Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. desember 2022 16:15 Megas er á heiðurslaunum og er um æviskipan að ræða. Engin dæmi eru um að fólk hafi verið svipt heiðurslaunum en verði það lagt til þarf Alþingi að samþykkja tillöguna. Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar. Mikil umræða skapaðist í kringum heiðurslaun listamanna í vor þegar þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu til að mynda fram frumvarp um að leggja niður heiðurslaun listamanna, þar sem ekki væri samfélagslegur ávinningur af kerfinu. Menningarmálaráðherra boðaði þá miklar breytingar á öllu kerfi listamannalauna en gagnrýndi frumvarpið. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir málið hafa verið rætt innan nefndarinnar. „Við veltum því mikið fyrir okkur í fyrra hvort þörf væri á að breyta lögunum og í hið minnsta verklaginu í kringum þessa veitingu. Niðurstaðan okkar er að nefndin sem slík er ekki að leggja til breytingar á lögum um heiðurslaun en við erum að nálgast verkefnið með aðeins breyttum hætti,“ segir Bryndís. Helsta breytingin í ár er að fólk getur sent inn tilnefningar um einstaklinga sem þeir telja að eigi heima á listanum. Samkvæmt lögum má veita allt að 25 listamönnum heiðurslaun en fjórir hafa fallið frá á síðustu tveimur árum og engum var bætt við í fyrra. Þannig er mögulegt að bæta allt að fjórum einstaklingum á listann í ár. Hægt er að senda inn tilnefningar til hádegis á morgun og verður síðan óskað eftir umsögnum frá ráðgefandi nefnd. „Í kjölfarið munum við svo kanna hvort við getum komist að einhverri niðurstöðu um að það séu einhverjir aðilar sem eru óumdeildir þannig að nefndin geti sameinast um einhverjar tillögur, en það er ekkert gefið fyrr en það liggur fyrir,“ segir Bryndís. Gagnrýnt að Megas sé á listanum Fyrir ákvörðun nefndarinnar í fyrra var það sömuleiðis gagnrýnt að tónlistarmaðurinn Megas væri á listanum í ljósi ásakana um kynferðislegt ofbeldi. Vísir greindi frá því að skiptar skoðanir væru um það innan allsherjar- og menntamálanefndar um hvort það væri forsvaranlegt að hann væri á lista yfir valinkunna heiðurslaunalistamenn eftir ásakanirnar. Niðurstaðan var þó sú að Megas yrði áfram á listanum en um æviskipan er að ræða og eru engin dæmi um að fólk hafi verið svipt heiðurslaunum. „Það hefur ekki verið rætt af neinni alvöru tillaga um að taka einhvern af listanum en að sjálfsögðu hefur ýmislegt verið rætt á fundum nefndarinnar,“ segir Bryndís aðspurð um hvort einhverjar breytingar verði í ár. Hún bendir þá á að verklagi hafi verið breytt með þeim hætti að listinn verði ekki lagður fram til atkvæðagreiðslu á Alþingi nema að breytingar verði gerðar. „Ef að við komumst að niðurstöðu um það að viljum gera einhverjar breytingar þá munum við leggja fyrir þingið þær breytingar, það er að segja ný nöfn eða ef til þess kæmi að fólk væri að leggja til að einhverjum yrði vikið af listanum,“ segir Bryndís. Mögulegt er að með tilnefningum almennings muni það liðka fyrir að fleiri bætist við á listann. „Ef við getum komist að einhverri niðurstöðu um að einhver sé óumdeildur og eigi örugglega heima á þessum lista og það sé mikil eining um það innan allsherjar- og menntamálanefndar, þá gæti farið svo að við myndum koma með tillögur um það,“ segir Bryndís en horft verði til fleiri þátta en aðeins afreka á sviði lista. Nefndin fundar um málið á morgun eftir að allar tilnefningar hafa borist og gerir Bryndís ráð fyrir að þau fundi aftur á þriðjudag. Hér fyrir neðan má sjá heiðurslaunalistann frá árinu 2020 en nöfn þeirra sem hafa látist síðan eru skáletruð. 1. Bubbi Morthens 2. Erró 3. Friðrik Þór Friðriksson 4. Guðbergur Bergsson 5. Guðrún Ásmundsdóttir 6. Guðrún Helgadóttir 7. Gunnar Þórðarson 8. Hannes Pétursson 9. Hreinn Friðfinnsson 10. Jón Ásgeirsson 11. Jón Nordal 12. Jón Sigurbjörnsson 13. Jónas Ingimundarson 14. Kristbjörg Kjeld 15. Kristín Jóhannesdóttir 16. Magnús Pálsson 17. Matthías Johannessen 18. Megas 19. Steina Vasulka 20. Vigdís Grímsdóttir 21. Vilborg Dagbjartsdóttir 22. Þorbjörg Höskuldsdóttir 23. Þorgerður Ingólfsdóttir 24. Þráinn Bertelsson 25. Þuríður Pálsdóttir Listamannalaun Kynferðisofbeldi Alþingi Tónlist Menning Tengdar fréttir Boðar miklar breytingar á listamannalaunum Menningarmálaráðherra ætlar að gera miklar breytingar á öllu kerfi listamannalauna. Hún setur sig alfarið á móti nýju frumvarpi Sjálfstæðismanna og finnst málflutningur þeirra sorglegur. 4. apríl 2022 12:31 Galin pæling að leggja niður heiðurslaun listamanna Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. Þeim finnst þau úrelt og ekki þjóna neinum tilgangi. Galin pæling, segir talsmaður listamanna. 2. apríl 2022 21:15 Megas eftir sem áður á heiðurslaunum listamanna Tónlistarmaðurinn Megas verður áfram á heiðurslaunum listamanna en til greina kom að hann yrði sviptur laununum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ekki verður fleirum bætt á lista yfir þá sem þiggja heiðurslaun listamanna. 22. desember 2021 10:31 Skorar á Alþingi að veita Magga Eiríks heiðurslaun listamanna Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, þrýstir á allsherjar- og menntamálanefnd að veita Magnúsi Eiríkssyni heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 17:32 Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Mikil umræða skapaðist í kringum heiðurslaun listamanna í vor þegar þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu til að mynda fram frumvarp um að leggja niður heiðurslaun listamanna, þar sem ekki væri samfélagslegur ávinningur af kerfinu. Menningarmálaráðherra boðaði þá miklar breytingar á öllu kerfi listamannalauna en gagnrýndi frumvarpið. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir málið hafa verið rætt innan nefndarinnar. „Við veltum því mikið fyrir okkur í fyrra hvort þörf væri á að breyta lögunum og í hið minnsta verklaginu í kringum þessa veitingu. Niðurstaðan okkar er að nefndin sem slík er ekki að leggja til breytingar á lögum um heiðurslaun en við erum að nálgast verkefnið með aðeins breyttum hætti,“ segir Bryndís. Helsta breytingin í ár er að fólk getur sent inn tilnefningar um einstaklinga sem þeir telja að eigi heima á listanum. Samkvæmt lögum má veita allt að 25 listamönnum heiðurslaun en fjórir hafa fallið frá á síðustu tveimur árum og engum var bætt við í fyrra. Þannig er mögulegt að bæta allt að fjórum einstaklingum á listann í ár. Hægt er að senda inn tilnefningar til hádegis á morgun og verður síðan óskað eftir umsögnum frá ráðgefandi nefnd. „Í kjölfarið munum við svo kanna hvort við getum komist að einhverri niðurstöðu um að það séu einhverjir aðilar sem eru óumdeildir þannig að nefndin geti sameinast um einhverjar tillögur, en það er ekkert gefið fyrr en það liggur fyrir,“ segir Bryndís. Gagnrýnt að Megas sé á listanum Fyrir ákvörðun nefndarinnar í fyrra var það sömuleiðis gagnrýnt að tónlistarmaðurinn Megas væri á listanum í ljósi ásakana um kynferðislegt ofbeldi. Vísir greindi frá því að skiptar skoðanir væru um það innan allsherjar- og menntamálanefndar um hvort það væri forsvaranlegt að hann væri á lista yfir valinkunna heiðurslaunalistamenn eftir ásakanirnar. Niðurstaðan var þó sú að Megas yrði áfram á listanum en um æviskipan er að ræða og eru engin dæmi um að fólk hafi verið svipt heiðurslaunum. „Það hefur ekki verið rætt af neinni alvöru tillaga um að taka einhvern af listanum en að sjálfsögðu hefur ýmislegt verið rætt á fundum nefndarinnar,“ segir Bryndís aðspurð um hvort einhverjar breytingar verði í ár. Hún bendir þá á að verklagi hafi verið breytt með þeim hætti að listinn verði ekki lagður fram til atkvæðagreiðslu á Alþingi nema að breytingar verði gerðar. „Ef að við komumst að niðurstöðu um það að viljum gera einhverjar breytingar þá munum við leggja fyrir þingið þær breytingar, það er að segja ný nöfn eða ef til þess kæmi að fólk væri að leggja til að einhverjum yrði vikið af listanum,“ segir Bryndís. Mögulegt er að með tilnefningum almennings muni það liðka fyrir að fleiri bætist við á listann. „Ef við getum komist að einhverri niðurstöðu um að einhver sé óumdeildur og eigi örugglega heima á þessum lista og það sé mikil eining um það innan allsherjar- og menntamálanefndar, þá gæti farið svo að við myndum koma með tillögur um það,“ segir Bryndís en horft verði til fleiri þátta en aðeins afreka á sviði lista. Nefndin fundar um málið á morgun eftir að allar tilnefningar hafa borist og gerir Bryndís ráð fyrir að þau fundi aftur á þriðjudag. Hér fyrir neðan má sjá heiðurslaunalistann frá árinu 2020 en nöfn þeirra sem hafa látist síðan eru skáletruð. 1. Bubbi Morthens 2. Erró 3. Friðrik Þór Friðriksson 4. Guðbergur Bergsson 5. Guðrún Ásmundsdóttir 6. Guðrún Helgadóttir 7. Gunnar Þórðarson 8. Hannes Pétursson 9. Hreinn Friðfinnsson 10. Jón Ásgeirsson 11. Jón Nordal 12. Jón Sigurbjörnsson 13. Jónas Ingimundarson 14. Kristbjörg Kjeld 15. Kristín Jóhannesdóttir 16. Magnús Pálsson 17. Matthías Johannessen 18. Megas 19. Steina Vasulka 20. Vigdís Grímsdóttir 21. Vilborg Dagbjartsdóttir 22. Þorbjörg Höskuldsdóttir 23. Þorgerður Ingólfsdóttir 24. Þráinn Bertelsson 25. Þuríður Pálsdóttir
1. Bubbi Morthens 2. Erró 3. Friðrik Þór Friðriksson 4. Guðbergur Bergsson 5. Guðrún Ásmundsdóttir 6. Guðrún Helgadóttir 7. Gunnar Þórðarson 8. Hannes Pétursson 9. Hreinn Friðfinnsson 10. Jón Ásgeirsson 11. Jón Nordal 12. Jón Sigurbjörnsson 13. Jónas Ingimundarson 14. Kristbjörg Kjeld 15. Kristín Jóhannesdóttir 16. Magnús Pálsson 17. Matthías Johannessen 18. Megas 19. Steina Vasulka 20. Vigdís Grímsdóttir 21. Vilborg Dagbjartsdóttir 22. Þorbjörg Höskuldsdóttir 23. Þorgerður Ingólfsdóttir 24. Þráinn Bertelsson 25. Þuríður Pálsdóttir
Listamannalaun Kynferðisofbeldi Alþingi Tónlist Menning Tengdar fréttir Boðar miklar breytingar á listamannalaunum Menningarmálaráðherra ætlar að gera miklar breytingar á öllu kerfi listamannalauna. Hún setur sig alfarið á móti nýju frumvarpi Sjálfstæðismanna og finnst málflutningur þeirra sorglegur. 4. apríl 2022 12:31 Galin pæling að leggja niður heiðurslaun listamanna Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. Þeim finnst þau úrelt og ekki þjóna neinum tilgangi. Galin pæling, segir talsmaður listamanna. 2. apríl 2022 21:15 Megas eftir sem áður á heiðurslaunum listamanna Tónlistarmaðurinn Megas verður áfram á heiðurslaunum listamanna en til greina kom að hann yrði sviptur laununum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ekki verður fleirum bætt á lista yfir þá sem þiggja heiðurslaun listamanna. 22. desember 2021 10:31 Skorar á Alþingi að veita Magga Eiríks heiðurslaun listamanna Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, þrýstir á allsherjar- og menntamálanefnd að veita Magnúsi Eiríkssyni heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 17:32 Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Boðar miklar breytingar á listamannalaunum Menningarmálaráðherra ætlar að gera miklar breytingar á öllu kerfi listamannalauna. Hún setur sig alfarið á móti nýju frumvarpi Sjálfstæðismanna og finnst málflutningur þeirra sorglegur. 4. apríl 2022 12:31
Galin pæling að leggja niður heiðurslaun listamanna Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. Þeim finnst þau úrelt og ekki þjóna neinum tilgangi. Galin pæling, segir talsmaður listamanna. 2. apríl 2022 21:15
Megas eftir sem áður á heiðurslaunum listamanna Tónlistarmaðurinn Megas verður áfram á heiðurslaunum listamanna en til greina kom að hann yrði sviptur laununum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ekki verður fleirum bætt á lista yfir þá sem þiggja heiðurslaun listamanna. 22. desember 2021 10:31
Skorar á Alþingi að veita Magga Eiríks heiðurslaun listamanna Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, þrýstir á allsherjar- og menntamálanefnd að veita Magnúsi Eiríkssyni heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 17:32
Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent