Tvö börn fótbrotin og Rush breytti reglunum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 14. desember 2022 12:56 Börn á aldrinum 0 til 5 ára geta nú aðeins hoppað í krakkatímum og með forráðamönnum. Rush/Vilhelm Trampólíngarðurinn Rush hefur tilkynnt breytingar á reglum sínum til að auka öryggi gesta. Eldri systkini barna fimm ára og yngri mega ekki fylgja þeim í krakkatíma án forráðamanns. Þar að auki mega börn á þessum aldri einungis sækja garðinn þegar fyrrnefndir krakkatímar eru. Samkvæmt heimildum fréttastofu fótbrotnuðu tvö ung börn í garðinum með viku millibili nú nýlega. Jóhannes Ásbjörnsson, markaðsstjóri Gleðipinna sem reka trampólíngarðinn, segir þessa tíðni ekki lýsandi fyrir óhöpp í garðinum. Slysin áttu sér stað skömmu áður en reglunum var breytt. Í samtali við fréttastofu segir Jóhannes tíðni óhappa hjá garðinum vera mjög lága eða um 0,03 prósent af fjölda gesta á ári. Eitthvað í kringum hundrað þúsund gestir heimsæki staðinn á ári. Aðspurður hvort að reglunum hafi verið breytt vegna þessara tveggja óhappa segir hann þau ekki hafa verið eina hvatann. Eitt slys sé einu slysi of mikið. Breytingin sé mikilvæg til þess að tryggja öryggi gesta. Hann segir garðinn jafnframt ganga lengra í því að tryggja öryggi gesta heldur en krafist sé af stöðum sem þessum. Breytingin sé takmarkandi fyrir garðinn fremur en veltuaukandi, það skipti garðinn þó minna máli en öryggi viðskiptavina. Reiknar með óánægjuröddum Jóhannes býst við því að einhverjir viðskiptavinir séu óánægðir með breytinguna þar sem nú geti eldri systkini ekki farið með yngri systkini sín í krakkatíma. Hann telur þó að foreldrar verði ánægðir með breytinguna á endanum enda öryggi barna í fyrirrúmi. Ekki sé öruggt fyrir ung börn að hoppa með eldri og þyngri börnum en hætta á óhöppum hafi aukist við þær aðstæður. Í tilkynningu frá Gleðipinnum vegna reglubreytinganna kemur fram að það sé hlutverk Rush að lágmarka hættu á óhöppum. Fylgst hafi verið með því hvenær óhöpp eigi sér stað og brugðist við í kjölfarið. Ýmsar öryggisbreytingar hafi verið gerðar í garðinum síðan Gleðipinnar tóku við rekstri hans í september 2021. „Við höfum aukið við þjálfun og fræðslu starfsmanna okkar og sem dæmi þá eru starfsmenn sem eru á dýnunum kallaðir öryggisverðir og merktir sem slíkir. Meðal aðgerða sem við höfum ráðist í er að skipta út tveimur tækjum sem okkur þótti ekki uppfylla okkar markmið um öryggi. Í staðinn er að koma nýr fótboltavöllur sem verður tekinn í gagnið snemma á næsta ári. Eins skiptum við um allar loftdýnur í garðinum,“ segir í tilkynningunni. Nýtt ævintýraland fyrir krílin Jafnframt sé nýtt ævintýraland fyrir yngri börn á aldrinum 0 til 5 ára í undirbúningi. „Það er stór kastali og leiksvæði sem er á leiðinni fjá Hollandi í samstarfi við eitt fremsta og öruggasta fyrirtæki heimsins í hönnun leiktækja fyrir börn. Sá samstarfsaðili var valinn eftir ráðleggingum Herdísar Stoorgaard. Þetta snýst fyrst og síðast um öryggi þeirra sem hoppa hjá okkur. Þetta nýja leiksvæði mun vonandi koma til móts við fjölskyldur sem þykir þessi breyting okkar á aldurstakmarki óheppileg.