Evrópa of háð Bandaríkjunum í öryggismálum Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2022 09:01 Sanna Marin lét ummælin falla á fundi hjá áströlsku hugveitunni Lowy Institute. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn finnsks forsætisráðherra til Eyjaálfu. Vísir/EPA Innrás Rússa í Úkraínu sýnir að Evrópulönd séu of háð Bandaríkjunum um eigið öryggi, að mati Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands. Hún vill að Evrópulönd auki vopnaframleiðslu og varnarviðbúnað sinn. „Ég ætla að vera harkalega hreinskilin við ykkur, Evrópa er ekki nógu sterk núna. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin á fundi hjá hugveitu í Sydney í Ástralíu þar sem hún er í opinberri heimsókn. Bandaríkin hafi þannig útvegað Úkraínu miklu magni af vopnum og fjárhags- og mannúðaraðstoð en Evrópa hafi ekki staðið sig nægilega í stykkinu. Margir bandarískir stjórnmálamenn hafi sagt henni að Evrópa þurfi að vera sterkari, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Jafnvel þó að framlag Evrópusambandsríkja sé mun minna en Bandaríkjanna hefur gengið hratt á hergagnaforða þeirra við að leggja Úkraínumönnum lið. „Við verðum að tryggja að við byggjum upp slíka getu þegar kemur að evrópskum vörnum, evrópskum varnariðnaði,“ sagði Marin. Þá gagnrýndi finnski forsætisráðherrann Evrópulönd sem hefðu reynt að styrkja tengslin við Rússland á undanförnum áratugum, þar á meðal með því að kaupa orku þaðan, í þeirri von að það drægi úr líkum á stríði. Sú nálgun hafi beðið algert skipsbrot, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Frekar hefði átt að hlusta á raddir Póllands og Eystrasaltsríkja sem vöruðu við því að Rússland léti sér viðskiptatengsl og refsiaðgerðir í léttu rúmi liggja. Marin varaði einnig við því að sigur Rússlands í Úkraínu yrði öðrum árásarhneigðum ríkjum hvatning. Lýðræðisríki ættu að forðast að verða háð einræðisríkjum eins og Kína. „Ekki velkjast í vafa um það að ef Rússland vinnur í þessum hræðilega leik sínum þá verður það ekki eitt um valdeflast,“ sagði Marin. Finnland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu NATO Evrópusambandið Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
„Ég ætla að vera harkalega hreinskilin við ykkur, Evrópa er ekki nógu sterk núna. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin á fundi hjá hugveitu í Sydney í Ástralíu þar sem hún er í opinberri heimsókn. Bandaríkin hafi þannig útvegað Úkraínu miklu magni af vopnum og fjárhags- og mannúðaraðstoð en Evrópa hafi ekki staðið sig nægilega í stykkinu. Margir bandarískir stjórnmálamenn hafi sagt henni að Evrópa þurfi að vera sterkari, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Jafnvel þó að framlag Evrópusambandsríkja sé mun minna en Bandaríkjanna hefur gengið hratt á hergagnaforða þeirra við að leggja Úkraínumönnum lið. „Við verðum að tryggja að við byggjum upp slíka getu þegar kemur að evrópskum vörnum, evrópskum varnariðnaði,“ sagði Marin. Þá gagnrýndi finnski forsætisráðherrann Evrópulönd sem hefðu reynt að styrkja tengslin við Rússland á undanförnum áratugum, þar á meðal með því að kaupa orku þaðan, í þeirri von að það drægi úr líkum á stríði. Sú nálgun hafi beðið algert skipsbrot, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Frekar hefði átt að hlusta á raddir Póllands og Eystrasaltsríkja sem vöruðu við því að Rússland léti sér viðskiptatengsl og refsiaðgerðir í léttu rúmi liggja. Marin varaði einnig við því að sigur Rússlands í Úkraínu yrði öðrum árásarhneigðum ríkjum hvatning. Lýðræðisríki ættu að forðast að verða háð einræðisríkjum eins og Kína. „Ekki velkjast í vafa um það að ef Rússland vinnur í þessum hræðilega leik sínum þá verður það ekki eitt um valdeflast,“ sagði Marin.
Finnland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu NATO Evrópusambandið Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira