„Finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 15:31 Óðinn Þór er að gera gott mót í Sviss. Kadetten Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari handboltaliðsins Kadetten Schaffhausen í Sviss, ræddi við Stefán Árna Pálsson og Ingva Þór Sæmundsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar nýverið. Fór hann yfir víðan völl en helsta umræðuefnið var hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson og markagræðgi hans. Óðinn Þór mætti sprækur sem lækur til Kadetten en lenti í leiðinlegum meiðslum. Eftir það fór hann gjörsamlega á kostum. „Hann var óheppinn að lenda í þessu ristarbroti en kom svo með látum inn í þetta þar sem hann var með 10-15 mörk í leik. Svo kom smá hola, hann var búinn að spila mjög mikið og liðin farin að mann-dekka hann svo hann fær engin færi í horninu. Á móti kemur að það hefur opnast meira í kringum Óðinn. Hann er frábær karakter og frábær leikmaður, það er mjög gaman að vinna með honum.“ Stefán Árni vildi ólmur vita hvort Óðinn Þór væri markagráðugasti leikmaður sem Aðalsteinn hefur þjálfað. Hann var ekki alveg þeirrar skoðunar þar sem hann hefur þjálfað nokkra markagráðuga menn á sínum ferli. „Ég var með Bjarka Má Elísson líka, og Hannes Þór Jónsson. Það er erfitt að gera upp á milli en Óðinn er með þetta nef fyrir mörkum sem mér finnst mjög skemmtilegt. Mér finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu.“ Aðalsteinn Eyjólfsson hefur náð frábærum árangri í Sviss.Kadetten Telur Aðalsteinn að Óðinn Þór fari á HM? „Það er búið að ræða þetta til þaula heima, held ég. Ég er mikill Óðins-maður og vill að hann fái tækifæri, held að hann eigi það skilið. Upp á jafnvægið í liðinu á svona löngumóti held ég að það sé gott að vera með tvo góða hornamenn.“ „Ég er mjög bjartsýnn. Að sama skapi búið að ræða það mjög mikið að það eru margir leikmenn að spila vel. Ef við lendum ekki í meiðslum og náum að nýta breiddina vel í riðalkeppninni þá standa okkur allir vegir opnir.“ „Held að stærsta verkefnið miðað við umræðuna er ákveðin væntingastjórnun sem Guðmundur á eflaust eftir að leysa eins og hans er von og vísa. Held það sé stærsta málið, að væntingarnar veðra ekki of þungur kross að bera,“ sagði Aðalsteinn að endingu. Þátt Seinni bylgjunnar í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Sjá meira
Óðinn Þór mætti sprækur sem lækur til Kadetten en lenti í leiðinlegum meiðslum. Eftir það fór hann gjörsamlega á kostum. „Hann var óheppinn að lenda í þessu ristarbroti en kom svo með látum inn í þetta þar sem hann var með 10-15 mörk í leik. Svo kom smá hola, hann var búinn að spila mjög mikið og liðin farin að mann-dekka hann svo hann fær engin færi í horninu. Á móti kemur að það hefur opnast meira í kringum Óðinn. Hann er frábær karakter og frábær leikmaður, það er mjög gaman að vinna með honum.“ Stefán Árni vildi ólmur vita hvort Óðinn Þór væri markagráðugasti leikmaður sem Aðalsteinn hefur þjálfað. Hann var ekki alveg þeirrar skoðunar þar sem hann hefur þjálfað nokkra markagráðuga menn á sínum ferli. „Ég var með Bjarka Má Elísson líka, og Hannes Þór Jónsson. Það er erfitt að gera upp á milli en Óðinn er með þetta nef fyrir mörkum sem mér finnst mjög skemmtilegt. Mér finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu.“ Aðalsteinn Eyjólfsson hefur náð frábærum árangri í Sviss.Kadetten Telur Aðalsteinn að Óðinn Þór fari á HM? „Það er búið að ræða þetta til þaula heima, held ég. Ég er mikill Óðins-maður og vill að hann fái tækifæri, held að hann eigi það skilið. Upp á jafnvægið í liðinu á svona löngumóti held ég að það sé gott að vera með tvo góða hornamenn.“ „Ég er mjög bjartsýnn. Að sama skapi búið að ræða það mjög mikið að það eru margir leikmenn að spila vel. Ef við lendum ekki í meiðslum og náum að nýta breiddina vel í riðalkeppninni þá standa okkur allir vegir opnir.“ „Held að stærsta verkefnið miðað við umræðuna er ákveðin væntingastjórnun sem Guðmundur á eflaust eftir að leysa eins og hans er von og vísa. Held það sé stærsta málið, að væntingarnar veðra ekki of þungur kross að bera,“ sagði Aðalsteinn að endingu. Þátt Seinni bylgjunnar í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Sjá meira