Innlögnum fjölgaði í nóvember og áfram nokkur dauðsföll á mánuði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. desember 2022 08:01 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir biðlar til fólks að huga að sóttvörnum fyrir hátíðirnar og samkomurnar sem þeim fylgja. Vísir/Egill Enn er nokkur fjöldi að greinast með Covid hér á landi og fjölgaði innlögnum nokkuð mikið í nóvember. Þá látast að meðaltali tveir til fjórir á mánuði vegna Covid. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara varlega yfir hátíðirnar, fara í örvunarbólusetningu og huga að sóttvörnum. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir faraldurinn nokkuð stöðugan hér á landi þar sem áfram er ákveðinn hópur að smitast og hluti þeirra að veikjast alvarlega. „Þetta eru kannski 30 til 40 manns í þessum opinberum prófum en við vitum að það eru fleiri en það með sjúkdóminn. Það sem gerðist í nóvember var að það jukust innlagnir og þá aðallega á Landspítalanum. Í fyrradag voru þetta 25 sem voru inniliggjandi en í byrjum mánaðar voru þetta meira bara fimm til átta,“ segir Guðrún. Enn eru einstaklingar að látast vegna Covid og að sögn Guðrúnar hafa dauðsföllin verið um tvö til fjögur á mánuði. Frá janúar til september 2022 voru 180 dauðsföll skráð og viðbúið að þeim muni fjölga. „Fólk er að deyja, þó það séu bara nokkrir þá eru það samt þeir og það er erfitt fyrir þeirra fólk, þeirra fjölskyldu og alla. Þetta er alvarlegt mál,“ segir Guðrún. Bóluefnin og sóttvarnir helsta vörnin Ákveðið var á dögunum að hvetja fólk eldri en 60 ára til að mæta í örvunarbólusetningu, þar sem eldri einstaklingar eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Þáttakan hefur að sögn Guðrúnar verið góð en mætti vera betri, sérstaklega hjá þeim sem eru 60 til 70 ára en um helmingur þeirra hefur fengið fjórða skammtinn. „Vörnin af bólusetningu dvínar á nokkrum mánuðum, hún fer ekkert niður í núll en hún minnkar. Það eru rannsóknir sem styðja það og þess vegna erum við að hvetja fólk til þess ef það er kominn tími, þrír eða fjórir mánuðir, að fólk fari þá í örvunarbólusetningu, þeir sem að hafa ekki gert það,“ segir Guðrún. Það er þó ekki aðeins Covid sem verið er að glíma við heldur eru ýmsar pestir að herja á landann, þar á meðal inflúensa, RS-veiran, sem leggst þó aðallega á lítil börn og eldri fólk, og nóró niðurgangspestin. Nú þegar hátíðirnar eru í nánd og samkomur eru víða segir Guðrún full ástæða fyrir fólk til að fara varlega. „Vörnin sem við höfum er náttúrulega bólusetningar gegn Covid og inflúensu og svo sóttvarnir, það er að fólk reyni að vera heima þegar það er veikt og smiti ekkert aðra því það getur alltaf borist inn í veika hópa eða til viðkvæmra einstaklinga eins og ónæmisbældra, sem að kannski þrátt fyrir bólusetningu geta orðið mjög veikir,“ segir hún. Fylgjast með þróuninni erlendis Aðspurð um hvort fylgst sé sérstaklega með þróuninni þegar kemur að Covid, í ljósi frétta til að mynda frá Kína, segir Guðrún svo vera en að helst sé fylgst náið með Norðurlöndunum og funda þau reglulega með kollegum sínum þar. Í flestum löndum sé Covid á niðurleið. „Það er svona aðeins misjafnt eftir löndum, það eru alltaf einhver lönd sem eru öðruvísi. Það eru kannski alltaf þrjú eða fjögur lönd þar sem þetta er á uppleið þó það sé á niðurleið í hinum löndunum en almennt er þetta svona frekar á niðurleið,“ segir hún. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók saman helstu Covid tíðindin á árinu í annál sem birtist á Vísi í gær en horfa má á hann í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir faraldurinn nokkuð stöðugan hér á landi þar sem áfram er ákveðinn hópur að smitast og hluti þeirra að veikjast alvarlega. „Þetta eru kannski 30 til 40 manns í þessum opinberum prófum en við vitum að það eru fleiri en það með sjúkdóminn. Það sem gerðist í nóvember var að það jukust innlagnir og þá aðallega á Landspítalanum. Í fyrradag voru þetta 25 sem voru inniliggjandi en í byrjum mánaðar voru þetta meira bara fimm til átta,“ segir Guðrún. Enn eru einstaklingar að látast vegna Covid og að sögn Guðrúnar hafa dauðsföllin verið um tvö til fjögur á mánuði. Frá janúar til september 2022 voru 180 dauðsföll skráð og viðbúið að þeim muni fjölga. „Fólk er að deyja, þó það séu bara nokkrir þá eru það samt þeir og það er erfitt fyrir þeirra fólk, þeirra fjölskyldu og alla. Þetta er alvarlegt mál,“ segir Guðrún. Bóluefnin og sóttvarnir helsta vörnin Ákveðið var á dögunum að hvetja fólk eldri en 60 ára til að mæta í örvunarbólusetningu, þar sem eldri einstaklingar eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Þáttakan hefur að sögn Guðrúnar verið góð en mætti vera betri, sérstaklega hjá þeim sem eru 60 til 70 ára en um helmingur þeirra hefur fengið fjórða skammtinn. „Vörnin af bólusetningu dvínar á nokkrum mánuðum, hún fer ekkert niður í núll en hún minnkar. Það eru rannsóknir sem styðja það og þess vegna erum við að hvetja fólk til þess ef það er kominn tími, þrír eða fjórir mánuðir, að fólk fari þá í örvunarbólusetningu, þeir sem að hafa ekki gert það,“ segir Guðrún. Það er þó ekki aðeins Covid sem verið er að glíma við heldur eru ýmsar pestir að herja á landann, þar á meðal inflúensa, RS-veiran, sem leggst þó aðallega á lítil börn og eldri fólk, og nóró niðurgangspestin. Nú þegar hátíðirnar eru í nánd og samkomur eru víða segir Guðrún full ástæða fyrir fólk til að fara varlega. „Vörnin sem við höfum er náttúrulega bólusetningar gegn Covid og inflúensu og svo sóttvarnir, það er að fólk reyni að vera heima þegar það er veikt og smiti ekkert aðra því það getur alltaf borist inn í veika hópa eða til viðkvæmra einstaklinga eins og ónæmisbældra, sem að kannski þrátt fyrir bólusetningu geta orðið mjög veikir,“ segir hún. Fylgjast með þróuninni erlendis Aðspurð um hvort fylgst sé sérstaklega með þróuninni þegar kemur að Covid, í ljósi frétta til að mynda frá Kína, segir Guðrún svo vera en að helst sé fylgst náið með Norðurlöndunum og funda þau reglulega með kollegum sínum þar. Í flestum löndum sé Covid á niðurleið. „Það er svona aðeins misjafnt eftir löndum, það eru alltaf einhver lönd sem eru öðruvísi. Það eru kannski alltaf þrjú eða fjögur lönd þar sem þetta er á uppleið þó það sé á niðurleið í hinum löndunum en almennt er þetta svona frekar á niðurleið,“ segir hún. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók saman helstu Covid tíðindin á árinu í annál sem birtist á Vísi í gær en horfa má á hann í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira
Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40