Þeir John Cassada og Frank Rubio klæddust geimbúningum sínum og stigu út fyrir geimstöðina í gær. Geimgangan tók sjö klukkustundir en nýju sólarsellurnar eiga að auka raforkuframleiðslu geimstöðvarinnar um tæpan þriðjung.
Sólarsellurnar framleiða saman 120.000 vött af orku yfir „daginn“. Geimstöðin fer einn hring um jörðina á um það bil níutíu mínútum en á einum sólarhring fer hún um sextán hringi.
Myndbandið sem Alþjóðlega geimstöðin birti frá göngunni í gær var tekið með hjálmmyndavél Cassada þegar stöðin var á braut yfir norðvesturströnd Spánar í gær. Sporbraut Alþjóðlegu geimstöðvarinnar er í rúmlega fjögur hundruð kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar.
A panoramic view of the Earth from @NASA spacewalker Josh Cassada's helmet cam as the space station orbited over Spain's northwest coast earlier today. https://t.co/yuOTrZ4Jut pic.twitter.com/GKy3PCm2Fs
— International Space Station (@Space_Station) December 3, 2022