Boðar stríð á hendur „reiðmönnum endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 11:45 Maasai-maður á gangi með hjörð sína í leit að beitilandi. AP/Brian Ingang Inger Andersen, framkvæmdastjóri umhverfismálastofunar Sameinuðu þjóðanna, segir mannkynið í stríði við náttúruna og að það verði að semja um frið. Fulltrúar ríkja heims safnast nú saman á Cop15 í Montreal til að freista þess að ná saman um að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika. „Við erum nýbúin að bjóða áttunda milljarðasta meðlim mannkynsins velkominn á þessari plánetu. Þetta er að sjálfsögðu dásamleg fæðing barns. En við þurfum að skilja að því fleira fólk sem býr á plánetunni, því meira álag setjum við á hana,“ segir Andersen. „Hvað varðar líffræðilega fjölbreytni, þá erum við í stríði við náttúruna. Við þurfum að semja um frið. Því náttúran er undirstaða alls lífs á jörðinni... vísindin eru óyggjandi hvað það varðar.“ Andersen segir samkomulag á Cop15 munu þurfa að fela í sér glímu við „hina fimm reiðmenn endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“; breytingar á landnotkun, ofnýtingu, mengun, loftslagsvána og útbreiðslu ágengra lífvera. Um 10 þúsund manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem mun standa yfir til 19. desember. Í seinni vikunni er von á ráðherrum þátttökuríkjanna, sem munu freista þess að sammælast um orðalag samkomulagsins. Í drögum að samkomulaginu er meðal annars fjallað um tillögur til að vernda 30 prósent lands og sjávar, að draga úr skaðlegum ívilnunum sem nemur milljörðum dala og aðgerðir til að berjast gegn ágengum tegundum. Virginijus Sinkevicius, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Evrópusambandinu, segir í samtali við Guardian að til þess að ríki heims geti náð árangri þurfi Kína að sýna forystu í viðræðunum. Kínverjar eru í forsæti á Cop15, sem til stóð að halda í Kína en var flutt til Kanada vegna útbreiðslu Covid-19 í Kína. Losun kolefnis er hvergi meiri en í Kína, þó hún sé meiri á hvern íbúa í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Áhyggjur voru uppi um að stjórnvöld í Pekíng vildu draga úr mikilvægi ráðstefnunar, þar sem engum þjóðarleiðtogum var boðið. Vonir hafa nefnilega staðið til að þýðingarmiklum framförum yrði náð. „Ég held að hlutverk Kína muni skipta sköpum,“ segir Sinkevicius. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eru í erfiðri stöðu í forsætinu á Cop15. Ég er ánægður með framlag þeirra til þessa og þeir skipulögðu ráðherrafund í Egyptalandi á Cop27. Við þurfum að bíða og sjá hvort áframhald verður á. Ef þeir vilja að þetta verði „Parísaraugnablik“ fyrir náttúruna, þá hafa þeir það í höndum sér en þeir verða að leiða.“ Sinkevicius vísar þarna til sáttmálans sem náðist á Cop21 í París, sem fól meðal annars í sér að ríki heims myndu gera allt sem í valdi sínu stæði til að takmarka hlýnun við 1,5 gráður á selsíus. Samkvæmt höfundum Parísarsamkomulagsins mun ráðstefnan í Montreal skipta sköpum í þeirri viðleitni að ná þeim markmiðum sem samið var um í París. Umfjöllun Guardian. Umhverfismál Náttúruhamfarir Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fulltrúar ríkja heims safnast nú saman á Cop15 í Montreal til að freista þess að ná saman um að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika. „Við erum nýbúin að bjóða áttunda milljarðasta meðlim mannkynsins velkominn á þessari plánetu. Þetta er að sjálfsögðu dásamleg fæðing barns. En við þurfum að skilja að því fleira fólk sem býr á plánetunni, því meira álag setjum við á hana,“ segir Andersen. „Hvað varðar líffræðilega fjölbreytni, þá erum við í stríði við náttúruna. Við þurfum að semja um frið. Því náttúran er undirstaða alls lífs á jörðinni... vísindin eru óyggjandi hvað það varðar.“ Andersen segir samkomulag á Cop15 munu þurfa að fela í sér glímu við „hina fimm reiðmenn endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“; breytingar á landnotkun, ofnýtingu, mengun, loftslagsvána og útbreiðslu ágengra lífvera. Um 10 þúsund manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem mun standa yfir til 19. desember. Í seinni vikunni er von á ráðherrum þátttökuríkjanna, sem munu freista þess að sammælast um orðalag samkomulagsins. Í drögum að samkomulaginu er meðal annars fjallað um tillögur til að vernda 30 prósent lands og sjávar, að draga úr skaðlegum ívilnunum sem nemur milljörðum dala og aðgerðir til að berjast gegn ágengum tegundum. Virginijus Sinkevicius, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Evrópusambandinu, segir í samtali við Guardian að til þess að ríki heims geti náð árangri þurfi Kína að sýna forystu í viðræðunum. Kínverjar eru í forsæti á Cop15, sem til stóð að halda í Kína en var flutt til Kanada vegna útbreiðslu Covid-19 í Kína. Losun kolefnis er hvergi meiri en í Kína, þó hún sé meiri á hvern íbúa í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Áhyggjur voru uppi um að stjórnvöld í Pekíng vildu draga úr mikilvægi ráðstefnunar, þar sem engum þjóðarleiðtogum var boðið. Vonir hafa nefnilega staðið til að þýðingarmiklum framförum yrði náð. „Ég held að hlutverk Kína muni skipta sköpum,“ segir Sinkevicius. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eru í erfiðri stöðu í forsætinu á Cop15. Ég er ánægður með framlag þeirra til þessa og þeir skipulögðu ráðherrafund í Egyptalandi á Cop27. Við þurfum að bíða og sjá hvort áframhald verður á. Ef þeir vilja að þetta verði „Parísaraugnablik“ fyrir náttúruna, þá hafa þeir það í höndum sér en þeir verða að leiða.“ Sinkevicius vísar þarna til sáttmálans sem náðist á Cop21 í París, sem fól meðal annars í sér að ríki heims myndu gera allt sem í valdi sínu stæði til að takmarka hlýnun við 1,5 gráður á selsíus. Samkvæmt höfundum Parísarsamkomulagsins mun ráðstefnan í Montreal skipta sköpum í þeirri viðleitni að ná þeim markmiðum sem samið var um í París. Umfjöllun Guardian.
Umhverfismál Náttúruhamfarir Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira