Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. desember 2022 20:08 Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm fyrir skömmu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. Upp komst um brotin þegar stjúpbarnabarn mannsins sagði námsráðgjafa frá því að stjúpafi hennar hafi brotið á henni í fjölmörg skipti. Brotin hafi átt sér stað þegar hún var fjögurra til sex ára gömul og jafnan þegar hún var að gista hjá ömmu sinni og stjúpafa. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir samtal við námsráðgjafann og var maðurinn kærður fyrir að hafa ítrekað káfað á stjúpbarnabarni sínu og áreitt hana kynferðislega. Hann neitaði sök og krafðist sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Héraðsdómari sagði framburð brotaþola hafa verið skýran og trúverðugan. Framburðurinn átti sér meðal annars stoð í gögnum málsins og framburði annarra vitna, nema ömmu brotaþola, sem sagðist ekki trúa barnabarni sínu. Amman taldi að rekja mætti frásögnina til Me-Too byltingarinnar, eins og fram kom í héraðsdómi. Dómari sagði ekkert renna stoðum undir að svo kynni að vera, þvert á móti. Talið var hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um brotin. Braut einnig gegn stjúpdóttur og öðru stjúpbarnabarni Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa tekið myndir af stjúpdóttur sinni annars vegar og öðru stjúpbarnabarni sínu hins vegar. Fyrir dómi sagði hann að myndirnar hefði hann tekið af stjúpdóttur sinni til að sýna eiginkonu sinni hvað „lappirnar á henni væru langar,“ en stjúpdóttirin var ýmist fáklædd eða nakin á myndunum. Hann sagði að myndirnar hefðu ekki verið teknar í kynferðislegum tilgangi. Dómarinn féllst ekki á skýringar mannsins og sagði augljóst að myndataka af sofandi konu, nakinni að neðan, væri til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Þá neitaði hann einnig að myndirnar af stjúpbarnabarni sínu hafi verið teknar í kynferðislegum tilgangi, myndirnar hefðu verið teknar í „hita leiksins.“ Að mati dómsins sýndu myndirnar brotaþola á kynferðislegan hátt og myndatakan var talin bersýnilega til þess fallin að særa blygðunarkennd stjúpbarnabarnsins. Stelpan var 6 og 7 ára þegar myndirnar voru teknar. Maðurinn var því dæmdur í 15 mánaða fangelsi og ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn. Honum ber enn fremur að greiða öðru stjúpbarnabarni sínu 1,5 milljónir í miskabætur, hinu stjúpbarnabarni sínu 800 þúsund og stjúpdóttur sinni 500 þúsund krónur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Upp komst um brotin þegar stjúpbarnabarn mannsins sagði námsráðgjafa frá því að stjúpafi hennar hafi brotið á henni í fjölmörg skipti. Brotin hafi átt sér stað þegar hún var fjögurra til sex ára gömul og jafnan þegar hún var að gista hjá ömmu sinni og stjúpafa. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir samtal við námsráðgjafann og var maðurinn kærður fyrir að hafa ítrekað káfað á stjúpbarnabarni sínu og áreitt hana kynferðislega. Hann neitaði sök og krafðist sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Héraðsdómari sagði framburð brotaþola hafa verið skýran og trúverðugan. Framburðurinn átti sér meðal annars stoð í gögnum málsins og framburði annarra vitna, nema ömmu brotaþola, sem sagðist ekki trúa barnabarni sínu. Amman taldi að rekja mætti frásögnina til Me-Too byltingarinnar, eins og fram kom í héraðsdómi. Dómari sagði ekkert renna stoðum undir að svo kynni að vera, þvert á móti. Talið var hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um brotin. Braut einnig gegn stjúpdóttur og öðru stjúpbarnabarni Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa tekið myndir af stjúpdóttur sinni annars vegar og öðru stjúpbarnabarni sínu hins vegar. Fyrir dómi sagði hann að myndirnar hefði hann tekið af stjúpdóttur sinni til að sýna eiginkonu sinni hvað „lappirnar á henni væru langar,“ en stjúpdóttirin var ýmist fáklædd eða nakin á myndunum. Hann sagði að myndirnar hefðu ekki verið teknar í kynferðislegum tilgangi. Dómarinn féllst ekki á skýringar mannsins og sagði augljóst að myndataka af sofandi konu, nakinni að neðan, væri til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Þá neitaði hann einnig að myndirnar af stjúpbarnabarni sínu hafi verið teknar í kynferðislegum tilgangi, myndirnar hefðu verið teknar í „hita leiksins.“ Að mati dómsins sýndu myndirnar brotaþola á kynferðislegan hátt og myndatakan var talin bersýnilega til þess fallin að særa blygðunarkennd stjúpbarnabarnsins. Stelpan var 6 og 7 ára þegar myndirnar voru teknar. Maðurinn var því dæmdur í 15 mánaða fangelsi og ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn. Honum ber enn fremur að greiða öðru stjúpbarnabarni sínu 1,5 milljónir í miskabætur, hinu stjúpbarnabarni sínu 800 þúsund og stjúpdóttur sinni 500 þúsund krónur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira