Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 13:21 Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með lítilvægt magn af hassolíu í fórum sínum. Viktor Bout var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir umfangsmikla vopnasölu í tvo áratugi. EPA/Getty Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi eftir að hún var handtekin á flugvelli í Moskvu í febrúar með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. Griner var þarna á leiðinni til Rússlands til að spila körfubolta en margar af stærstu körfuboltakonum heims hafa spilað í landinu til að auka tekjur sínar. Hún er einn besti miðherji heims og lykilmaður í öllum sínum liðum. Hún var svo í síðasta mánuði flutt í alræmda fanganýlendu til að afplána dóm sinn. Sjá einnig: Stundin runnin upp sem fólkið hennar Brittney Griner kveið svo fyrir Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Cherelle Griner, eiginkona Brittney, ræddu við hana í síma í dag. Moments ago I spoke to Brittney Griner. She is safe.She is on a plane.She is on her way home. pic.twitter.com/FmHgfzrcDT— President Biden (@POTUS) December 8, 2022 Viðræður milli ráðamanna í Bandaríkjunum og Rússlandi um möguleg fangaskipti hafa staðið yfir um nokkurra vikna skeið. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa viljað frelsa Griner og Paul Whelan, sem hefur einnig verið í fangelsi í Rússlandi, í skiptum fyrir Victor Bout. Sjá einnig: Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Bout er alræmdur rússneskur vopnasali sem handtekinn var í Taílandi árið 2008. Hann hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum árin og þar á meðal hefur hann verið kallaður „sölumaður dauðans“. Í um það bil tvo áratugi seldi hann vopn til alræmdra stríðsherra, hryðjuverkasamtaka uppreisnarhópa og glæpamanna í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Meðal viðskiptavina hans eru al-Qaeda, Talibanar og uppreisnarmenn í Rúanda. Kvikmyndin Lord of War, með Nicholas Cage í aðalhlutverki, byggir lauslega á ævi Bouts. Viktor Bout árið 2010.Getty/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna CNN segir að Rússar hafi einnig viljað fá Vadim Krasikov til Rússlands en sá er fyrrverandi ofursti í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að myrða téténskan uppreisnarmann í Berlín árið 2019. Fangaskiptin sem gengu í gegn í dag snúast eingöngu um Griner og Bout. Today is just a happy day for me and my family. Watch Cherelle Griner's full remarks on the release of her wife Brittney Griner from Russia in a high-level prisoner exchange. https://t.co/H0w8BNpEvR pic.twitter.com/CSW2oIRUoz— The Associated Press (@AP) December 8, 2022 Hvorki Whelan né Krasikov hefur verið sleppt úr fangelsi. Reuters hefur eftir lögmanni Whelans að viðræður standi enn yfir. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir njósnir árið 2020. Bout er þegar kominn til Rússlands, samkvæmt ríkismiðlum þar í landi. Áhugasamir geta kynnt sér sögu Bouts hér í ítarlegri frétt 60 mínútna um hann. Bandaríkin Rússland Mál Brittney Griner Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi eftir að hún var handtekin á flugvelli í Moskvu í febrúar með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. Griner var þarna á leiðinni til Rússlands til að spila körfubolta en margar af stærstu körfuboltakonum heims hafa spilað í landinu til að auka tekjur sínar. Hún er einn besti miðherji heims og lykilmaður í öllum sínum liðum. Hún var svo í síðasta mánuði flutt í alræmda fanganýlendu til að afplána dóm sinn. Sjá einnig: Stundin runnin upp sem fólkið hennar Brittney Griner kveið svo fyrir Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Cherelle Griner, eiginkona Brittney, ræddu við hana í síma í dag. Moments ago I spoke to Brittney Griner. She is safe.She is on a plane.She is on her way home. pic.twitter.com/FmHgfzrcDT— President Biden (@POTUS) December 8, 2022 Viðræður milli ráðamanna í Bandaríkjunum og Rússlandi um möguleg fangaskipti hafa staðið yfir um nokkurra vikna skeið. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa viljað frelsa Griner og Paul Whelan, sem hefur einnig verið í fangelsi í Rússlandi, í skiptum fyrir Victor Bout. Sjá einnig: Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Bout er alræmdur rússneskur vopnasali sem handtekinn var í Taílandi árið 2008. Hann hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum árin og þar á meðal hefur hann verið kallaður „sölumaður dauðans“. Í um það bil tvo áratugi seldi hann vopn til alræmdra stríðsherra, hryðjuverkasamtaka uppreisnarhópa og glæpamanna í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Meðal viðskiptavina hans eru al-Qaeda, Talibanar og uppreisnarmenn í Rúanda. Kvikmyndin Lord of War, með Nicholas Cage í aðalhlutverki, byggir lauslega á ævi Bouts. Viktor Bout árið 2010.Getty/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna CNN segir að Rússar hafi einnig viljað fá Vadim Krasikov til Rússlands en sá er fyrrverandi ofursti í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að myrða téténskan uppreisnarmann í Berlín árið 2019. Fangaskiptin sem gengu í gegn í dag snúast eingöngu um Griner og Bout. Today is just a happy day for me and my family. Watch Cherelle Griner's full remarks on the release of her wife Brittney Griner from Russia in a high-level prisoner exchange. https://t.co/H0w8BNpEvR pic.twitter.com/CSW2oIRUoz— The Associated Press (@AP) December 8, 2022 Hvorki Whelan né Krasikov hefur verið sleppt úr fangelsi. Reuters hefur eftir lögmanni Whelans að viðræður standi enn yfir. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir njósnir árið 2020. Bout er þegar kominn til Rússlands, samkvæmt ríkismiðlum þar í landi. Áhugasamir geta kynnt sér sögu Bouts hér í ítarlegri frétt 60 mínútna um hann.
Bandaríkin Rússland Mál Brittney Griner Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent