Aukið aðgengi fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 3. desember 2022 07:00 Í dag höldum við hátíðlegan alþjóðlegan dag fatlaðs fólks sem ætlað er að stuðla að aukinni þekkingu og skilningi á málefnum fatlaðs fólks. Í ár er sérstök áhersla á hlutverk nýsköpunar við að ýta undir aðgengilegan og sanngjarnan heim. Í starfi mínu sem ráðherra hef ég lagt þunga áherslu á þau sjálfsögðu réttindi að fatlað fólk eigi að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við aðra. Aðgengi er forsenda þátttöku. Þegar við erum að tala um aðgengi er ekki nóg að hugsa um byggingar. Hindranir samfélagsins valda fötluðu fólki erfiðleikum. Verkefnið er því að tryggja aðgengi til jafns við aðra að efnislegu umhverfi, samgöngum, upplýsingum, samskiptum og allri annarri þjónustu eða aðstöðu sem almenningi stendur til boða hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ríkisstjórnin hefur sett umfangsmikla vinnu í gang til að auka og tryggja réttindi fatlaðs fólks. Mig langar að nefna nokkur mikilvæg atriði í því sambandi: Í fyrsta lagi vinnur forsætisráðherra að lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að stofnun Mannréttindastofnunar. Í öðru lagi vinnum við í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að gerð landsáætlunar um innleiðingu og framkvæmd samningsins hér á landi. Í þriðja lagi hef ég lagt ríka áherslu á að tryggja stafrænt aðgengi fatlaðs fólks og höfum við þegar stigið fyrsta skrefið í því verkefni með opnun svokallaðs stafræns talsmannagrunns þar sem persónulegir talsmenn fatlaðs fólks geta nú fengið aðgang að stafrænu pósthólfi skjólstæðinga sinna og sinnt margvíslegum rafrænum erindum. Áframhaldandi þróun þessa er í gangi þannig að talsmannagrunnurinn nái til víðtækari þjónustu. Í fjórða lagi mun ég á næstu dögum skipa starfshóp í samvinnu við háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og barnamálaráðherra, sem á að vinna tillögur um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk. Í fimmta lagi vil ég svo nefna endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu sem mun stuðla að aukinni virkni og tækifærum á vinnumarkaði, auk þess að bæta kjör þeirra sérstaklega sem lakast standa á meðal örorkulífeyrisþega. Nýtt og betra kerfi mun gagnast fötluðu fólki. Auk þessara verkefna styður ráðuneytið við fjölmörg umbótaverkefni félagasamtaka og annarra sem ætlað er að bæta lífsgæði fatlaðs fólks og aðgengi þess að samfélaginu. Hér mætti nefna stuðning við Miðstöð um auðlesið efni, og verkefnið Sæti við borðið, hvoru tveggja mikilvæg verkefni til að auðvelda aðgengi að samfélaginu. Til hamingju öll með alþjóðlegan dag fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson,félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag höldum við hátíðlegan alþjóðlegan dag fatlaðs fólks sem ætlað er að stuðla að aukinni þekkingu og skilningi á málefnum fatlaðs fólks. Í ár er sérstök áhersla á hlutverk nýsköpunar við að ýta undir aðgengilegan og sanngjarnan heim. Í starfi mínu sem ráðherra hef ég lagt þunga áherslu á þau sjálfsögðu réttindi að fatlað fólk eigi að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við aðra. Aðgengi er forsenda þátttöku. Þegar við erum að tala um aðgengi er ekki nóg að hugsa um byggingar. Hindranir samfélagsins valda fötluðu fólki erfiðleikum. Verkefnið er því að tryggja aðgengi til jafns við aðra að efnislegu umhverfi, samgöngum, upplýsingum, samskiptum og allri annarri þjónustu eða aðstöðu sem almenningi stendur til boða hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ríkisstjórnin hefur sett umfangsmikla vinnu í gang til að auka og tryggja réttindi fatlaðs fólks. Mig langar að nefna nokkur mikilvæg atriði í því sambandi: Í fyrsta lagi vinnur forsætisráðherra að lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að stofnun Mannréttindastofnunar. Í öðru lagi vinnum við í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að gerð landsáætlunar um innleiðingu og framkvæmd samningsins hér á landi. Í þriðja lagi hef ég lagt ríka áherslu á að tryggja stafrænt aðgengi fatlaðs fólks og höfum við þegar stigið fyrsta skrefið í því verkefni með opnun svokallaðs stafræns talsmannagrunns þar sem persónulegir talsmenn fatlaðs fólks geta nú fengið aðgang að stafrænu pósthólfi skjólstæðinga sinna og sinnt margvíslegum rafrænum erindum. Áframhaldandi þróun þessa er í gangi þannig að talsmannagrunnurinn nái til víðtækari þjónustu. Í fjórða lagi mun ég á næstu dögum skipa starfshóp í samvinnu við háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og barnamálaráðherra, sem á að vinna tillögur um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk. Í fimmta lagi vil ég svo nefna endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu sem mun stuðla að aukinni virkni og tækifærum á vinnumarkaði, auk þess að bæta kjör þeirra sérstaklega sem lakast standa á meðal örorkulífeyrisþega. Nýtt og betra kerfi mun gagnast fötluðu fólki. Auk þessara verkefna styður ráðuneytið við fjölmörg umbótaverkefni félagasamtaka og annarra sem ætlað er að bæta lífsgæði fatlaðs fólks og aðgengi þess að samfélaginu. Hér mætti nefna stuðning við Miðstöð um auðlesið efni, og verkefnið Sæti við borðið, hvoru tveggja mikilvæg verkefni til að auðvelda aðgengi að samfélaginu. Til hamingju öll með alþjóðlegan dag fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson,félags- og vinnumarkaðsráðherra
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun