Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mótmælin í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 08:06 Frá mótmælum gegn aftökum á írönskum mótmælendum sem voru haldin í Róm um helgina. Vísir/EPA Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum. Majidreza Rahnavard, 23 ára, var hengdur á almannafæri í Mashahd, næstfjölmennustu borg Írans, í morgun. Hann var sakfelldur fyrir að heyja „stríð gegn guði“ með því að stinga tvo varaliðsmenn íranska byltingarvarðarins til bana og særa fjóra aðra 17. nóvember, að sögn AP-fréttastofunnar. Í íranska ríkissjónvarpinu voru sýndar myndir úr réttarsal þar sem Rahnavard sagðist hafa lagt fæð á öryggissveitirnar eftir að hann sá myndbönd af því hvernig þær drápu og börðu mótmælendur á samfélagsmiðlum. Aftakan á Rahnavard átti sér stað aðeins fjórum dögum eftir að klerkastjórnin lét hengja Mohsen Shekari, annan ungan mótmælanda. Shekari var sakfelldur fyrir að særa öryggisvörð með hnífi og að loka götu í Teheran í mótmælaaðgerðum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að írönsk stjórnvöld sækist nú eftir dauðarefsingu yfir 21 manni sem hefur verið handtekinn í tengslum við mótmælin sem blossuðu upp í september. Sýndarréttarhöldum yfir þeim sé ætlað að slá ótta í brjóst þeirra sem taka þátt í mótmælaaðgerðum. Kveikjan að mótmælunum var dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögrelunnar í Teheran. Yfirvöld segja að hún hafi látist af völdum veikinda en fjölskylda hennar fullyrðir að hún hafi verið barin til dauða. Íran Mótmælaalda í Íran Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Majidreza Rahnavard, 23 ára, var hengdur á almannafæri í Mashahd, næstfjölmennustu borg Írans, í morgun. Hann var sakfelldur fyrir að heyja „stríð gegn guði“ með því að stinga tvo varaliðsmenn íranska byltingarvarðarins til bana og særa fjóra aðra 17. nóvember, að sögn AP-fréttastofunnar. Í íranska ríkissjónvarpinu voru sýndar myndir úr réttarsal þar sem Rahnavard sagðist hafa lagt fæð á öryggissveitirnar eftir að hann sá myndbönd af því hvernig þær drápu og börðu mótmælendur á samfélagsmiðlum. Aftakan á Rahnavard átti sér stað aðeins fjórum dögum eftir að klerkastjórnin lét hengja Mohsen Shekari, annan ungan mótmælanda. Shekari var sakfelldur fyrir að særa öryggisvörð með hnífi og að loka götu í Teheran í mótmælaaðgerðum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að írönsk stjórnvöld sækist nú eftir dauðarefsingu yfir 21 manni sem hefur verið handtekinn í tengslum við mótmælin sem blossuðu upp í september. Sýndarréttarhöldum yfir þeim sé ætlað að slá ótta í brjóst þeirra sem taka þátt í mótmælaaðgerðum. Kveikjan að mótmælunum var dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögrelunnar í Teheran. Yfirvöld segja að hún hafi látist af völdum veikinda en fjölskylda hennar fullyrðir að hún hafi verið barin til dauða.
Íran Mótmælaalda í Íran Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39