Þrefalt hærri sekt fyrir níðsöngva um UEFA en fyrir kynþáttaníð Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 11:31 Lewis skoraði í leiknum við Sevilla þar sem hann þurfti að þola miður skemmtileg skilaboð úr stúkunni vegna hörundlitar síns. Photo by Marc Atkins/Getty Images Eitthvert ósamræmi virðist vera hjá Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, þegar kemur að sektum fyrir ólæti stuðningsmanna ef litið er til tveggja dæma um slíkar sektir sem fyrirskipaðar voru af sambandinu í vikunni. HJK Helsinki frá Finnlandi var sektað öðru sinni fyrir söngva stuðningsmanna liðsins sem sneru að spillingu innan UEFA - þar sem stuðningsmenn kölluðu UEFA mafíu á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni - en slíkt hið sama hafði þegar gerst á leik liðsins við Real Betis fyrr í keppninni. Í fyrra skiptið var HJK sektað um tíu þúsund evrur fyrir söngvana en nú var félagið sektað um 15 þúsund evrur. Það var aðeins hluti sekta sem HJK þurfti að greiða vegna leiksins. Félagið var einnig sektað vegna blysa stuðningsmanna og vegna þess að einn þeirra henti blysi inn á völlinn. Heildarupphæðin nam 41 þúsund evrum. „HJK aflaði mikils fjár við það að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en UEFA hefur tekið vænan skerf til Sviss,“ segir í yfirlýsingu HJK um málið. Alls hefur félagið þurft að greiða tæplega 73 þúsund evrur í sekt vegna óláta stuðningsmanna sinna á Evrópuleikjum í vetur. Þriðjungsupphæð fyrir kynþáttaníð Sevilla frá Spáni var einnig sektað af UEFA í vikunni. Sú sekt stafaði af kynþáttaníði sem var beint að táningnum Rico Lewis, sem er hörunddökkur leikmaður Manchester City á Englandi. Hinn 18 ára gamli Lewis, sem þá var 17 ára, var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City er félagið vann 3-1 sigur og skoraði eitt marka liðsins á Ramon Sanchez-Pizjuan-vellinum í Andalúsíu. Hann þurfti að þola kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Sevilla á meðan leiknum stóð og hlaut Sevilla vegna þess fimm þúsund evra sekt, aðeins þriðjung af upphæðinni sem HJK þurfti að greiða vegna söngva þeirra finnsku í garð evrópska sambandsins. UEFA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Sjá meira
HJK Helsinki frá Finnlandi var sektað öðru sinni fyrir söngva stuðningsmanna liðsins sem sneru að spillingu innan UEFA - þar sem stuðningsmenn kölluðu UEFA mafíu á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni - en slíkt hið sama hafði þegar gerst á leik liðsins við Real Betis fyrr í keppninni. Í fyrra skiptið var HJK sektað um tíu þúsund evrur fyrir söngvana en nú var félagið sektað um 15 þúsund evrur. Það var aðeins hluti sekta sem HJK þurfti að greiða vegna leiksins. Félagið var einnig sektað vegna blysa stuðningsmanna og vegna þess að einn þeirra henti blysi inn á völlinn. Heildarupphæðin nam 41 þúsund evrum. „HJK aflaði mikils fjár við það að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en UEFA hefur tekið vænan skerf til Sviss,“ segir í yfirlýsingu HJK um málið. Alls hefur félagið þurft að greiða tæplega 73 þúsund evrur í sekt vegna óláta stuðningsmanna sinna á Evrópuleikjum í vetur. Þriðjungsupphæð fyrir kynþáttaníð Sevilla frá Spáni var einnig sektað af UEFA í vikunni. Sú sekt stafaði af kynþáttaníði sem var beint að táningnum Rico Lewis, sem er hörunddökkur leikmaður Manchester City á Englandi. Hinn 18 ára gamli Lewis, sem þá var 17 ára, var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City er félagið vann 3-1 sigur og skoraði eitt marka liðsins á Ramon Sanchez-Pizjuan-vellinum í Andalúsíu. Hann þurfti að þola kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Sevilla á meðan leiknum stóð og hlaut Sevilla vegna þess fimm þúsund evra sekt, aðeins þriðjung af upphæðinni sem HJK þurfti að greiða vegna söngva þeirra finnsku í garð evrópska sambandsins.
UEFA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Sjá meira