„Ég hefði frekar viljað vera heima,“ sagði Nick Kyrgios í samtali við Eurosport. Hann hefur aldrei komist lengra á opna franska en í þriðju umferð.
Nick Kyrgios confirms he will be playing Roland-Garros for the first time in six years... in the most Nick Kyrgios way possible pic.twitter.com/mR7Vo4UTNA
— Eurosport (@eurosport) December 12, 2022
Kyrgios er nú í 22. sæti á heimslistanum í tennis en hefur ekki keppt á opna franska risamótinu í fimm ár. Kærasta hans er hin 21 árs gamla Costeen Hatzi og hún setti pressu á sinn mann.
„Hana langar að sjá París. Það er ástæðan fyrir því að ég keppi á opna franska. Það er líka gott fyrir mig að geta náð mér í aðeins meiri pening þó ég hefði kosið að halda mig heima,“ sagði Kyrgios.
Costeen Hatzi og Nick Kyrgios hafa verið saman frá því í lok ársins 2021 en hann er sex árum eldri en hún.
Besti árangur Kyrgios á þessu ári var á Wimbledon mótinu þar sem hann komst í úrslit en tapaði fyrir Novak Djokovic.
Opna franska risamótið fer fram 22. maí til 11. júní á næsta ári og vonandi fyrir Ástralann verða þau enn saman þá.