Samningur SGS: Kostir og gallar Stefán Ólafsson skrifar 8. desember 2022 13:01 Forysta Starfsgreinasambandsins undirritaði nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins 1. desember síðastliðinn. Sautján af nítján aðildarfélögum SGS eru aðilar að samningnum. Lítið hefur komið fram um innihald samningsins en umræðan mest snúist um persónulegar kýtingar og aukaatriði, eins og hvort innihaldi hans hafi verið lekið til fjölmiðla fyrir undirritun. Það er hins vegar full ástæða til að skoða nánar hvaða kjarabætur felast í samningnum fyrir verkafólk. Á meðfylgjandi mynd er launataflan sem SGS samdi um sýnd vinstra megin (laun á mánuði í hverjum flokki og þrepi), en hægra megin eru sýndar þær hækkanir sem komu á hvern launaflokk og hvert þrep í launatöflunni, þ.e. hækkanir frá fyrri launatöflu. Inni í þessum hækkunum er einnig hagvaxtaraukinn, sem þegar hafði samist um í Lífskjarasamningnum. Lægstu byrjendalaun eru 402.235 kr. á mánuði, en hæstu laun fyrir lengsta starfsaldur hjá sama fyrirtæki eru 453.439 kr. Þetta er spönnin í launatöflu verkafólks undir nýjum samningi SGS. Lægsta hækkun er 35.000 krónur en mesta hækkun getur orðið 52.259 kr. hjá þeim sem eru í efsta launaflokki verkafólks og með lengstan starfsaldur (sjá töfluna hægra megin: Lfl. 17, 5ár). Frekar fáir munu njóta þessarar mestu hækkunar. Meðalhækkun í töflunni allri er 42.958 kr. Ef skoðuð eru algeng laun almenns verkafólks (launaflokkar 5 til 8, skyggða svæðið í töflunum) þá er meðalhækkun algengra taxtalauna 41.627 krónur (hægri tafla). Í neðstu línu töflunar hægra megin er sýnt hversu mikla hækkun á grunnlaun flest Eflingar-fólk fengi, eða 39.142. Það er nokkru lægra en hjá SGS félögum almennt vegna þess að mun færri Eflingar-félagar ná 5 ára starfsaldri hjá sama fyrirtæki. Hagvaxtarauki frá fyrri samningi vegur þungt Allar þessar hækkanir sem koma fram í töflunni hægra megin innihalda hagvaxtaraukann sem þegar var samið um í Lífskjarasamningnum. Hann nemur 13.000 krónum ofaná taxtalaun og átti að koma til greiðslu frá og með apríl 2023 (greitt frá 1. maí og áfram). Starfsgreinasambandið náði því að fá hagvaxtaraukann greiddan frá byrjun samningstímans, sem nemur 5 mánuðum (nóvember 2022 til mars 2023 bætast við) - sem er ágæt viðbót. Að því undanskildu má draga það sem þegar var um samið, þ.e. 13.000 krónur, frá ofangreindum hækkunartölum. Þannig að meðalhækkun á töflu SGS-félaga er 29.958 (þ.e. 42.958-13.000), án hagvaxtaraukans. Það er sú beina hækkun á taxtalaun sem samningurinn sjálfur skilar að meðaltali, auk flýtingarinnar. Fyrir flest Eflingar-fólk væri þessi samningur að skila 26.142 króna hækkun (39.142-13.000), án hagvaxtaraukans sem þegar var í hendi. Hagvaxtaraukinn nemur um 30% af meðalhækkun launa í SGS-samningnum og um 37% af hækkun lægstu launa. Það er afar stór hluti. Er SGS-samningurinn sambærilegur við Lífskjarasamninginn? SGS-samningurinn er sagður í samningstexta vera framlenging lífskjarasamningsins frá 2019. Taxtahækkanir í honum voru 17.000 fyrsta árið, 24.000 á öðru, 24.000 á því þriðja og 25.000 kr. síðasta árið – meðalhækkun á ári var því 22.500 krónur. Sá samningur var gerður í umhverfi þar sem verðbólgan var rúmlega 3% á fyrstu þremur árum samningsins. Nú er hún þrisvar sinnum hærri (9,4%). Til að ná svipaðri kaupmáttaraukningu nú og Lífskjarasamningurinn færði þyrfti meðalhækkun taxta því að vera um þrisvar sinnum hærri