Hvernig er í vinnunni hjá þér? Martha Árnadóttir skrifar 7. desember 2022 11:01 Vinnustaðamenning er flókið fyrirbæri og ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvað það er sem einkennir menningu viðkomandi vinnustaðar. En ef einkennin eru eitthvað í þessa áttina - þá skaltu forða þér: Stundum er það þannig að verkefnin okkar eru auðveldasti parturinn af vinnunni á meðan andrúmsloftið á vinnustaðnum er erfiðasti hlutinn og getur hreinlega verið baneitrað. Forði fólk sér ekki af slíkum vinnustað getur það endað í algjöru þroti. Eitrað andrúmsloft á vinnustað er alvarleg ógn við heilsu starfsfólks og jafnvel lífshættulegt. Helstu einkennin eru að starfsfólk talar lítið saman, það brosir ekki eða hlær og gerir að gamni sínu. Hvatning milli starfsmanna er svo til óþekkt og öll samskipti eru formleg. Stutt er í baktal og jafnvel skemmdarverk og óttinn og óöryggið liggur í loftinu. Sá sem kemur nýr inn í þetta andrúmsloft finnur strax að eitthvað er að en starfsfólkið er löngu orðið samdauna ástandinu og heldur áfram að ýta þungum steinum upp hæðina í þykku andrúmsloftinu. Streita, höfuðverkur, vöðvabólga, svefnleysi og kvíði eru ríkjandi ástand í lífi starfsmanna. Reglur og leyndarmál Þegar kemur að hvatningu eða hóli er starfsfólki fyrst og fremst umbunað fyrir að ná settum markmiðum stjórnar eða fyrir að fara vel og rækilega eftir reglum. Að fara ótroðnar slóðir og koma upp með nýjar hugmyndir um hvernig má gera hlutina er illa séð. Starfsmenn segja ekki skoðun sína enda koma ákvarðanir ofan frá og starfstitlar og reglur eru lykilatriði. Það hvernig starfsfólki líður, heilsa þess og aðstæður, er málefni sem fyrirtækinu kemur ekki við. Það er hvíslað á göngum og ekki talað hreint út. Starfsmenn hafa það á tilfinningunni að starfsöryggið sé ekkert og fyrirtækið fullt af leyndarmálum sem aðeins örfáir eiga að vita. Stórar og smáar breytingar eru tilkynntar án nokkurs aðdraganda eða samráðs við starfsfólk. Ef þú þekkir þessi einkenni af þínum vinnustað þá ertu einfaldlega í vondum málum og í rauninni lítið sem þú getur gert annað en að forða þér, því svona andrúmsloft er borið uppi af lykilstjórnendum (meðvitað eða ómeðvitað) og fáir sem geta haft áhrif þarna á ef ekki er skilningur á ástandinu í kuldanum á toppnum. Rándýrt Í samkeppninni um hæfasta fólkið, sem er hin raunverulega samkeppni í nútímanum, er svona andrúmsloft það mest fráhrindandi sem hugsast getur fyrir hæfileikaríkt fólk. Inn í það fer enginn sem hefur aðra möguleika og já, það spyrst út hvar er gott að vinna og hvar ekki. Eins og með allt annað; eftir höfðinu dansa limirnir og höfuðið verður að taka forystuna í þessum efnum sem öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Vinnustaðamenning er flókið fyrirbæri og ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvað það er sem einkennir menningu viðkomandi vinnustaðar. En ef einkennin eru eitthvað í þessa áttina - þá skaltu forða þér: Stundum er það þannig að verkefnin okkar eru auðveldasti parturinn af vinnunni á meðan andrúmsloftið á vinnustaðnum er erfiðasti hlutinn og getur hreinlega verið baneitrað. Forði fólk sér ekki af slíkum vinnustað getur það endað í algjöru þroti. Eitrað andrúmsloft á vinnustað er alvarleg ógn við heilsu starfsfólks og jafnvel lífshættulegt. Helstu einkennin eru að starfsfólk talar lítið saman, það brosir ekki eða hlær og gerir að gamni sínu. Hvatning milli starfsmanna er svo til óþekkt og öll samskipti eru formleg. Stutt er í baktal og jafnvel skemmdarverk og óttinn og óöryggið liggur í loftinu. Sá sem kemur nýr inn í þetta andrúmsloft finnur strax að eitthvað er að en starfsfólkið er löngu orðið samdauna ástandinu og heldur áfram að ýta þungum steinum upp hæðina í þykku andrúmsloftinu. Streita, höfuðverkur, vöðvabólga, svefnleysi og kvíði eru ríkjandi ástand í lífi starfsmanna. Reglur og leyndarmál Þegar kemur að hvatningu eða hóli er starfsfólki fyrst og fremst umbunað fyrir að ná settum markmiðum stjórnar eða fyrir að fara vel og rækilega eftir reglum. Að fara ótroðnar slóðir og koma upp með nýjar hugmyndir um hvernig má gera hlutina er illa séð. Starfsmenn segja ekki skoðun sína enda koma ákvarðanir ofan frá og starfstitlar og reglur eru lykilatriði. Það hvernig starfsfólki líður, heilsa þess og aðstæður, er málefni sem fyrirtækinu kemur ekki við. Það er hvíslað á göngum og ekki talað hreint út. Starfsmenn hafa það á tilfinningunni að starfsöryggið sé ekkert og fyrirtækið fullt af leyndarmálum sem aðeins örfáir eiga að vita. Stórar og smáar breytingar eru tilkynntar án nokkurs aðdraganda eða samráðs við starfsfólk. Ef þú þekkir þessi einkenni af þínum vinnustað þá ertu einfaldlega í vondum málum og í rauninni lítið sem þú getur gert annað en að forða þér, því svona andrúmsloft er borið uppi af lykilstjórnendum (meðvitað eða ómeðvitað) og fáir sem geta haft áhrif þarna á ef ekki er skilningur á ástandinu í kuldanum á toppnum. Rándýrt Í samkeppninni um hæfasta fólkið, sem er hin raunverulega samkeppni í nútímanum, er svona andrúmsloft það mest fráhrindandi sem hugsast getur fyrir hæfileikaríkt fólk. Inn í það fer enginn sem hefur aðra möguleika og já, það spyrst út hvar er gott að vinna og hvar ekki. Eins og með allt annað; eftir höfðinu dansa limirnir og höfuðið verður að taka forystuna í þessum efnum sem öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun