Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. desember 2022 20:08 Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm fyrir skömmu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. Upp komst um brotin þegar stjúpbarnabarn mannsins sagði námsráðgjafa frá því að stjúpafi hennar hafi brotið á henni í fjölmörg skipti. Brotin hafi átt sér stað þegar hún var fjögurra til sex ára gömul og jafnan þegar hún var að gista hjá ömmu sinni og stjúpafa. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir samtal við námsráðgjafann og var maðurinn kærður fyrir að hafa ítrekað káfað á stjúpbarnabarni sínu og áreitt hana kynferðislega. Hann neitaði sök og krafðist sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Héraðsdómari sagði framburð brotaþola hafa verið skýran og trúverðugan. Framburðurinn átti sér meðal annars stoð í gögnum málsins og framburði annarra vitna, nema ömmu brotaþola, sem sagðist ekki trúa barnabarni sínu. Amman taldi að rekja mætti frásögnina til Me-Too byltingarinnar, eins og fram kom í héraðsdómi. Dómari sagði ekkert renna stoðum undir að svo kynni að vera, þvert á móti. Talið var hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um brotin. Braut einnig gegn stjúpdóttur og öðru stjúpbarnabarni Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa tekið myndir af stjúpdóttur sinni annars vegar og öðru stjúpbarnabarni sínu hins vegar. Fyrir dómi sagði hann að myndirnar hefði hann tekið af stjúpdóttur sinni til að sýna eiginkonu sinni hvað „lappirnar á henni væru langar,“ en stjúpdóttirin var ýmist fáklædd eða nakin á myndunum. Hann sagði að myndirnar hefðu ekki verið teknar í kynferðislegum tilgangi. Dómarinn féllst ekki á skýringar mannsins og sagði augljóst að myndataka af sofandi konu, nakinni að neðan, væri til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Þá neitaði hann einnig að myndirnar af stjúpbarnabarni sínu hafi verið teknar í kynferðislegum tilgangi, myndirnar hefðu verið teknar í „hita leiksins.“ Að mati dómsins sýndu myndirnar brotaþola á kynferðislegan hátt og myndatakan var talin bersýnilega til þess fallin að særa blygðunarkennd stjúpbarnabarnsins. Stelpan var 6 og 7 ára þegar myndirnar voru teknar. Maðurinn var því dæmdur í 15 mánaða fangelsi og ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn. Honum ber enn fremur að greiða öðru stjúpbarnabarni sínu 1,5 milljónir í miskabætur, hinu stjúpbarnabarni sínu 800 þúsund og stjúpdóttur sinni 500 þúsund krónur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Upp komst um brotin þegar stjúpbarnabarn mannsins sagði námsráðgjafa frá því að stjúpafi hennar hafi brotið á henni í fjölmörg skipti. Brotin hafi átt sér stað þegar hún var fjögurra til sex ára gömul og jafnan þegar hún var að gista hjá ömmu sinni og stjúpafa. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir samtal við námsráðgjafann og var maðurinn kærður fyrir að hafa ítrekað káfað á stjúpbarnabarni sínu og áreitt hana kynferðislega. Hann neitaði sök og krafðist sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Héraðsdómari sagði framburð brotaþola hafa verið skýran og trúverðugan. Framburðurinn átti sér meðal annars stoð í gögnum málsins og framburði annarra vitna, nema ömmu brotaþola, sem sagðist ekki trúa barnabarni sínu. Amman taldi að rekja mætti frásögnina til Me-Too byltingarinnar, eins og fram kom í héraðsdómi. Dómari sagði ekkert renna stoðum undir að svo kynni að vera, þvert á móti. Talið var hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um brotin. Braut einnig gegn stjúpdóttur og öðru stjúpbarnabarni Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa tekið myndir af stjúpdóttur sinni annars vegar og öðru stjúpbarnabarni sínu hins vegar. Fyrir dómi sagði hann að myndirnar hefði hann tekið af stjúpdóttur sinni til að sýna eiginkonu sinni hvað „lappirnar á henni væru langar,“ en stjúpdóttirin var ýmist fáklædd eða nakin á myndunum. Hann sagði að myndirnar hefðu ekki verið teknar í kynferðislegum tilgangi. Dómarinn féllst ekki á skýringar mannsins og sagði augljóst að myndataka af sofandi konu, nakinni að neðan, væri til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Þá neitaði hann einnig að myndirnar af stjúpbarnabarni sínu hafi verið teknar í kynferðislegum tilgangi, myndirnar hefðu verið teknar í „hita leiksins.“ Að mati dómsins sýndu myndirnar brotaþola á kynferðislegan hátt og myndatakan var talin bersýnilega til þess fallin að særa blygðunarkennd stjúpbarnabarnsins. Stelpan var 6 og 7 ára þegar myndirnar voru teknar. Maðurinn var því dæmdur í 15 mánaða fangelsi og ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn. Honum ber enn fremur að greiða öðru stjúpbarnabarni sínu 1,5 milljónir í miskabætur, hinu stjúpbarnabarni sínu 800 þúsund og stjúpdóttur sinni 500 þúsund krónur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira