Snowden sór Rússlandi hollustueið Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2022 15:09 Snowden talar í gegnum fjarfundarbúnað á verðlaunahátíð árið 2019. Vísir/EPA Edward Snowden, sem ljóstraði um um stórfelldar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, sór Rússlandi hollustueið og fékk rússneskt vegabréf í dag, að sögn lögmanns hans. Rússar veittu Snowden hæli eftir að hann flúði Bandaríkin í kjölfar uppljóstrananna. Anatolíj Kútsjerana, lögmaður Snowden, sagði ríkisfréttastofunni Interfax að rússneski ríkisborgararétturinn hefði mikla þýðingu fyrir skjólstæðing sinn þar sem nú væri ekki lengur hægt að framselja hann til Bandaríkjanna. Snowden er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir njósnir en hann lítur sjálfur á sig sem uppljóstrara. Washington Post segir að það sé venja að nýir ríkisborgarar sverji Rússlandi hollustueið. Með eiðnum hét Snowden meðal annars að vera trúr Rússland og virða menningu þess, sögu og hefðir. Kútsjerena sagði að Lindsay Mills, eiginkona Snowden, sé með umsókn um ríkisborgararétt til meðferðar. Vladímír Pútín forseti veitti Snowden ríkisborgararétt ásamt hópi annarra útlendinga í september. Hann hefur áður sagt að það sem Snowden gerði í heimalandi sínu hafi verið rangt en að hann væri ekki svikari þar sem hann hafi ekki svikið hagsmuni landsins. Snowden tísti í september að hann og fjölskylda hans væri fegin að fá stöðugleika í líf sitt og óskaði eftir að fá frið. Þau Mills eiga tvo syni. After years of separation from our parents, my wife and I have no desire to be separated from our SONS.After two years of waiting and nearly ten years of exile, a little stability will make a difference for my family. I pray for privacy for them and for us all. https://t.co/24NUK21TAo pic.twitter.com/qLfp47uzZ4— Edward Snowden (@Snowden) September 26, 2022 Gögn sem Snowden lak til blaðamanna Washington Post og The Guardian innan úr þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) árið 2013 sýndu svart á hvítu að stofnunin hefði staðið fyrir stórfelldum njósnum um óbreytta borgara sem voru síðar úrskurðaðar ólöglegar. Snowden flúði Bandaríkin til að forðast saksókn og var veitt hæli í Rússlandi. Hann fékk varanlegt dvalarleyfi þar árið 2020. Sjálfur sagðist hann vilja hafa tvöfalt ríkisfang til þess að koma í veg fyrir að fjölskyldunni yrði stíað í sundur. Hann hefur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara í Rússlandi. Þrátt fyrir að hann hafi gagnrýnt mannréttindabrot rússneskra stjórnvalda í gegnum tíðina hefur hann ekki tjáð sig um innrás þeirra í Úkraínu. Bandaríkin Rússland Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Anatolíj Kútsjerana, lögmaður Snowden, sagði ríkisfréttastofunni Interfax að rússneski ríkisborgararétturinn hefði mikla þýðingu fyrir skjólstæðing sinn þar sem nú væri ekki lengur hægt að framselja hann til Bandaríkjanna. Snowden er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir njósnir en hann lítur sjálfur á sig sem uppljóstrara. Washington Post segir að það sé venja að nýir ríkisborgarar sverji Rússlandi hollustueið. Með eiðnum hét Snowden meðal annars að vera trúr Rússland og virða menningu þess, sögu og hefðir. Kútsjerena sagði að Lindsay Mills, eiginkona Snowden, sé með umsókn um ríkisborgararétt til meðferðar. Vladímír Pútín forseti veitti Snowden ríkisborgararétt ásamt hópi annarra útlendinga í september. Hann hefur áður sagt að það sem Snowden gerði í heimalandi sínu hafi verið rangt en að hann væri ekki svikari þar sem hann hafi ekki svikið hagsmuni landsins. Snowden tísti í september að hann og fjölskylda hans væri fegin að fá stöðugleika í líf sitt og óskaði eftir að fá frið. Þau Mills eiga tvo syni. After years of separation from our parents, my wife and I have no desire to be separated from our SONS.After two years of waiting and nearly ten years of exile, a little stability will make a difference for my family. I pray for privacy for them and for us all. https://t.co/24NUK21TAo pic.twitter.com/qLfp47uzZ4— Edward Snowden (@Snowden) September 26, 2022 Gögn sem Snowden lak til blaðamanna Washington Post og The Guardian innan úr þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) árið 2013 sýndu svart á hvítu að stofnunin hefði staðið fyrir stórfelldum njósnum um óbreytta borgara sem voru síðar úrskurðaðar ólöglegar. Snowden flúði Bandaríkin til að forðast saksókn og var veitt hæli í Rússlandi. Hann fékk varanlegt dvalarleyfi þar árið 2020. Sjálfur sagðist hann vilja hafa tvöfalt ríkisfang til þess að koma í veg fyrir að fjölskyldunni yrði stíað í sundur. Hann hefur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara í Rússlandi. Þrátt fyrir að hann hafi gagnrýnt mannréttindabrot rússneskra stjórnvalda í gegnum tíðina hefur hann ekki tjáð sig um innrás þeirra í Úkraínu.
Bandaríkin Rússland Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira