Hvernig er í vinnunni hjá þér? Martha Árnadóttir skrifar 7. desember 2022 11:01 Vinnustaðamenning er flókið fyrirbæri og ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvað það er sem einkennir menningu viðkomandi vinnustaðar. En ef einkennin eru eitthvað í þessa áttina - þá skaltu forða þér: Stundum er það þannig að verkefnin okkar eru auðveldasti parturinn af vinnunni á meðan andrúmsloftið á vinnustaðnum er erfiðasti hlutinn og getur hreinlega verið baneitrað. Forði fólk sér ekki af slíkum vinnustað getur það endað í algjöru þroti. Eitrað andrúmsloft á vinnustað er alvarleg ógn við heilsu starfsfólks og jafnvel lífshættulegt. Helstu einkennin eru að starfsfólk talar lítið saman, það brosir ekki eða hlær og gerir að gamni sínu. Hvatning milli starfsmanna er svo til óþekkt og öll samskipti eru formleg. Stutt er í baktal og jafnvel skemmdarverk og óttinn og óöryggið liggur í loftinu. Sá sem kemur nýr inn í þetta andrúmsloft finnur strax að eitthvað er að en starfsfólkið er löngu orðið samdauna ástandinu og heldur áfram að ýta þungum steinum upp hæðina í þykku andrúmsloftinu. Streita, höfuðverkur, vöðvabólga, svefnleysi og kvíði eru ríkjandi ástand í lífi starfsmanna. Reglur og leyndarmál Þegar kemur að hvatningu eða hóli er starfsfólki fyrst og fremst umbunað fyrir að ná settum markmiðum stjórnar eða fyrir að fara vel og rækilega eftir reglum. Að fara ótroðnar slóðir og koma upp með nýjar hugmyndir um hvernig má gera hlutina er illa séð. Starfsmenn segja ekki skoðun sína enda koma ákvarðanir ofan frá og starfstitlar og reglur eru lykilatriði. Það hvernig starfsfólki líður, heilsa þess og aðstæður, er málefni sem fyrirtækinu kemur ekki við. Það er hvíslað á göngum og ekki talað hreint út. Starfsmenn hafa það á tilfinningunni að starfsöryggið sé ekkert og fyrirtækið fullt af leyndarmálum sem aðeins örfáir eiga að vita. Stórar og smáar breytingar eru tilkynntar án nokkurs aðdraganda eða samráðs við starfsfólk. Ef þú þekkir þessi einkenni af þínum vinnustað þá ertu einfaldlega í vondum málum og í rauninni lítið sem þú getur gert annað en að forða þér, því svona andrúmsloft er borið uppi af lykilstjórnendum (meðvitað eða ómeðvitað) og fáir sem geta haft áhrif þarna á ef ekki er skilningur á ástandinu í kuldanum á toppnum. Rándýrt Í samkeppninni um hæfasta fólkið, sem er hin raunverulega samkeppni í nútímanum, er svona andrúmsloft það mest fráhrindandi sem hugsast getur fyrir hæfileikaríkt fólk. Inn í það fer enginn sem hefur aðra möguleika og já, það spyrst út hvar er gott að vinna og hvar ekki. Eins og með allt annað; eftir höfðinu dansa limirnir og höfuðið verður að taka forystuna í þessum efnum sem öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Vinnustaðamenning er flókið fyrirbæri og ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvað það er sem einkennir menningu viðkomandi vinnustaðar. En ef einkennin eru eitthvað í þessa áttina - þá skaltu forða þér: Stundum er það þannig að verkefnin okkar eru auðveldasti parturinn af vinnunni á meðan andrúmsloftið á vinnustaðnum er erfiðasti hlutinn og getur hreinlega verið baneitrað. Forði fólk sér ekki af slíkum vinnustað getur það endað í algjöru þroti. Eitrað andrúmsloft á vinnustað er alvarleg ógn við heilsu starfsfólks og jafnvel lífshættulegt. Helstu einkennin eru að starfsfólk talar lítið saman, það brosir ekki eða hlær og gerir að gamni sínu. Hvatning milli starfsmanna er svo til óþekkt og öll samskipti eru formleg. Stutt er í baktal og jafnvel skemmdarverk og óttinn og óöryggið liggur í loftinu. Sá sem kemur nýr inn í þetta andrúmsloft finnur strax að eitthvað er að en starfsfólkið er löngu orðið samdauna ástandinu og heldur áfram að ýta þungum steinum upp hæðina í þykku andrúmsloftinu. Streita, höfuðverkur, vöðvabólga, svefnleysi og kvíði eru ríkjandi ástand í lífi starfsmanna. Reglur og leyndarmál Þegar kemur að hvatningu eða hóli er starfsfólki fyrst og fremst umbunað fyrir að ná settum markmiðum stjórnar eða fyrir að fara vel og rækilega eftir reglum. Að fara ótroðnar slóðir og koma upp með nýjar hugmyndir um hvernig má gera hlutina er illa séð. Starfsmenn segja ekki skoðun sína enda koma ákvarðanir ofan frá og starfstitlar og reglur eru lykilatriði. Það hvernig starfsfólki líður, heilsa þess og aðstæður, er málefni sem fyrirtækinu kemur ekki við. Það er hvíslað á göngum og ekki talað hreint út. Starfsmenn hafa það á tilfinningunni að starfsöryggið sé ekkert og fyrirtækið fullt af leyndarmálum sem aðeins örfáir eiga að vita. Stórar og smáar breytingar eru tilkynntar án nokkurs aðdraganda eða samráðs við starfsfólk. Ef þú þekkir þessi einkenni af þínum vinnustað þá ertu einfaldlega í vondum málum og í rauninni lítið sem þú getur gert annað en að forða þér, því svona andrúmsloft er borið uppi af lykilstjórnendum (meðvitað eða ómeðvitað) og fáir sem geta haft áhrif þarna á ef ekki er skilningur á ástandinu í kuldanum á toppnum. Rándýrt Í samkeppninni um hæfasta fólkið, sem er hin raunverulega samkeppni í nútímanum, er svona andrúmsloft það mest fráhrindandi sem hugsast getur fyrir hæfileikaríkt fólk. Inn í það fer enginn sem hefur aðra möguleika og já, það spyrst út hvar er gott að vinna og hvar ekki. Eins og með allt annað; eftir höfðinu dansa limirnir og höfuðið verður að taka forystuna í þessum efnum sem öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun