Fótbolti

Alexandra skoraði tvö í stór­sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir er að spila vel á Ítalíu.
Alexandra Jóhannsdóttir er að spila vel á Ítalíu. Gabriele Maltinti/Getty Images

Alexandra Jóhannsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Guðný Árnadóttir voru allar í sigurliðum í Serie A, úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Ítalíu, í dag. Það sem meira er, Alexandra skoraði tvö mörk í 4-0 stórsigri Fiorentina.

Það virðist sem Alexandra hafi leikið í stöðu hægri vængmanns í 4-1-4-1 leikkerfi Fiorentina gegn Parma. Sama hvar hún lék þá virtist hún njóta sín vel í leiknum. Hún skoraði fyrsta mark liðsins á 38. mínútu og svo það fjórða þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.

Sigurinn þýðir að Fiorentina er nú með 25 stig í 2. sæti en Roma trónir á toppnum með 30 stig og á leik til góða.

Anna Björk stóð vaktina í hjarta varnar Inter þegar liðið vann 2-1 útisigur á Pomgliano. Inter sem stendur í 4. sæti með 22 stig eftir 12 leiki. Þá lék Guðný Árnadóttir allan leikinn þegar AC Milan vann 1-0 útisigur á Sassuolo. AC Milan er í 5. sæti með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×