Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2022 07:39 Sam Bankman-Fried fékk að dúsa í fangaklefa í Nassá í nótt. Hann á að koma fyrir dómara í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. Stjórnvöld á Bahama gáfu út yfirlýsingu um að Bankman-Fried hefði verið tekinn höndum eftir að formleg tilkynning um ákæru var send út. Bandaríkjastjórn muni líklega falast eftir að hann verði framseldur. Bankman-Fried er sagður hafa verið samvinnuþýður þegar hann var tekinn fastur. Hann á að koma fyrir dómara í Nassá, höfuðborg Bahamaeyja í dag. Saksóknarar í New York staðfesta við New York Times að Bankman-Fried hafi verið ákærður og að leynd verði létt af ákærunni í dag. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) segist einnig hafa gefið út ákæru vegna brota á verðbréfalögum. Heimildir bandaríska dagblaðsins herma að Bankman-Fried sé ákærður fyrir fjársvik, verðbréfasvik og peningaþvætti. Hann er sagður sé eini sem er ákærður. Óvenjufljótt handtekinn FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi en hún var tekin til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Félagið lenti í alvarlegri lausafjárþurrð þegar viðskiptavinir gerðu áhlaup og drógu út milljarða dollara innistæður eftir fréttir af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Skiptastjóri sem tók við FTX hefur sagt að hann hafi aldrei séð aðra eins óstjórn hjá fyrirtæki. Þau orð eru talin hafa sérstaka vigt þar sem hann sá áður um fjárhagslega endurskipulagningu Enron, orkurisans sem fór á hausinn eftir að upp komst um stórfelldar bókhaldsbrellur sem voru notaðar til þess að fela gríðarlegt tap. Sérfræðingum sem New York Times ræddi við kom á óvart hversu fljótt Bankman-Fried var handtekinn. Yfirleitt taki það saksóknara marga mánuði að gefa út ákæru í flóknum hvítflibbamálum. Bankman-Fried átti að bera vitni fyrir þingnefnd í Washington-borg í dag. Maxine Waters, formaður fjármálaþjónustunefndar fulltrúadeildarinar, segir Bankman-Fried skulda bandarískum almenningi skýringar á gjörðum sínum sem leiddu til fjárhagslegs tjóns fyrir fjölda manns. Tímasetning handtökunnar svipti almenning tækifæri til að fá þær skýringar. Rafmyntir Bahamaeyjar Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. 9. desember 2022 09:26 Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnvöld á Bahama gáfu út yfirlýsingu um að Bankman-Fried hefði verið tekinn höndum eftir að formleg tilkynning um ákæru var send út. Bandaríkjastjórn muni líklega falast eftir að hann verði framseldur. Bankman-Fried er sagður hafa verið samvinnuþýður þegar hann var tekinn fastur. Hann á að koma fyrir dómara í Nassá, höfuðborg Bahamaeyja í dag. Saksóknarar í New York staðfesta við New York Times að Bankman-Fried hafi verið ákærður og að leynd verði létt af ákærunni í dag. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) segist einnig hafa gefið út ákæru vegna brota á verðbréfalögum. Heimildir bandaríska dagblaðsins herma að Bankman-Fried sé ákærður fyrir fjársvik, verðbréfasvik og peningaþvætti. Hann er sagður sé eini sem er ákærður. Óvenjufljótt handtekinn FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi en hún var tekin til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Félagið lenti í alvarlegri lausafjárþurrð þegar viðskiptavinir gerðu áhlaup og drógu út milljarða dollara innistæður eftir fréttir af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Skiptastjóri sem tók við FTX hefur sagt að hann hafi aldrei séð aðra eins óstjórn hjá fyrirtæki. Þau orð eru talin hafa sérstaka vigt þar sem hann sá áður um fjárhagslega endurskipulagningu Enron, orkurisans sem fór á hausinn eftir að upp komst um stórfelldar bókhaldsbrellur sem voru notaðar til þess að fela gríðarlegt tap. Sérfræðingum sem New York Times ræddi við kom á óvart hversu fljótt Bankman-Fried var handtekinn. Yfirleitt taki það saksóknara marga mánuði að gefa út ákæru í flóknum hvítflibbamálum. Bankman-Fried átti að bera vitni fyrir þingnefnd í Washington-borg í dag. Maxine Waters, formaður fjármálaþjónustunefndar fulltrúadeildarinar, segir Bankman-Fried skulda bandarískum almenningi skýringar á gjörðum sínum sem leiddu til fjárhagslegs tjóns fyrir fjölda manns. Tímasetning handtökunnar svipti almenning tækifæri til að fá þær skýringar.
Rafmyntir Bahamaeyjar Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. 9. desember 2022 09:26 Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. 9. desember 2022 09:26
Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02
Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01