Þrefalt hærri sekt fyrir níðsöngva um UEFA en fyrir kynþáttaníð Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 11:31 Lewis skoraði í leiknum við Sevilla þar sem hann þurfti að þola miður skemmtileg skilaboð úr stúkunni vegna hörundlitar síns. Photo by Marc Atkins/Getty Images Eitthvert ósamræmi virðist vera hjá Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, þegar kemur að sektum fyrir ólæti stuðningsmanna ef litið er til tveggja dæma um slíkar sektir sem fyrirskipaðar voru af sambandinu í vikunni. HJK Helsinki frá Finnlandi var sektað öðru sinni fyrir söngva stuðningsmanna liðsins sem sneru að spillingu innan UEFA - þar sem stuðningsmenn kölluðu UEFA mafíu á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni - en slíkt hið sama hafði þegar gerst á leik liðsins við Real Betis fyrr í keppninni. Í fyrra skiptið var HJK sektað um tíu þúsund evrur fyrir söngvana en nú var félagið sektað um 15 þúsund evrur. Það var aðeins hluti sekta sem HJK þurfti að greiða vegna leiksins. Félagið var einnig sektað vegna blysa stuðningsmanna og vegna þess að einn þeirra henti blysi inn á völlinn. Heildarupphæðin nam 41 þúsund evrum. „HJK aflaði mikils fjár við það að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en UEFA hefur tekið vænan skerf til Sviss,“ segir í yfirlýsingu HJK um málið. Alls hefur félagið þurft að greiða tæplega 73 þúsund evrur í sekt vegna óláta stuðningsmanna sinna á Evrópuleikjum í vetur. Þriðjungsupphæð fyrir kynþáttaníð Sevilla frá Spáni var einnig sektað af UEFA í vikunni. Sú sekt stafaði af kynþáttaníði sem var beint að táningnum Rico Lewis, sem er hörunddökkur leikmaður Manchester City á Englandi. Hinn 18 ára gamli Lewis, sem þá var 17 ára, var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City er félagið vann 3-1 sigur og skoraði eitt marka liðsins á Ramon Sanchez-Pizjuan-vellinum í Andalúsíu. Hann þurfti að þola kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Sevilla á meðan leiknum stóð og hlaut Sevilla vegna þess fimm þúsund evra sekt, aðeins þriðjung af upphæðinni sem HJK þurfti að greiða vegna söngva þeirra finnsku í garð evrópska sambandsins. UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
HJK Helsinki frá Finnlandi var sektað öðru sinni fyrir söngva stuðningsmanna liðsins sem sneru að spillingu innan UEFA - þar sem stuðningsmenn kölluðu UEFA mafíu á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni - en slíkt hið sama hafði þegar gerst á leik liðsins við Real Betis fyrr í keppninni. Í fyrra skiptið var HJK sektað um tíu þúsund evrur fyrir söngvana en nú var félagið sektað um 15 þúsund evrur. Það var aðeins hluti sekta sem HJK þurfti að greiða vegna leiksins. Félagið var einnig sektað vegna blysa stuðningsmanna og vegna þess að einn þeirra henti blysi inn á völlinn. Heildarupphæðin nam 41 þúsund evrum. „HJK aflaði mikils fjár við það að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en UEFA hefur tekið vænan skerf til Sviss,“ segir í yfirlýsingu HJK um málið. Alls hefur félagið þurft að greiða tæplega 73 þúsund evrur í sekt vegna óláta stuðningsmanna sinna á Evrópuleikjum í vetur. Þriðjungsupphæð fyrir kynþáttaníð Sevilla frá Spáni var einnig sektað af UEFA í vikunni. Sú sekt stafaði af kynþáttaníði sem var beint að táningnum Rico Lewis, sem er hörunddökkur leikmaður Manchester City á Englandi. Hinn 18 ára gamli Lewis, sem þá var 17 ára, var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City er félagið vann 3-1 sigur og skoraði eitt marka liðsins á Ramon Sanchez-Pizjuan-vellinum í Andalúsíu. Hann þurfti að þola kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Sevilla á meðan leiknum stóð og hlaut Sevilla vegna þess fimm þúsund evra sekt, aðeins þriðjung af upphæðinni sem HJK þurfti að greiða vegna söngva þeirra finnsku í garð evrópska sambandsins.
UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira