Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. desember 2022 23:02 Bandarískir sjóliðar sækja Orion-geimferjuna eftir að hún lenti í Kyrrahafinu undan strandar Mexíkós. AP/Mario Tarna Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. Ferð geimfarsins er hluti af Artemis-áætluninni og var Orion skotið upp þann 16. nóvember síðastliðinn og kom á áfangastað þann 21. Á meðan á ferðalagi Orion stóð um geiminn flaug farið um tvær milljónir kílómetra. Hylki farsins er sagt hafa farið lengra en nokkuð annað geimfar sem hannað er fyrir mannaðar geimferðir. Geimskotið sjálft snerist að undirbúningi þess að koma mönnum aftur á tunglið til þess að megi koma þar upp bækistöð og með henni komast lengra út í sólkerfið. Til tunglsins bar Orion með sér smágervihnetti sem átti að nota til þess að rannsaka yfirborð tunglsins fyrir næstu mönnuðu ferðir út í geim. Mynd sem sýnir ferðalag Artemis-1 og smágervihnatta sem einnig er verið að flytja til tunglsins.NASA CNN greinir frá því að lending geimfarsins á jörðu niðri hafi gengið vel en það sé oft einn erfiðasti áfangi ferðalagsins fyrir stjórnendur geimskota. Í kjölfar lendingarinnar er geimfarið látið fljóta í Kyrrahafi á meðan gögnum frá farinu er safnað. Gögnin um áhrif ferðarinnar á skipið og þær kannanir sem gerðar voru á tunglinu munu svo nýtast NASA þegar næsta mannaða geimfarið fer til tunglsins. Þriðja Artemis-áætlunin er sögð eiga að framkvæma geimskot árið 2025. Geimfarinu sem verði skotið til tunglsins í það skiptið verði mannað og yrði það í fyrsta sinn í fimmtíu ár sem menn stíga skref á tunglinu. Skuggaskilin eru greinileg á þessar mynd Orion þegar geimfarið nálgaðist jörðina.NASA/AP Bandaríkin Artemis-áætlunin Tunglið Vísindi Geimurinn Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Sjá meira
Ferð geimfarsins er hluti af Artemis-áætluninni og var Orion skotið upp þann 16. nóvember síðastliðinn og kom á áfangastað þann 21. Á meðan á ferðalagi Orion stóð um geiminn flaug farið um tvær milljónir kílómetra. Hylki farsins er sagt hafa farið lengra en nokkuð annað geimfar sem hannað er fyrir mannaðar geimferðir. Geimskotið sjálft snerist að undirbúningi þess að koma mönnum aftur á tunglið til þess að megi koma þar upp bækistöð og með henni komast lengra út í sólkerfið. Til tunglsins bar Orion með sér smágervihnetti sem átti að nota til þess að rannsaka yfirborð tunglsins fyrir næstu mönnuðu ferðir út í geim. Mynd sem sýnir ferðalag Artemis-1 og smágervihnatta sem einnig er verið að flytja til tunglsins.NASA CNN greinir frá því að lending geimfarsins á jörðu niðri hafi gengið vel en það sé oft einn erfiðasti áfangi ferðalagsins fyrir stjórnendur geimskota. Í kjölfar lendingarinnar er geimfarið látið fljóta í Kyrrahafi á meðan gögnum frá farinu er safnað. Gögnin um áhrif ferðarinnar á skipið og þær kannanir sem gerðar voru á tunglinu munu svo nýtast NASA þegar næsta mannaða geimfarið fer til tunglsins. Þriðja Artemis-áætlunin er sögð eiga að framkvæma geimskot árið 2025. Geimfarinu sem verði skotið til tunglsins í það skiptið verði mannað og yrði það í fyrsta sinn í fimmtíu ár sem menn stíga skref á tunglinu. Skuggaskilin eru greinileg á þessar mynd Orion þegar geimfarið nálgaðist jörðina.NASA/AP
Bandaríkin Artemis-áætlunin Tunglið Vísindi Geimurinn Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Sjá meira