Einar eftir að Fram komst aftur á sigurbraut: „Hrikalega bjartsýnn á framhaldið“ Tómas Helgi Wehmeier skrifar 5. desember 2022 22:00 Einar Jónsson var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Fram vann gríðarlega mikilvægan sigur í kvöld. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög ánægður með að fá tvö stig í kvöld þegar lið hans lagði ÍR í Breiðholti í Olís deild karla í handbolta. Fram hafði tapað þremur leikjum í röð og sigurinn þar af leiðandi extra sætur. „Ég er fyrst og fremst bara ánægður að vinna leikinn, ÍR liðið er bara drullu flott lið þannig að fara með tvö stig héðan er ég gríðarlega sáttur með en miðað við hvernig við byrjuðum leikinn þá átti þetta ekkert að vera svona erfitt, það kemur þarna korters kafli í fyrri hálfleik þar sem við vorum bara ekki með.“ Fram leiddi með tíu mörkum, 1-11 þegar að rétt rúmar tólf mínútur voru liðnar af leiknum, ÍR jafna síðan leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. „ÍR-ingarnir breyttu svo sem engu, þeir héldu áfram að spila sinn leik, voru mjög flottir og virkilega vel gert hjá þeim. Við förum úr okkar leik, við hreyfðum aðeins til í liðinu en menn voru ekki skila því sem þeir eru vanir, við erum að fara illa með dauðafæri eins og í mörgum öðrum leikjum. Við vorum með tíu marka forskot og auðvitað vill maður bæta í en maður á ekki að missa það niður á korteri. Ég vill ekkert vera að henda þessu á einhverja leikmenn en þetta datt hrikalega niður hjá okkur og það er eitthvað sem ég þarf að skoða.“ Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, spilaði örlítið meira en í síðustu leikjum vegna meiðsla og var það því mikilvægt fyrir Framara að fá hann aftur inn í liðið. „Hann er alltaf að verða betri og betri, hann náði aðeins að kasta núna og vildi láta reyna á þetta en hann er ekki alveg orðinn hundrað prósent. Hann er frábær í vörn, við erum búnir að vera nota hann eins mikið og við getum og við söknum hans sóknarlega en við erum með nóg af mannskap. Það er samt smá steikt að Reynir Þór, sautján ára pjakkur sé að halda þessu á floti fyrir okkur sóknarlega en hann er auðvitað mjög flottur, tek það ekki af honum en ég væri alveg til í að sjá meira framlag frá öðrum leikmönnum. Luka vaknar aðeins hérna síðustu fimmtán mínúturnar en var ekki að gera neitt fram að því þannig að menn þurfa bara að vera aðeins á tánum og halda áfram.“ Einar er bjartsýnn fyrir framhaldinu, Fram á einn deildarleik og einn bikarleik áður en Olís-deildin fer í pásu. „Ég er hrikalega bjartsýnn á framhaldið, við þurftum að ná í tvö stig í dag. Skiptir ekki öllu máli hvernig við gerðum það en það léttir aðeins yfir þessu. Við erum búnir að vera mjög góðir í allan vetur, svo kemur ein skíta vika, þá koma þrír leikir á okkur sem við vorum ekki alveg í takt við á þeim tíma en við þurftum klárlega þessi tvö stig í dag og ég er hrikalega ánægður með þá. Þetta gefur okkur góða innspýtingu fyrir framhaldið, við eigum einn deildarleik og einn bikarleik fram að pásu og við ætlum að vinna báða þá leiki,“ sagði Einar að endingu. Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut Eftir góða byrjun í Olís deild karla í handbolta hafði lítið gengið hjá Fram undanfarið þar sem liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Fram komst hins vegar aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri á ÍR. Umfjöllun og viðtöl væntanleg síðar í kvöld. 5. desember 2022 21:00 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst bara ánægður að vinna leikinn, ÍR liðið er bara drullu flott lið þannig að fara með tvö stig héðan er ég gríðarlega sáttur með en miðað við hvernig við byrjuðum leikinn þá átti þetta ekkert að vera svona erfitt, það kemur þarna korters kafli í fyrri hálfleik þar sem við vorum bara ekki með.“ Fram leiddi með tíu mörkum, 1-11 þegar að rétt rúmar tólf mínútur voru liðnar af leiknum, ÍR jafna síðan leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. „ÍR-ingarnir breyttu svo sem engu, þeir héldu áfram að spila sinn leik, voru mjög flottir og virkilega vel gert hjá þeim. Við förum úr okkar leik, við hreyfðum aðeins til í liðinu en menn voru ekki skila því sem þeir eru vanir, við erum að fara illa með dauðafæri eins og í mörgum öðrum leikjum. Við vorum með tíu marka forskot og auðvitað vill maður bæta í en maður á ekki að missa það niður á korteri. Ég vill ekkert vera að henda þessu á einhverja leikmenn en þetta datt hrikalega niður hjá okkur og það er eitthvað sem ég þarf að skoða.“ Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, spilaði örlítið meira en í síðustu leikjum vegna meiðsla og var það því mikilvægt fyrir Framara að fá hann aftur inn í liðið. „Hann er alltaf að verða betri og betri, hann náði aðeins að kasta núna og vildi láta reyna á þetta en hann er ekki alveg orðinn hundrað prósent. Hann er frábær í vörn, við erum búnir að vera nota hann eins mikið og við getum og við söknum hans sóknarlega en við erum með nóg af mannskap. Það er samt smá steikt að Reynir Þór, sautján ára pjakkur sé að halda þessu á floti fyrir okkur sóknarlega en hann er auðvitað mjög flottur, tek það ekki af honum en ég væri alveg til í að sjá meira framlag frá öðrum leikmönnum. Luka vaknar aðeins hérna síðustu fimmtán mínúturnar en var ekki að gera neitt fram að því þannig að menn þurfa bara að vera aðeins á tánum og halda áfram.“ Einar er bjartsýnn fyrir framhaldinu, Fram á einn deildarleik og einn bikarleik áður en Olís-deildin fer í pásu. „Ég er hrikalega bjartsýnn á framhaldið, við þurftum að ná í tvö stig í dag. Skiptir ekki öllu máli hvernig við gerðum það en það léttir aðeins yfir þessu. Við erum búnir að vera mjög góðir í allan vetur, svo kemur ein skíta vika, þá koma þrír leikir á okkur sem við vorum ekki alveg í takt við á þeim tíma en við þurftum klárlega þessi tvö stig í dag og ég er hrikalega ánægður með þá. Þetta gefur okkur góða innspýtingu fyrir framhaldið, við eigum einn deildarleik og einn bikarleik fram að pásu og við ætlum að vinna báða þá leiki,“ sagði Einar að endingu.
Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut Eftir góða byrjun í Olís deild karla í handbolta hafði lítið gengið hjá Fram undanfarið þar sem liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Fram komst hins vegar aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri á ÍR. Umfjöllun og viðtöl væntanleg síðar í kvöld. 5. desember 2022 21:00 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut Eftir góða byrjun í Olís deild karla í handbolta hafði lítið gengið hjá Fram undanfarið þar sem liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Fram komst hins vegar aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri á ÍR. Umfjöllun og viðtöl væntanleg síðar í kvöld. 5. desember 2022 21:00
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti