Fjórtán og fimmtán ára stelpur frábærar þegar 1. deildarlið komust í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2022 12:31 Adda Sigríður Ásmundsdóttir er enn bara í níunda bekk en hér má einnig sjá Stjörnustelpurnar fagna sigri. Instagram/Snæfell og Stjarnan Kornungar körfuboltakonur voru heldur betur í sviðsljósinu um helgina þegar átta liða úrslit VÍS bikar kvenna í körfubolta fóru fram. 1. deildarlið Snæfells og Stjörnunnar eru bæði komin alla leið í undanúrslitin í Laugardalshöllinni eftir að hafa slegið úrvalsdeildarlið úr úr bikarnum. Fjölnir og ÍR spila bæði í Subway deild kvenna en tókst ekki að vinna leiki sína á móti Snæfelli og Stjörnunni í þessum fróðlegu átta liða úrslitum. Það sem vakti kannski mesta athygli var stórleikur hjá þremur körfuboltastelpum sem eru allar ennþá í grunnskóla, fæddar 2007 og 2008. Snæfell vann 92-77 útisigur á Subway deildar liði Fjölnis í Grafarvogi á laugardaginn. Adda Sigríður Ásmundsdóttir hélt upp á fjórtán ára afmæli sitt í júní og er því enn í níunda bekk. Hún skoraði 16 stig á 24 mínútum í leiknum eftir að hafa hitt úr 67 prósent skota sinna (6 af 9) og tekið fimm fráköst. Kannski gaf Adda og Snæfellsstelpurnar tóninn því í gær fylgdi ungar Stjörnukonur þeim í undanúrslitin. Tveir af stigahæstu leikmönnum Stjörnunnar eru fæddar árið 2007 og önnur þeirra er ekki búin að halda upp á fimmtán ára afmælið sitt. 1. deildarlið Stjörnunnar, sem hefur unnið alla ellefu leiki sína í 1. deildinni í vetur, vann 92-84 útisigur á Subway-deildarliði ÍR. Hin nítján gamla Diljá Ögn Lárusdóttir er ekki gömul en hún fór fyrir Stjörnuliðinu með 31 stigi og 91 prósent vítanýtingu (11 af 12). Hún fékk hins vegar mikla hjálp frá þeim kornungu Ísold Sævarsdóttur og Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur. Ísold varð fimmtán ára í febrúar en hún var með 21 stig og 7 fráköst í leiknum auk þess að hitta úr 13 af 15 vítum sínum sem gerir 86 prósent vítanýtingu. Kolbrún María verður ekki fimmtán ára fyrr en milli jóla og nýárs en hún kom geysisterk inn af bekknum og skoraði 19 stig og tók 7 fráköst. VÍS-bikarinn Snæfell Stjarnan Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira
1. deildarlið Snæfells og Stjörnunnar eru bæði komin alla leið í undanúrslitin í Laugardalshöllinni eftir að hafa slegið úrvalsdeildarlið úr úr bikarnum. Fjölnir og ÍR spila bæði í Subway deild kvenna en tókst ekki að vinna leiki sína á móti Snæfelli og Stjörnunni í þessum fróðlegu átta liða úrslitum. Það sem vakti kannski mesta athygli var stórleikur hjá þremur körfuboltastelpum sem eru allar ennþá í grunnskóla, fæddar 2007 og 2008. Snæfell vann 92-77 útisigur á Subway deildar liði Fjölnis í Grafarvogi á laugardaginn. Adda Sigríður Ásmundsdóttir hélt upp á fjórtán ára afmæli sitt í júní og er því enn í níunda bekk. Hún skoraði 16 stig á 24 mínútum í leiknum eftir að hafa hitt úr 67 prósent skota sinna (6 af 9) og tekið fimm fráköst. Kannski gaf Adda og Snæfellsstelpurnar tóninn því í gær fylgdi ungar Stjörnukonur þeim í undanúrslitin. Tveir af stigahæstu leikmönnum Stjörnunnar eru fæddar árið 2007 og önnur þeirra er ekki búin að halda upp á fimmtán ára afmælið sitt. 1. deildarlið Stjörnunnar, sem hefur unnið alla ellefu leiki sína í 1. deildinni í vetur, vann 92-84 útisigur á Subway-deildarliði ÍR. Hin nítján gamla Diljá Ögn Lárusdóttir er ekki gömul en hún fór fyrir Stjörnuliðinu með 31 stigi og 91 prósent vítanýtingu (11 af 12). Hún fékk hins vegar mikla hjálp frá þeim kornungu Ísold Sævarsdóttur og Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur. Ísold varð fimmtán ára í febrúar en hún var með 21 stig og 7 fráköst í leiknum auk þess að hitta úr 13 af 15 vítum sínum sem gerir 86 prósent vítanýtingu. Kolbrún María verður ekki fimmtán ára fyrr en milli jóla og nýárs en hún kom geysisterk inn af bekknum og skoraði 19 stig og tók 7 fráköst.
VÍS-bikarinn Snæfell Stjarnan Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira