Mannréttindamál og viðskiptatækifæri Snorri Másson skrifar 3. desember 2022 20:11 Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Áslaugu Briem frá Ferðamálastofu hvatningarverðlaun ÖBÍ í dag. ÖBÍ Það er misskilningur að það sé endilega mjög kostnaðarsamt að tryggja gott aðgengi á ferðamannastöðum, að sögn verkefnastjóra hjá Ferðamálastofu, sem segir mikinn heiður að stofnunin hafi hlotið Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins á alþjóðadegi fatlaðra í dag. 3. desember er alþjóðadagur fatlaðs fólks á ári hverju þar sem vakin er athygli á réttindabaráttu hópsins. Á þessum degi veitir Öryrkjabandalag Íslands líka Hvatningarverðlaun til hópa eða einstaklinga fyrir lofsverð framlög á þessu sviði, og þetta árið var það Ferðamálastofa sem hreppti verðlaunin fyrir verkefnið "Gott aðgengi í ferðaþjónustu." Þar var búinn til ákveðinn sjálfsmatsstaðall fyrir fyrirtæki um aðgengi á staðnum. „Ef þau staðfesta að þau uppfylli þær kröfur sem eru gerðar, fá þau merki verkefnisins Gott aðgengi og geta merkt sig sjálf og eru merkt miðlæg í gagnagrunni Ferðamálastofu og á Visit Iceland og fleiri síðum,“ segir Áslaug Briem, verkefnastjóri gæðamála á Ferðamálastofu, í samtali við fréttastofu. Framtakið hefur stuðlað bæði að bættu aðgengi og betri skráningu á aðgengi víða um land. Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar - það gerir um milljarð á heimsvísu, en um 57.000 manns hér á landi. „Að vera með gott aðgengi er auðvitað mannréttindamál og hluti af ábyrgri starfsemi fyrirtækja að huga vel að aðgenginu. En við erum að kynna fyrir ferðaþjónustuaðilum að þetta er líka gott viðskiptatækifæri, því það kemur í ljós þegar þessi markhópar hafa verið skoðaðir af okkar sérfræðingum að þeir eru mjög stórir og mjög vaxandi til framtíðar. Ekki síst eldri borgarar, sá markhópur, þeir hafa þörf fyrir gott aðgengi,“ segir Áslaug. Áslaug bætir því við að það vaxi sumum fyrirtækjum í augum að kostnaður við að bæta aðgengi kunni að reynast mjög mikill, en að hið rétta sé að það kosti oft ekki mikið og það borgi sig. En talandi um eldri borgara og aðgengi í ferðaþjónustu... Það var einmitt verið að tala um það nýverið í fréttum hjá okkur að það væri verið að skoða það að setja kláf upp Esju. Áslaug: „Ég þekki það ekki en finnst það bara skemmtileg hugmynd. Það bara væri flott, þeir huga vonandi að öllum þáttum aðgengis fyrir fatlaða,“ segir Áslaug. Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Tengdar fréttir Verðlaunuðu Ferðamálastofu fyrir gott aðgengi í ferðaþjónustu Ferðamálastofa hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni um aðgengi fatlaðs fólks í ferðaþjónustu. 3. desember 2022 13:56 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
3. desember er alþjóðadagur fatlaðs fólks á ári hverju þar sem vakin er athygli á réttindabaráttu hópsins. Á þessum degi veitir Öryrkjabandalag Íslands líka Hvatningarverðlaun til hópa eða einstaklinga fyrir lofsverð framlög á þessu sviði, og þetta árið var það Ferðamálastofa sem hreppti verðlaunin fyrir verkefnið "Gott aðgengi í ferðaþjónustu." Þar var búinn til ákveðinn sjálfsmatsstaðall fyrir fyrirtæki um aðgengi á staðnum. „Ef þau staðfesta að þau uppfylli þær kröfur sem eru gerðar, fá þau merki verkefnisins Gott aðgengi og geta merkt sig sjálf og eru merkt miðlæg í gagnagrunni Ferðamálastofu og á Visit Iceland og fleiri síðum,“ segir Áslaug Briem, verkefnastjóri gæðamála á Ferðamálastofu, í samtali við fréttastofu. Framtakið hefur stuðlað bæði að bættu aðgengi og betri skráningu á aðgengi víða um land. Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar - það gerir um milljarð á heimsvísu, en um 57.000 manns hér á landi. „Að vera með gott aðgengi er auðvitað mannréttindamál og hluti af ábyrgri starfsemi fyrirtækja að huga vel að aðgenginu. En við erum að kynna fyrir ferðaþjónustuaðilum að þetta er líka gott viðskiptatækifæri, því það kemur í ljós þegar þessi markhópar hafa verið skoðaðir af okkar sérfræðingum að þeir eru mjög stórir og mjög vaxandi til framtíðar. Ekki síst eldri borgarar, sá markhópur, þeir hafa þörf fyrir gott aðgengi,“ segir Áslaug. Áslaug bætir því við að það vaxi sumum fyrirtækjum í augum að kostnaður við að bæta aðgengi kunni að reynast mjög mikill, en að hið rétta sé að það kosti oft ekki mikið og það borgi sig. En talandi um eldri borgara og aðgengi í ferðaþjónustu... Það var einmitt verið að tala um það nýverið í fréttum hjá okkur að það væri verið að skoða það að setja kláf upp Esju. Áslaug: „Ég þekki það ekki en finnst það bara skemmtileg hugmynd. Það bara væri flott, þeir huga vonandi að öllum þáttum aðgengis fyrir fatlaða,“ segir Áslaug.
Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Tengdar fréttir Verðlaunuðu Ferðamálastofu fyrir gott aðgengi í ferðaþjónustu Ferðamálastofa hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni um aðgengi fatlaðs fólks í ferðaþjónustu. 3. desember 2022 13:56 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Verðlaunuðu Ferðamálastofu fyrir gott aðgengi í ferðaþjónustu Ferðamálastofa hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni um aðgengi fatlaðs fólks í ferðaþjónustu. 3. desember 2022 13:56