Fimmtán mánaða fangelsi og 142 milljóna sekt fyrir meiri háttar skattalagabrot Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 08:11 Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega 142 milljóna króna í sekt fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum og ekki talið fram tekjur frá einkahlutafélaginu Smíðalandi á þriggja ára tímabili. Manninum var gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar á árunum 2016 til 2018 um 162 milljónir króna og þannig komið sér hjá því að greiða 71 milljón króna í tekjur og útsvar. Maðurinn millifærði frá reikningi fyrirtækisins og inn á eigin reikning um 322 milljónir króna, en skattrannsóknarstjóri taldi að um væri að ræða vanframtaldar launatekjur, að því er fram kemur í ákæru. Fram kemur í dómi að skattrannsóknarstjóri hafi hafið formlega rannsókn á tekjum og skattskilum mannsins árið 2018. Var niðurstaðan sú að skattframtölin hafi verið efnislega röng þannig að hann hafi vantalið tekjur frá fyrirtækinu samtals að fjárhæð 321 milljón króna. Þær tekjur hefði átt að skattleggja. Greiddi yfirvinnu starfsmanna í reiðufé Maðurinn, sem sagði eina hlutverk sitt hjá Smíðalandi hafa verið að gefa út reikninga, viðurkenndi að hafa tekið við töluverðum fjármunum frá fyrirtækinu og ráðstafað í eigin þágu á þess að hafa gert grein fyrir því á skattframtölum. Hann mótmælti þó að um væri að ræða þá fjárhæð sem ákært var fyrir. Sagði hann að hann hafi greitt yfirvinnu starfsmanna á vegum starfsmannaleigu að hluta með reiðufé sem tekið var út af reikningnum hans. Fram kemur að maðurinn hafi hins vegar ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvernig öllum þeim fjármunum sem félagið hafi greitt inn á bankareikninga hans á árunum 2016 til 2018 hafi verið ráðstafað. Stórkostlegt hirðuleysi Í dómi segir að framtalsskylda hafi hvílt á manninum, en að hann hafi ekki skýrt rétt frá tekjum og eignum og hafi hann þannig gerst sekur um „stórkostlegt hirðuleysi“. Um leið og hann hafi skilað efnislega röngum skattframtölum hafi brot hans verið fullframið. Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Fresta skal fullnustu fangelsisvistarinnar og hún látin niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Forsvarsmaðurinn hefur einnig hlotið dóm Forsvarsmaður umrædda fyrirtækis, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2019, hefur einnig verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum sem og peningaþvætti. Hann var á síðasta ári sakfelldur fyrir hættubrot við rekstur starfsmannaleigunnar 2findjob ehf., sem áður var minnst á, með því að hafa látið starfsmenn búa í vistarverum við Smiðshöfða sem lýst var sem hættulegum „svefnskápum“. Hlaut hann fimm mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar á árunum 2016 til 2018 um 162 milljónir króna og þannig komið sér hjá því að greiða 71 milljón króna í tekjur og útsvar. Maðurinn millifærði frá reikningi fyrirtækisins og inn á eigin reikning um 322 milljónir króna, en skattrannsóknarstjóri taldi að um væri að ræða vanframtaldar launatekjur, að því er fram kemur í ákæru. Fram kemur í dómi að skattrannsóknarstjóri hafi hafið formlega rannsókn á tekjum og skattskilum mannsins árið 2018. Var niðurstaðan sú að skattframtölin hafi verið efnislega röng þannig að hann hafi vantalið tekjur frá fyrirtækinu samtals að fjárhæð 321 milljón króna. Þær tekjur hefði átt að skattleggja. Greiddi yfirvinnu starfsmanna í reiðufé Maðurinn, sem sagði eina hlutverk sitt hjá Smíðalandi hafa verið að gefa út reikninga, viðurkenndi að hafa tekið við töluverðum fjármunum frá fyrirtækinu og ráðstafað í eigin þágu á þess að hafa gert grein fyrir því á skattframtölum. Hann mótmælti þó að um væri að ræða þá fjárhæð sem ákært var fyrir. Sagði hann að hann hafi greitt yfirvinnu starfsmanna á vegum starfsmannaleigu að hluta með reiðufé sem tekið var út af reikningnum hans. Fram kemur að maðurinn hafi hins vegar ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvernig öllum þeim fjármunum sem félagið hafi greitt inn á bankareikninga hans á árunum 2016 til 2018 hafi verið ráðstafað. Stórkostlegt hirðuleysi Í dómi segir að framtalsskylda hafi hvílt á manninum, en að hann hafi ekki skýrt rétt frá tekjum og eignum og hafi hann þannig gerst sekur um „stórkostlegt hirðuleysi“. Um leið og hann hafi skilað efnislega röngum skattframtölum hafi brot hans verið fullframið. Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Fresta skal fullnustu fangelsisvistarinnar og hún látin niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Forsvarsmaðurinn hefur einnig hlotið dóm Forsvarsmaður umrædda fyrirtækis, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2019, hefur einnig verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum sem og peningaþvætti. Hann var á síðasta ári sakfelldur fyrir hættubrot við rekstur starfsmannaleigunnar 2findjob ehf., sem áður var minnst á, með því að hafa látið starfsmenn búa í vistarverum við Smiðshöfða sem lýst var sem hættulegum „svefnskápum“. Hlaut hann fimm mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04