Seinni bylgjan hefur áhyggjur: Hvað er að gerast í Kópavogi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 16:30 HK-konan Inga Dís Jóhannsdóttir í síðasta sigurleik HK-liðsins sem var á móti KA/Þór í október. Vísir/Vilhelm Kvennalið HK situr á botni Olís deildar kvenna í handbolta og hefur aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Seinni bylgjan hefur áhyggjur af liðinu eftir nítján marka tap á heimavelli á móti Fram. HK vann sinn eina leik á móti KA/Þór 22. október síðastliðinn en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð og það með samtals 41 marks mun eða meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Hvað getum við sagt um HK? „Hvað getum við sagt um HK,“ spurði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Framkonur koma pínu særðar inn í þennan leik og ætluðu aldeilis að sanna sig sem og þær gerðu. Á móti kemur finnst mér frammistaða HK ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þær eru með gríðarlega efnivið, voru Íslandsmeistarar í 3. flokki og eru með fullt af leikmönnum í U18 ára landsliðinu. Þær eru með fullt af efnilegum leikmönnum,“ sagði Sigurlaug. Ég sé ekki neinar framfarir „Ég sé bara engan stíganda hjá þeim. Ég sé ekki neinar framfarir og ég sé ekki neina þróun í leik þeirra. Mér finnst vanta einhvers konar strúktúr í liðið hjá þeim. Að þær séu alla vega að vinna með eitthvað markvisst,“ sagði Sigurlaug. „Þessi leikur var arfaslakur af þeirra hálfu eins og mér þykir það leiðinlegt að segja þetta um mína Kópavogsbúa þá er þetta bara rosalega þungt í Kópavogi. Ég spyr bara: Hvað er að gerast þar? Það bjóst enginn við að þær væru að hala inn stigum en við bjuggumst við því að sjá unga og efnilega leikmenn þroskast og vera að vaxa. Vera að brjótast út úr einhverju. Það er einhvern veginn rosalega lítið að gerast þarna,“ sagði Sigurlaug. Rosalega efnilegir leikmenn þarna „Ég hef áhyggjur af þessu því þetta er kannski okkar mesti efniviður sem við eigum. Þarna eru framtíðarlandsliðsmenn en ef ekki verður eitthvað gert þá gætum við verið að tapa einhverjum gæðum sem við vorum að vonast til að sjá í framtíðinni,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það eru rosalega efnilegir leikmenn þarna en ég tek undir með Sillu,“ sagði Einar. Það má sjá alla umfjöllunina um HK-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að gerast hjá HK? Seinni bylgjan Olís-deild kvenna HK Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
HK vann sinn eina leik á móti KA/Þór 22. október síðastliðinn en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð og það með samtals 41 marks mun eða meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Hvað getum við sagt um HK? „Hvað getum við sagt um HK,“ spurði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Framkonur koma pínu særðar inn í þennan leik og ætluðu aldeilis að sanna sig sem og þær gerðu. Á móti kemur finnst mér frammistaða HK ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þær eru með gríðarlega efnivið, voru Íslandsmeistarar í 3. flokki og eru með fullt af leikmönnum í U18 ára landsliðinu. Þær eru með fullt af efnilegum leikmönnum,“ sagði Sigurlaug. Ég sé ekki neinar framfarir „Ég sé bara engan stíganda hjá þeim. Ég sé ekki neinar framfarir og ég sé ekki neina þróun í leik þeirra. Mér finnst vanta einhvers konar strúktúr í liðið hjá þeim. Að þær séu alla vega að vinna með eitthvað markvisst,“ sagði Sigurlaug. „Þessi leikur var arfaslakur af þeirra hálfu eins og mér þykir það leiðinlegt að segja þetta um mína Kópavogsbúa þá er þetta bara rosalega þungt í Kópavogi. Ég spyr bara: Hvað er að gerast þar? Það bjóst enginn við að þær væru að hala inn stigum en við bjuggumst við því að sjá unga og efnilega leikmenn þroskast og vera að vaxa. Vera að brjótast út úr einhverju. Það er einhvern veginn rosalega lítið að gerast þarna,“ sagði Sigurlaug. Rosalega efnilegir leikmenn þarna „Ég hef áhyggjur af þessu því þetta er kannski okkar mesti efniviður sem við eigum. Þarna eru framtíðarlandsliðsmenn en ef ekki verður eitthvað gert þá gætum við verið að tapa einhverjum gæðum sem við vorum að vonast til að sjá í framtíðinni,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það eru rosalega efnilegir leikmenn þarna en ég tek undir með Sillu,“ sagði Einar. Það má sjá alla umfjöllunina um HK-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að gerast hjá HK?
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna HK Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira