Villuljós í Vikulokum Þórarinn Eyfjörð skrifar 5. desember 2022 12:31 Það var áhugavert að hlusta á kunnuglega orðræðu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um launaþróunina í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 sl. laugardag. Þar ræddi oddvitinn um hvernig hún vill skerða þjónustu Reykjavíkurborgar, skerða réttindi opinbers starfsfólks og ná þannig fram hagræðingu í fjármálum borgarinnar. Hún talaði fyrir stórtækum aðgerðum í að segja opinberu starfsfólki upp störfum sem starfar í grunnþjónustunni og er á lægstu laununum. Launasetning þessa fólks sést vel þegar litið er á niðurstöður Kjaratölfræðinefndar sem hún vitnaði ótt og títt ranglega í. Hún vill draga úr launakostnaði og segir að opinberi vinnumarkaðurinn leiði launaþróunina í landinu. Samtímis segir Hildur að það vanti starfsfólk á leikskóla Reykjavíkurborgar en veifar um leið niðurskurðarhnífnum! Hildur fullyrti blákalt í þættinum að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði væri með alltof há laun og leiddi launaþróun í landinu. Hún sagði launahækkanir þeirra lægst launuðu hjá borginni vera 30% og umreiknaði þannig krónutöluhækkanir hina lægst launuðu í prósentur! Ætli oddvitinn viti að hún er að afbaka sannleikann og villa um fyrir almenningi, eða er borgarfulltrúinn svona illa upplýst um kjaramál eða hlutfallsreikning? Það er ekki hægt að hlusta á svona óábyrgt tal án þess að bregðast við, því það er mikilvægt að stjórnmálamenn nýfrjálshyggjunnar kynni sér staðreyndir um launaþróunina á vinnumarkaði og fari rétt með. Hið rétta er að almenni launamarkaðurinn leiðir launamyndunina á vinnumarkaði. Í lífskjarasamningnum, sem almenni markaðurinn leiddi, var samið um fastar krónutöluhækkanir en ekki um prósentur. Tökum dæmi; Starfsmaður A hefur 1.000.- kr. í laun á mánuði. Starfsmaður B hefur 100.- kr. í laun á mánuði. Báðir starfsmenn fá launahækkun upp á 30 kr. A er þá með 1.030.- kr. á mánuði og B með 130.- kr. Nú stígur borgarfulltrúinn fram og fullyrðir að B leiði launamyndunina. Hér er öllu snúið á haus. Til upplýsingar þá er hér tafla um launasetningu á íslenskum vinnumarkaði. Oddvitinn vitnaði í Kjaratölfræðinefnd, sem mælir launaþróunina á vinnumarkaði, til að styðja rökleysu sína, en eftir þessa endaleysu kom hún að kjarna málsins sem er beint upp úr Biblíu Sjálfstæðisflokksins: „Ég er nú bara á þeirri skoðun að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað of mikið í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað gríðarlega auðvitað hjá Reykjavíkurborg og það er bara vandi sem við verðum að taka á. Það er sama hvaða mælikvarða við erum skoða, [...] Reykjavíkurborg er alls staðar að leiða launaþróunina og það er bara mjög alvarlegt mál í mínum huga, hið opinbera almennt, hvort sem það er Reykjavíkurborg, sveitarfélög almennt eða ríkið á ekki að vera leiða launaþróunina í landinu.“ Þessar fullyrðingar Hildar standast ekki skoðun og eru rangar. Áróðurinn gegn opinberu starfsfólki heldur áfram og oddvitinn nefndi til sögunnar að þingmenn flokksins væru að taka á málunum á Alþingi. Það væri alvarlegt mál að geta ekki sagt opinberu starfsfólki upp fyrirvaralaust að eigin geðþótta. Þetta er hugsjón nýfrjálshyggjunnar sem Hildur endurómaði í Vikulokunum; skera niður grunnþjónustuna við almenning, veikja hana og skipta út starfsfólki eins og hilluvöru í stórmörkuðum. Hér er auðvitað verið að fylgja stefnu nýfrjálshyggjunnar um að einkavinavæða opinbera þjónustu þannig að hægt sé að koma henni í hendur útvalinna. Þetta er þekkt stef nýfrjálshyggjunnar þegar stjórnvöld fjársvelta grunnþjónustuna til að koma henni í hendur einkaaðila sem vilja græða peninga á henni og um leið létta byrðar þeirra ríkustu og stuðla að stéttaskiptingu og ójöfnuði. Höfundur er formaður Sameykis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á kunnuglega orðræðu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um launaþróunina í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 sl. laugardag. Þar ræddi oddvitinn um hvernig hún vill skerða þjónustu Reykjavíkurborgar, skerða réttindi opinbers starfsfólks og ná þannig fram hagræðingu í fjármálum borgarinnar. Hún talaði fyrir stórtækum aðgerðum í að segja opinberu starfsfólki upp störfum sem starfar í grunnþjónustunni og er á lægstu laununum. Launasetning þessa fólks sést vel þegar litið er á niðurstöður Kjaratölfræðinefndar sem hún vitnaði ótt og títt ranglega í. Hún vill draga úr launakostnaði og segir að opinberi vinnumarkaðurinn leiði launaþróunina í landinu. Samtímis segir Hildur að það vanti starfsfólk á leikskóla Reykjavíkurborgar en veifar um leið niðurskurðarhnífnum! Hildur fullyrti blákalt í þættinum að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði væri með alltof há laun og leiddi launaþróun í landinu. Hún sagði launahækkanir þeirra lægst launuðu hjá borginni vera 30% og umreiknaði þannig krónutöluhækkanir hina lægst launuðu í prósentur! Ætli oddvitinn viti að hún er að afbaka sannleikann og villa um fyrir almenningi, eða er borgarfulltrúinn svona illa upplýst um kjaramál eða hlutfallsreikning? Það er ekki hægt að hlusta á svona óábyrgt tal án þess að bregðast við, því það er mikilvægt að stjórnmálamenn nýfrjálshyggjunnar kynni sér staðreyndir um launaþróunina á vinnumarkaði og fari rétt með. Hið rétta er að almenni launamarkaðurinn leiðir launamyndunina á vinnumarkaði. Í lífskjarasamningnum, sem almenni markaðurinn leiddi, var samið um fastar krónutöluhækkanir en ekki um prósentur. Tökum dæmi; Starfsmaður A hefur 1.000.- kr. í laun á mánuði. Starfsmaður B hefur 100.- kr. í laun á mánuði. Báðir starfsmenn fá launahækkun upp á 30 kr. A er þá með 1.030.- kr. á mánuði og B með 130.- kr. Nú stígur borgarfulltrúinn fram og fullyrðir að B leiði launamyndunina. Hér er öllu snúið á haus. Til upplýsingar þá er hér tafla um launasetningu á íslenskum vinnumarkaði. Oddvitinn vitnaði í Kjaratölfræðinefnd, sem mælir launaþróunina á vinnumarkaði, til að styðja rökleysu sína, en eftir þessa endaleysu kom hún að kjarna málsins sem er beint upp úr Biblíu Sjálfstæðisflokksins: „Ég er nú bara á þeirri skoðun að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað of mikið í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað gríðarlega auðvitað hjá Reykjavíkurborg og það er bara vandi sem við verðum að taka á. Það er sama hvaða mælikvarða við erum skoða, [...] Reykjavíkurborg er alls staðar að leiða launaþróunina og það er bara mjög alvarlegt mál í mínum huga, hið opinbera almennt, hvort sem það er Reykjavíkurborg, sveitarfélög almennt eða ríkið á ekki að vera leiða launaþróunina í landinu.“ Þessar fullyrðingar Hildar standast ekki skoðun og eru rangar. Áróðurinn gegn opinberu starfsfólki heldur áfram og oddvitinn nefndi til sögunnar að þingmenn flokksins væru að taka á málunum á Alþingi. Það væri alvarlegt mál að geta ekki sagt opinberu starfsfólki upp fyrirvaralaust að eigin geðþótta. Þetta er hugsjón nýfrjálshyggjunnar sem Hildur endurómaði í Vikulokunum; skera niður grunnþjónustuna við almenning, veikja hana og skipta út starfsfólki eins og hilluvöru í stórmörkuðum. Hér er auðvitað verið að fylgja stefnu nýfrjálshyggjunnar um að einkavinavæða opinbera þjónustu þannig að hægt sé að koma henni í hendur útvalinna. Þetta er þekkt stef nýfrjálshyggjunnar þegar stjórnvöld fjársvelta grunnþjónustuna til að koma henni í hendur einkaaðila sem vilja græða peninga á henni og um leið létta byrðar þeirra ríkustu og stuðla að stéttaskiptingu og ójöfnuði. Höfundur er formaður Sameykis.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar