Mikið fjör á litlu jólunum á Sólheimum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2022 21:05 Sólheimakórinn tók að sjálfsögðu lagið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var kátt á hjalla á Sólheimum í Grímsnesi í gær því þá voru litlu jólin haldin í sextugasta og fimmta sinn á vegum Lionsklúbbsins Ægis. Bjúgnakrækir mætti á svæðið og Ómar Ragnarsson skemmti íbúum staðarins. Litlu jólin fóru fram í íþróttaleikhúsinu þar sem hljómsveit og söngkonur sungu jólalög og íbúar Sólheima tóku undir í söngnum. Bjúgnakrækir mætti og heilsaði upp á gesti. Þetta var í sextugusta og fimmta sinn, sem Lionsklúbburinn Ægir stóð fyrir Litlu jólunum með hangikjötsveislu fyrst og svo skemmtuninni. „Hér komum við alltaf sama liðið, hljómsveitin og einhverjir gestir með okkur og syngjum saman jólalögin og svo eru skemmtiatriði og þess háttar,“ segir Magnea Tómasdóttir söngkona og velunnari Sólheima. Á þessum 65 ára tímamótum var ákveðið að gefa út geisladisk, sem heitir „Litlu jólin á Sólheimum“ en þar er að finna öll helstu lögin, sem hafa verið spiluð á litlu jólunum í öll þessi ár. Litlu jólin á Sólheimum“ er nafnið á nýja geisladisknum. Það er meðal annars hægt að kaupa hann á heimasíðu Sólheima.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Afrakstur af honum á að fara í hljóðfærasjóð Sólheima því hér er mikið tónlistarstarfi og ef maður á ekki geisladiska spilara þá er svona lítill miði á disknum með link, sem hægt er að hlaða niður í tölvuna sína og notið á aðventunni,“ segir Magnea enn fremur. Bjúgnakrækir stóð sig vel á litlu jólunum og gaf öllum nammipoka í lok skemmtunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Ómar Ragnarsson mætti og tók nokkur lög á litlu jólunum. „Það eru engin jól nema að maður komi á Sólheima, það er bara þannig, er og verður á meðan það lifir,“ segir Ómar. En hvað er best við þennan Sólheima? „Mér finnst best við þennan stað það, sem fólk reynir og kemst langt í að rækta anda Sesselju. Andi Sesselju er stórkostlegt ljós, sem lýsir öllum, sem vilja kynna sér það eða ímynda sér hvernig það hafi verið að basla hérna með börnin sín,“ segir Ómar. Ómar Ragnarsson fór á kostum á sviðinu með söng og skemmtisögum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima Grímsnes- og Grafningshreppur Jól Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Litlu jólin fóru fram í íþróttaleikhúsinu þar sem hljómsveit og söngkonur sungu jólalög og íbúar Sólheima tóku undir í söngnum. Bjúgnakrækir mætti og heilsaði upp á gesti. Þetta var í sextugusta og fimmta sinn, sem Lionsklúbburinn Ægir stóð fyrir Litlu jólunum með hangikjötsveislu fyrst og svo skemmtuninni. „Hér komum við alltaf sama liðið, hljómsveitin og einhverjir gestir með okkur og syngjum saman jólalögin og svo eru skemmtiatriði og þess háttar,“ segir Magnea Tómasdóttir söngkona og velunnari Sólheima. Á þessum 65 ára tímamótum var ákveðið að gefa út geisladisk, sem heitir „Litlu jólin á Sólheimum“ en þar er að finna öll helstu lögin, sem hafa verið spiluð á litlu jólunum í öll þessi ár. Litlu jólin á Sólheimum“ er nafnið á nýja geisladisknum. Það er meðal annars hægt að kaupa hann á heimasíðu Sólheima.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Afrakstur af honum á að fara í hljóðfærasjóð Sólheima því hér er mikið tónlistarstarfi og ef maður á ekki geisladiska spilara þá er svona lítill miði á disknum með link, sem hægt er að hlaða niður í tölvuna sína og notið á aðventunni,“ segir Magnea enn fremur. Bjúgnakrækir stóð sig vel á litlu jólunum og gaf öllum nammipoka í lok skemmtunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Ómar Ragnarsson mætti og tók nokkur lög á litlu jólunum. „Það eru engin jól nema að maður komi á Sólheima, það er bara þannig, er og verður á meðan það lifir,“ segir Ómar. En hvað er best við þennan Sólheima? „Mér finnst best við þennan stað það, sem fólk reynir og kemst langt í að rækta anda Sesselju. Andi Sesselju er stórkostlegt ljós, sem lýsir öllum, sem vilja kynna sér það eða ímynda sér hvernig það hafi verið að basla hérna með börnin sín,“ segir Ómar. Ómar Ragnarsson fór á kostum á sviðinu með söng og skemmtisögum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima
Grímsnes- og Grafningshreppur Jól Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira