Slæm staða KR og Þórs: Fjórtán síðustu lið hafa fallið eftir svona slaka byrjun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2022 12:30 Jordan Semple er að skora yfir 20 stig að meðaltali í leik fyrir KR. Vísir/Bára KR og Þór Þorlákshöfn hafa unnið alla Íslandsmeistaratitla frá árinu 2014 nema einn. Nú sitja þau hins vegar hlið við hlið í fallsæti og saga liða í þeirra stöðu er ekki falleg. Eini sigur KR er í leik sínum á móti Þór og því þurfa Þorlákshafnarmenn að sitja í neðsta sætinu. Eini sigur Þórs er endurkomusigur á móti Keflavík. Bæði liðin hafa tapað hinum sjö leikjum sínum og nú þurfa þau bæði tvo sigra til að sleppa úr fallsæti. Höttur og ÍR eru fjórum stigum fyrir ofan þau og það sem meira er að þau eru líka betri í innbyrðis leikjum. Bæði KR og Þór þurfa því í raun sex stig til að sleppa úr fallsæti er þrefalt fleiri sigra en þau hafa unnið í fyrstu átta umferðunum. Útlitið er því mjög dökkt bæði í Vesturbænum og í Þorlákshöfn og bláköld staðreynd málsins er gengi liða í sömu stöðu undanfarin ár. Frá og með keppnistímabilinu 2011-12 hafa fjórtán lið aðeins unnið unnið einn leik eða færri í fyrstu átta umferðunum. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa fallið úr deildinni um vorið. Tíu af þeim hafa endað í neðsta sæti deildarinnar. Frá hruni hefur aðeins eitt lið náð að bjarga sæti sínu eftir svo slæma byrjun en það var lið ÍR tímabilið 2010 til 2011. ÍR-ingar töpuðu þá sjö af fyrstu átta leikjum sínum. ÍR-ingar unnu sinn annan sigur í níunda leik og voru komnir með þrjá sigra fyrir áramót. Þeir komust hins vegar alla leið upp í sjötta sætið með því að vinna sjö af ellefu leikjum sínum eftir áramót. Miklu munaði um komu James Bartolotta eftir áramótin en hann var með 22,5 stig og 3,6 stoðsendingar í leik og setti niður 49 prósent þriggja stiga skota sinna. Miklu munaði líka að fá Sveinbjörn Claessen aftur inn í liðð en ÍR-liðið tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins án hans. Hér fyrir neðan má sjá þessi fjórtán lið sem hafa staðið í sömu sporum og KR-ingar og Þórsarar í dag. Síðustu lið sem hafa byrjað 1-7 eða 0-8: KR 2023 1-7 (???) Þór Þorl. 2023 1-7 (???) Þór Ak. 2022 0-8 FALL (12. sæti) Haukar 2021 1-7 FALL (12.) Fjölnir 2020 1-7 FALL (12.) Þór Ak. 2020 0-8 FALL (11.) Breiðablik 2019 1-7 FALL (12.) Höttur 2018 0-8 FALL (12.) Snæfell 2017 0-8 FALL (12.) FSu 2016 1-7 FALL (11.) Höttur 2016 0-8 FALL (12.) Skallagrímur 2015 1-7 FALL (12.) KFÍ 2014 1-7 FALL (11.) Valur 2014 1-7 FALL (12.) Tindastóll 2013 1-7 FALL (11.) Valur 2012 0-8 FALL (12.) Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Eini sigur KR er í leik sínum á móti Þór og því þurfa Þorlákshafnarmenn að sitja í neðsta sætinu. Eini sigur Þórs er endurkomusigur á móti Keflavík. Bæði liðin hafa tapað hinum sjö leikjum sínum og nú þurfa þau bæði tvo sigra til að sleppa úr fallsæti. Höttur og ÍR eru fjórum stigum fyrir ofan þau og það sem meira er að þau eru líka betri í innbyrðis leikjum. Bæði KR og Þór þurfa því í raun sex stig til að sleppa úr fallsæti er þrefalt fleiri sigra en þau hafa unnið í fyrstu átta umferðunum. Útlitið er því mjög dökkt bæði í Vesturbænum og í Þorlákshöfn og bláköld staðreynd málsins er gengi liða í sömu stöðu undanfarin ár. Frá og með keppnistímabilinu 2011-12 hafa fjórtán lið aðeins unnið unnið einn leik eða færri í fyrstu átta umferðunum. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa fallið úr deildinni um vorið. Tíu af þeim hafa endað í neðsta sæti deildarinnar. Frá hruni hefur aðeins eitt lið náð að bjarga sæti sínu eftir svo slæma byrjun en það var lið ÍR tímabilið 2010 til 2011. ÍR-ingar töpuðu þá sjö af fyrstu átta leikjum sínum. ÍR-ingar unnu sinn annan sigur í níunda leik og voru komnir með þrjá sigra fyrir áramót. Þeir komust hins vegar alla leið upp í sjötta sætið með því að vinna sjö af ellefu leikjum sínum eftir áramót. Miklu munaði um komu James Bartolotta eftir áramótin en hann var með 22,5 stig og 3,6 stoðsendingar í leik og setti niður 49 prósent þriggja stiga skota sinna. Miklu munaði líka að fá Sveinbjörn Claessen aftur inn í liðð en ÍR-liðið tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins án hans. Hér fyrir neðan má sjá þessi fjórtán lið sem hafa staðið í sömu sporum og KR-ingar og Þórsarar í dag. Síðustu lið sem hafa byrjað 1-7 eða 0-8: KR 2023 1-7 (???) Þór Þorl. 2023 1-7 (???) Þór Ak. 2022 0-8 FALL (12. sæti) Haukar 2021 1-7 FALL (12.) Fjölnir 2020 1-7 FALL (12.) Þór Ak. 2020 0-8 FALL (11.) Breiðablik 2019 1-7 FALL (12.) Höttur 2018 0-8 FALL (12.) Snæfell 2017 0-8 FALL (12.) FSu 2016 1-7 FALL (11.) Höttur 2016 0-8 FALL (12.) Skallagrímur 2015 1-7 FALL (12.) KFÍ 2014 1-7 FALL (11.) Valur 2014 1-7 FALL (12.) Tindastóll 2013 1-7 FALL (11.) Valur 2012 0-8 FALL (12.)
Síðustu lið sem hafa byrjað 1-7 eða 0-8: KR 2023 1-7 (???) Þór Þorl. 2023 1-7 (???) Þór Ak. 2022 0-8 FALL (12. sæti) Haukar 2021 1-7 FALL (12.) Fjölnir 2020 1-7 FALL (12.) Þór Ak. 2020 0-8 FALL (11.) Breiðablik 2019 1-7 FALL (12.) Höttur 2018 0-8 FALL (12.) Snæfell 2017 0-8 FALL (12.) FSu 2016 1-7 FALL (11.) Höttur 2016 0-8 FALL (12.) Skallagrímur 2015 1-7 FALL (12.) KFÍ 2014 1-7 FALL (11.) Valur 2014 1-7 FALL (12.) Tindastóll 2013 1-7 FALL (11.) Valur 2012 0-8 FALL (12.)
Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira