Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Nokkrir ökumenn voru handteknir í nótt vegna aksturs undir áhrifa áfengis og fíkniefna. Þá voru einhverjir þeirra ekki með ökuréttindi.
Einn var handtekinn eftir að hafa framvísað vegabréfi sem var ekki í hans eigu. Hann vildi ekki segja hver hann væri eða hversu lengi hann hafði verið hér á landi og var því vistaður í fangaklefa.
Nokkrir voru handteknir fyrir eignaspjöll á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Einn var handtekinn eftir að hafa brotist inn í íþróttahús Hauka á Ásvöllum og annar inn í íbúð í Breiðholti. Sá var einnig eftirlýstur þar sem hann átti eftir að sitja af sér dóm. Hann var því fluttur til vistunar á Hólmsheiði.