Viðskipti innlent

Birkir til Arctic Adventures

Atli Ísleifsson skrifar
Birkir Björnsson.
Birkir Björnsson. Aðsend

Birkir Björnsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra upplýsingatækni hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures.

Í tilkynningu segir að Birkir hafi tuttugu ára reynslu í upplýsingatæknigeiranum og komi til Arctic Adventures frá fjölmiðlafyrirtækinu Sýn þar sem hann hafi verið forstöðumaður upplýsingatæknisviðs síðustu ár.

Áður hefur Birkir einnig starfað sem forstöðumaður rekstrar og þróunar á upplýsingatæknisviði hjá Össur. Hann er með MBA gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hóf störf hjá Arctic Adventures í september síðastliðnum.

Arctic Adventures skipuleggur, selur og sér um framkvæmd ferða og afþreyingar á Íslandi og víðar. Hjá fyrirtækinu starfa um 200 manns, bæði á Íslandi og í Vilníus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×