en í Lífskjarasamningi, þ.e. um 67.500 kr. á mánuði (3 x 22.500 kr.), í staðinn fyrir 42.958 kr. eins og er í SGS-samningnum. Það vantar því 24.542 krónur upp á að það hafi náðst – þrátt fyrir að hagvaxtaraukinn sé inni í hækkunum SGS-töflunnar. Samningurinn rís því alls ekki undir þeirri lýsingu að hann sé „framhald lífskjarasamningsins“, hvað þá að vera "besti kjarasamningur sem gerður hefur verið á íslenskum vinnumarkaði í áratugi", eins og fullyrt hefur verið. Hann er mun ódýrari og léttvægari en lífskjarasamningurinn – og það í umhverfi mun meiri hagvaxtar en var þegar Lífskjarasamningurinn var gerður. Launataflan hefði þurft að hækka um að minnsta kosti á bilinu 55.000 kr. og upp í 77.000 kr. (í stað 35.000 til 52.000 króna eins og er í töflu SGS), eða um 20.000 til 25.000 krónur í viðbót. Þá er ónefnt að í tengslum við Lífskjarasamninginn fékkst framlag frá stjórnvöldum sem þau töldu nema um 80 milljörðum á samningstímanum, að meðaltali 20 milljörðum á ári. Þar munaði verkafólk mest um beina lækkun tekjuskatts um 10.000 kr. á mánuði, sem er ígildi um 15.000 króna launahækkunar. Ekkert slíkt tengist SGS-samningnum. Það er því afar mikill munur á Lífskjarasamningnum og SGS-samningnum. Kostir SGS-samningsins Þó mikið vanti upp á að launahækkanir SGS-samningsins séu viðunandi þá hefur hann líka kosti. Þeir helstu eru eftirfarandi: Launataflan er lagfærð. Flöt krónutöluhækkun í fjögur ár hefur þjappað töflunni mikið saman, þannig að bil milli launaflokka og milli starfsaldursþrepa voru orðin mjög lítil. Það er gagnlegt að teygja á töflunni, eins og gert er í SGS-samningnum. Hæla má SGS fyrir það. Launahækkun tekur gildi frá lokum fyrri samnings, sem er kostur (þó það sé ekki óþekkt, eins og sagt hefur verið – það gerðist síðast hjá Eflingu árið 2020). Þó það sé mjög ámælisvert að telja hluta síðasta kjarasamnings (hagvaxtaraukann sem átti að greiða frá og með apríl 2023) inn í nýjan samning, þá er flýting greiðslu hans kostur. Hann kemur 5 mánuðum fyrr til framkvæmda, en er engu að síður óeðlilega stór hluti þeirra hækkana sem SGS telur sig hafa náð fram. Loks má nefna að 8% hækkun bónus- og kaupaukagreiðslna fiskvinnslufólks er mikill kostur fyrir þann hóp, en flestir sem njóta þess eru í SGS-félögum á landsbyggðinni. Þetta er sagt skila því fólki frá 6.000 til 30.000 króna hækkun á mánuði – til viðbótar við hækkun launataxta. Það er verulegur ábati fyrir verkafólk á landsbyggðinni, sem ekki myndi gagnast verkafólki á höfðuborgarsvæðinu í sama mæli, því þar er fiskvinnslufólk hverfandi hluti verkafólks. Það eru því bæði gallar og kostir við SGS-saminginn og gallarnir vega meira. Upphæð launahækkana er mest ábótavant. Hann nær ekki að skila sambærilegri kaupmáttaraukningu eins og Lífskjarasamningurinn gerði. Launahækkun í verðbólgu eins og nú er skiptir mestu máli í skammtímasamningi. Hækkanir hefðu þurft að vera á bilinu 20.000 til 25.000 krónum meiri til að vera sambærilegar við Lífskjarasamninginn. Frá sjónarhóli Eflingar-félaga væri þessi samningur að skila þeim mun minni ábata en hann gerir til verkafólks á landsbyggðinni, einkum til fiskvinnslufólks og þeirra sem eru með 5 ára starfsaldur hjá sama fyrirtæki. Samt er framfærslukostnaður á svæði Eflingar-fólks (höfuðborgarsvæðinu) markvert meiri, einkum húsnæðiskostnaður. Það þarf því meiri launahækkanir til að ná viðunandi árangri fyrir Eflingar-fólk. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Forysta Starfsgreinasambandsins undirritaði nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins 1. desember síðastliðinn. Sautján af nítján aðildarfélögum SGS eru aðilar að samningnum. Lítið hefur komið fram um innihald samningsins en umræðan mest snúist um persónulegar kýtingar og aukaatriði, eins og hvort innihaldi hans hafi verið lekið til fjölmiðla fyrir undirritun. Það er hins vegar full ástæða til að skoða nánar hvaða kjarabætur felast í samningnum fyrir verkafólk. Á meðfylgjandi mynd er launataflan sem SGS samdi um sýnd vinstra megin (laun á mánuði í hverjum flokki og þrepi), en hægra megin eru sýndar þær hækkanir sem komu á hvern launaflokk og hvert þrep í launatöflunni, þ.e. hækkanir frá fyrri launatöflu. Inni í þessum hækkunum er einnig hagvaxtaraukinn, sem þegar hafði samist um í Lífskjarasamningnum. Lægstu byrjendalaun eru 402.235 kr. á mánuði, en hæstu laun fyrir lengsta starfsaldur hjá sama fyrirtæki eru 453.439 kr. Þetta er spönnin í launatöflu verkafólks undir nýjum samningi SGS. Lægsta hækkun er 35.000 krónur en mesta hækkun getur orðið 52.259 kr. hjá þeim sem eru í efsta launaflokki verkafólks og með lengstan starfsaldur (sjá töfluna hægra megin: Lfl. 17, 5ár). Frekar fáir munu njóta þessarar mestu hækkunar. Meðalhækkun í töflunni allri er 42.958 kr. Ef skoðuð eru algeng laun almenns verkafólks (launaflokkar 5 til 8, skyggða svæðið í töflunum) þá er meðalhækkun algengra taxtalauna 41.627 krónur (hægri tafla). Í neðstu línu töflunar hægra megin er sýnt hversu mikla hækkun á grunnlaun flest Eflingar-fólk fengi, eða 39.142. Það er nokkru lægra en hjá SGS félögum almennt vegna þess að mun færri Eflingar-félagar ná 5 ára starfsaldri hjá sama fyrirtæki. Hagvaxtarauki frá fyrri samningi vegur þungt Allar þessar hækkanir sem koma fram í töflunni hægra megin innihalda hagvaxtaraukann sem þegar var samið um í Lífskjarasamningnum. Hann nemur 13.000 krónum ofaná taxtalaun og átti að koma til greiðslu frá og með apríl 2023 (greitt frá 1. maí og áfram). Starfsgreinasambandið náði því að fá hagvaxtaraukann greiddan frá byrjun samningstímans, sem nemur 5 mánuðum (nóvember 2022 til mars 2023 bætast við) - sem er ágæt viðbót. Að því undanskildu má draga það sem þegar var um samið, þ.e. 13.000 krónur, frá ofangreindum hækkunartölum. Þannig að meðalhækkun á töflu SGS-félaga er 29.958 (þ.e. 42.958-13.000), án hagvaxtaraukans. Það er sú beina hækkun á taxtalaun sem samningurinn sjálfur skilar að meðaltali, auk flýtingarinnar. Fyrir flest Eflingar-fólk væri þessi samningur að skila 26.142 króna hækkun (39.142-13.000), án hagvaxtaraukans sem þegar var í hendi. Hagvaxtaraukinn nemur um 30% af meðalhækkun launa í SGS-samningnum og um 37% af hækkun lægstu launa. Það er afar stór hluti. Er SGS-samningurinn sambærilegur við Lífskjarasamninginn? SGS-samningurinn er sagður í samningstexta vera framlenging lífskjarasamningsins frá 2019. Taxtahækkanir í honum voru 17.000 fyrsta árið, 24.000 á öðru, 24.000 á því þriðja og 25.000 kr. síðasta árið – meðalhækkun á ári var því 22.500 krónur. Sá samningur var gerður í umhverfi þar sem verðbólgan var rúmlega 3% á fyrstu þremur árum samningsins. Nú er hún þrisvar sinnum hærri (9,4%). Til að ná svipaðri kaupmáttaraukningu nú og Lífskjarasamningurinn færði þyrfti meðalhækkun taxta því að vera um þrisvar sinnum hærri en í Lífskjarasamningi, þ.e. um 67.500 kr. á mánuði (3 x 22.500 kr.), í staðinn fyrir 42.958 kr. eins og er í SGS-samningnum. Það vantar því 24.542 krónur upp á að það hafi náðst – þrátt fyrir að hagvaxtaraukinn sé inni í hækkunum SGS-töflunnar. Samningurinn rís því alls ekki undir þeirri lýsingu að hann sé „framhald lífskjarasamningsins“, hvað þá að vera "besti kjarasamningur sem gerður hefur verið á íslenskum vinnumarkaði í áratugi", eins og fullyrt hefur verið. Hann er mun ódýrari og léttvægari en lífskjarasamningurinn – og það í umhverfi mun meiri hagvaxtar en var þegar Lífskjarasamningurinn var gerður. Launataflan hefði þurft að hækka um að minnsta kosti á bilinu 55.000 kr. og upp í 77.000 kr. (í stað 35.000 til 52.000 króna eins og er í töflu SGS), eða um 20.000 til 25.000 krónur í viðbót. Þá er ónefnt að í tengslum við Lífskjarasamninginn fékkst framlag frá stjórnvöldum sem þau töldu nema um 80 milljörðum á samningstímanum, að meðaltali 20 milljörðum á ári. Þar munaði verkafólk mest um beina lækkun tekjuskatts um 10.000 kr. á mánuði, sem er ígildi um 15.000 króna launahækkunar. Ekkert slíkt tengist SGS-samningnum. Það er því afar mikill munur á Lífskjarasamningnum og SGS-samningnum. Kostir SGS-samningsins Þó mikið vanti upp á að launahækkanir SGS-samningsins séu viðunandi þá hefur hann líka kosti. Þeir helstu eru eftirfarandi: Launataflan er lagfærð. Flöt krónutöluhækkun í fjögur ár hefur þjappað töflunni mikið saman, þannig að bil milli launaflokka og milli starfsaldursþrepa voru orðin mjög lítil. Það er gagnlegt að teygja á töflunni, eins og gert er í SGS-samningnum. Hæla má SGS fyrir það. Launahækkun tekur gildi frá lokum fyrri samnings, sem er kostur (þó það sé ekki óþekkt, eins og sagt hefur verið – það gerðist síðast hjá Eflingu árið 2020). Þó það sé mjög ámælisvert að telja hluta síðasta kjarasamnings (hagvaxtaraukann sem átti að greiða frá og með apríl 2023) inn í nýjan samning, þá er flýting greiðslu hans kostur. Hann kemur 5 mánuðum fyrr til framkvæmda, en er engu að síður óeðlilega stór hluti þeirra hækkana sem SGS telur sig hafa náð fram. Loks má nefna að 8% hækkun bónus- og kaupaukagreiðslna fiskvinnslufólks er mikill kostur fyrir þann hóp, en flestir sem njóta þess eru í SGS-félögum á landsbyggðinni. Þetta er sagt skila því fólki frá 6.000 til 30.000 króna hækkun á mánuði – til viðbótar við hækkun launataxta. Það er verulegur ábati fyrir verkafólk á landsbyggðinni, sem ekki myndi gagnast verkafólki á höfðuborgarsvæðinu í sama mæli, því þar er fiskvinnslufólk hverfandi hluti verkafólks. Það eru því bæði gallar og kostir við SGS-saminginn og gallarnir vega meira. Upphæð launahækkana er mest ábótavant. Hann nær ekki að skila sambærilegri kaupmáttaraukningu eins og Lífskjarasamningurinn gerði. Launahækkun í verðbólgu eins og nú er skiptir mestu máli í skammtímasamningi. Hækkanir hefðu þurft að vera á bilinu 20.000 til 25.000 krónum meiri til að vera sambærilegar við Lífskjarasamninginn. Frá sjónarhóli Eflingar-félaga væri þessi samningur að skila þeim mun minni ábata en hann gerir til verkafólks á landsbyggðinni, einkum til fiskvinnslufólks og þeirra sem eru með 5 ára starfsaldur hjá sama fyrirtæki. Samt er framfærslukostnaður á svæði Eflingar-fólks (höfuðborgarsvæðinu) markvert meiri, einkum húsnæðiskostnaður. Það þarf því meiri launahækkanir til að ná viðunandi árangri fyrir Eflingar-fólk. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar