(Sér)íslensk jólaljós á krepputímum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. desember 2022 09:01 Jólaljósin í skammdeginu á Íslandi eru eitt af mörgu sem er í uppáhaldi hjá mér við jólin. Maðurinn minn fór án mín í jólaljósa-innkaup á dögunum og missti sig örlítið. Það verður í það minnsta enginn runni hjá okkur óupplýstur þetta árið. Það kólnaði talsvert í vikunni. Nóg til þess að ég fór á milli ofna á heimilinu og skrúfaði þá vel upp. Þetta hljóma eins og hversdagsleg vetrarverk, en er í raun mjög fjarri veruleika flestra nágranna okkar í Evrópu. Það er nefnilega orkukrísa í Evrópu og þar leggjast allir á eitt við að spara orku. Smitskömm hefur vikið fyrir orkuskömm. Við Íslendingar erum hins vegar í algjörri forréttindastöðu í þessum málum og tengjum illa við bága stöðu á meginlandinu. En staðan okkar kom ekki af sjálfu sér; datt ekki af himnum ofan. Hér höfðu íslensk stjórnvöld, bæði í ríki og borg, hugrekki til þess að fara í orkuskipti á síðustu öld. Glæfralegar ákvarðanir forsvarsmanna Evrópusambandsins, einkum Þýskalands, leiddu hins vegar til þeirrar stöðu álfunnar, að hún er háð rússneskri orku. Íbúarnir súpa nú seyðið af því. Og þótt mér leiðist ekki að gagnrýna Evrópusambandið, þá er mikilvægt að við leggjum Evrópu lið og deilum með þeim þekkingu okkar á orkumálum. Það er nefnilega sameiginlegt markið okkar að vinna gegn loftslagbreytingum og bæta orkuöryggi. Hér heima eru grænu orkuskiptin framundan risastórt verkefni, en við höfum sofnað á verðinum undanfarin ár. Við þurfum að forgangsaða orkuskiptum og leggjast á eitt við að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Ástandið í Evrópu er brýn áminning um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Jólaljósin í skammdeginu á Íslandi eru eitt af mörgu sem er í uppáhaldi hjá mér við jólin. Maðurinn minn fór án mín í jólaljósa-innkaup á dögunum og missti sig örlítið. Það verður í það minnsta enginn runni hjá okkur óupplýstur þetta árið. Það kólnaði talsvert í vikunni. Nóg til þess að ég fór á milli ofna á heimilinu og skrúfaði þá vel upp. Þetta hljóma eins og hversdagsleg vetrarverk, en er í raun mjög fjarri veruleika flestra nágranna okkar í Evrópu. Það er nefnilega orkukrísa í Evrópu og þar leggjast allir á eitt við að spara orku. Smitskömm hefur vikið fyrir orkuskömm. Við Íslendingar erum hins vegar í algjörri forréttindastöðu í þessum málum og tengjum illa við bága stöðu á meginlandinu. En staðan okkar kom ekki af sjálfu sér; datt ekki af himnum ofan. Hér höfðu íslensk stjórnvöld, bæði í ríki og borg, hugrekki til þess að fara í orkuskipti á síðustu öld. Glæfralegar ákvarðanir forsvarsmanna Evrópusambandsins, einkum Þýskalands, leiddu hins vegar til þeirrar stöðu álfunnar, að hún er háð rússneskri orku. Íbúarnir súpa nú seyðið af því. Og þótt mér leiðist ekki að gagnrýna Evrópusambandið, þá er mikilvægt að við leggjum Evrópu lið og deilum með þeim þekkingu okkar á orkumálum. Það er nefnilega sameiginlegt markið okkar að vinna gegn loftslagbreytingum og bæta orkuöryggi. Hér heima eru grænu orkuskiptin framundan risastórt verkefni, en við höfum sofnað á verðinum undanfarin ár. Við þurfum að forgangsaða orkuskiptum og leggjast á eitt við að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Ástandið í Evrópu er brýn áminning um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun