„Mér finnst Patti vera í einskismannslandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2022 12:01 Patrekur Jóhannesson að stýra Stjörnuliðinu í Olís deildinni. Vísir/Diego Karlalið Stjörnunnar í Olís deildinni tapaði á móti Aftureldingu í síðasta leik sínum og strákarnir í Seinni bylgjunni höfðu áhyggjur af því að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, fái ekki nógu mikla aðstoð. Stjarnan missti frá sér leikinn undir lokin þegar Afturelding skoraði þrjú mörk á áttatíu sekúndum. „Í kjölfarið þá bara hrynur sóknarleikur Stjörnunnar. Á þessu tímabili var Gunnar Steinn (Jónsson) með tvær lélegar línusendingar,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Arnar Daði fór í stuttu máli yfir mistök Stjörnumanna í lok leiksins en þar voru reyndustu leikmenn liðsins ekki að skila. „Þú ert í jöfnum leik á móti Aftureldingu. Þú ert með Tandra Má (Konráðsson), sem á fleiri fleiri ár í atvinnumennsku, Gunnar Stein (Jónsson) og Leó Snær (Pétursson) sem er búinn að spila bæði úti og lengi hérna heima,“ sagði Arnar Daði. „Tökum Gunnar Stein hérna. Hann er með tvö mörk úr sex skotum og tapar boltanum tvívegis. þetta er aðstoðarþjálfari liðsins. Hvaða skilaboð ertu að senda til liðsins,“ spurði Arnar og hélt áfram: „Ég er búinn að fjalla um handbolta heillengi og búinn að tala um þetta í handkastinu í allan vetur. Ég er alltaf að reyna að finna einhverja útskýringar hvað sé að hjá Stjörnunni. Svo vinna þeir leik og allt er frábært, bla bla bla,“ sagði Arnar Daði. „Í hvaða stöðu er Patti einn þarna? Mér finnst Patti vera svolítið í einskismannslandi. Það er erfitt að vera með leikmann sem er spilandi aðstoðarþjálfari,“ sagði Arnar Daði. „Ég skil það með Ása (Ásbjörn Friðriksson hjá FH) sem er frábær leik eftir leik og ef hann er ekki frábær þá er hann bara meiddur. Hvert er hlutverk Gunnars Steins með fullri alvöru“ spurði Arnar. „Patti er að sjá um yngri flokkana og hann er að vinna í húsinu. Hann er að redda hinu og þessu. Er hann ekki svolítið með allt á herðum sér þarna? Hvaða gagnrýnisraddir fær Patti að heyra ef það gengur illa? Hver er að hjálpa honum? Í Krikanum er Logi Geirsson á Steina Arndal og upp á Ásvöllum er Aron Kristjáns að hjálpa til og í Valsheimilinu er Dagur Sig. Hver er að hjálpa Patta í að reyna að finna lausnir á því hver vandinn sé í Garðabænum,“ spurði Arnar Daði enn og aftur. Hér fyrir neðan má sjá þessar vangaveltur og hvað Logi Geirsson hafði að segja við þessu og um Stjörnuliðið. Klippa: Seinni bylgjan: Umfjöllun um þjálfarateymi Stjörnunnar Olís-deild karla Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Stjarnan missti frá sér leikinn undir lokin þegar Afturelding skoraði þrjú mörk á áttatíu sekúndum. „Í kjölfarið þá bara hrynur sóknarleikur Stjörnunnar. Á þessu tímabili var Gunnar Steinn (Jónsson) með tvær lélegar línusendingar,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Arnar Daði fór í stuttu máli yfir mistök Stjörnumanna í lok leiksins en þar voru reyndustu leikmenn liðsins ekki að skila. „Þú ert í jöfnum leik á móti Aftureldingu. Þú ert með Tandra Má (Konráðsson), sem á fleiri fleiri ár í atvinnumennsku, Gunnar Stein (Jónsson) og Leó Snær (Pétursson) sem er búinn að spila bæði úti og lengi hérna heima,“ sagði Arnar Daði. „Tökum Gunnar Stein hérna. Hann er með tvö mörk úr sex skotum og tapar boltanum tvívegis. þetta er aðstoðarþjálfari liðsins. Hvaða skilaboð ertu að senda til liðsins,“ spurði Arnar og hélt áfram: „Ég er búinn að fjalla um handbolta heillengi og búinn að tala um þetta í handkastinu í allan vetur. Ég er alltaf að reyna að finna einhverja útskýringar hvað sé að hjá Stjörnunni. Svo vinna þeir leik og allt er frábært, bla bla bla,“ sagði Arnar Daði. „Í hvaða stöðu er Patti einn þarna? Mér finnst Patti vera svolítið í einskismannslandi. Það er erfitt að vera með leikmann sem er spilandi aðstoðarþjálfari,“ sagði Arnar Daði. „Ég skil það með Ása (Ásbjörn Friðriksson hjá FH) sem er frábær leik eftir leik og ef hann er ekki frábær þá er hann bara meiddur. Hvert er hlutverk Gunnars Steins með fullri alvöru“ spurði Arnar. „Patti er að sjá um yngri flokkana og hann er að vinna í húsinu. Hann er að redda hinu og þessu. Er hann ekki svolítið með allt á herðum sér þarna? Hvaða gagnrýnisraddir fær Patti að heyra ef það gengur illa? Hver er að hjálpa honum? Í Krikanum er Logi Geirsson á Steina Arndal og upp á Ásvöllum er Aron Kristjáns að hjálpa til og í Valsheimilinu er Dagur Sig. Hver er að hjálpa Patta í að reyna að finna lausnir á því hver vandinn sé í Garðabænum,“ spurði Arnar Daði enn og aftur. Hér fyrir neðan má sjá þessar vangaveltur og hvað Logi Geirsson hafði að segja við þessu og um Stjörnuliðið. Klippa: Seinni bylgjan: Umfjöllun um þjálfarateymi Stjörnunnar
Olís-deild karla Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni