára

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í körfubolta, verður ekki á hliðarlínunni í kvöld þegar liðið tekur á móti Keflavík í stórleik í Subway-deild karla.

Finnur forfallast vegna fjölskylduástæðna að því er fram kemur á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Vals. 

Í hans stað mun Ágúst Björgvinsson stýra Valsliðinu í kvöld og freista þess að bæta við sex leikja sigurgöngu liðsins sem er á toppi deildarinnar.

Í tilkynningu Vals segir sömuleiðis að Pálmar Ragnarsson muni þjálfa 8-9 ára stúlkur og drengi hjá Val í fjarveru Finns næstu vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×