“ Tilkynningu Rush í heild sinni má lesa hér að neðan. Tilkynning Rush uppfærir öryggisreglur Okkur í Rush er annt um öryggi allra sem hoppa og skoppa hjá okkur. Rush er trampólíngarður þar sem börn á öllum aldri ærslast og skemmta sér. Líkt og með skíðabrekkur, íþróttaæfingar, eða sambærilega afþreyingu þá geta orðið óhöpp. Okkar hlutverk sem rekstraraðila er að lágmarka hættuna á óhöppum. Tíðni óhappa hjá okkur er mjög lág, eða 0,03% af fjölda gesta á ársgrundvelli, en markmiðin okkar eru einföld - að hámarka öryggi allra viðskiptavina. Frá því að við Gleðipinnar tókum við rekstri Rush í september 2021 höfum við gert ýmsar breytingar í garðinum sem allar lúta að öryggi. Við höfum fylgst vandlega með því hvenær óhöpp eiga sér stað og brugðist við um leið og við höfum greint áhættu. Við leituðum m.a. til Herdísar Stoorgard sem tók garðinn út með okkur og leiðbeindi okkur varðandi öryggismálin. Í kjölfarið uppfærðum við öryggis- og gæðahandbækur staðarins og merkingar innanhúss. Í raun má segja að við höfum skilgreint okkar eigin öryggisráðstafanir sem ganga mun lengra en það sem af okkur er krafist skv. stöðlum sem gilda um okkar starfsemi. Við höfum aukið við þjálfun og fræðslu starfsmanna okkar og sem dæmi þá eru starfsmenn sem eru á dýnunum kallaðir öryggisverðir og merktir sem slíkir. Meðal aðgerða sem við höfum ráðist í er að skipta út tveimur tækjum sem okkur þótti ekki uppfylla okkar markmið um öryggi. Í staðinn er að koma nýr fótboltavöllur sem verður tekinn í gagnið snemma á næsta ári. Eins skiptum við um allar loftdýnur í garðinum. Nýjasta aðgerðin í öryggismálunum okkar var að breyta reglum um aldurstakmarkið í garðinum. Það er okkar reynsla að hætta á óhöppum aukist þegar að yngri börn eru að hoppa innan um eldri og þyngri börn, eða jafnvel fullorðna. Af þeim ástæðum, og eingöngu til að tryggja öryggi yngri hoppara, þá tókum við þá ákvörðun að börn á aldrinum 0-5 ára megi eingöngu hoppa með jafnöldrum sínum í sérstökum krakkatímum. Áður máttu eldri systkini hoppa með yngri systkinum sínum en það er að okkar mati enginn munur á því og ef 0-5 ára börn væru að hoppa í opnum tímum. Nýtt ævintýraland fyrir yngri börn, allt að 5 ára, er í undirbúningi. Það er stór kastali og leiksvæði sem er á leiðinni fjá Hollandi í samstarfi við eitt fremsta og öruggasta fyrirtæki heimsins í hönnun leiktækja fyrir börn. Sá samstarfsaðili var valinn eftir ráðleggingum Herdísar Stoorgaard. Þetta snýst fyrst og síðast um öryggi þeirra sem hoppa hjá okkur. Þetta nýja leiksvæði mun vonandi koma til móts við fjölskyldur sem þykir þessi breyting okkar á aldurstakmarki óheppileg. Þess má geta að þessi ákvörðun er neikvæð tekjulega fyrir garðinn, en það er í okkar huga aukaatriði. Okkar hlutverk er að hámarka öryggi allra. Við vonum að viðskiptavinir okkar skilji þessa ákvörðun. Börn og uppeldi Kópavogur Slysavarnir Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu fótbrotnuðu tvö ung börn í garðinum með viku millibili nú nýlega. Jóhannes Ásbjörnsson, markaðsstjóri Gleðipinna sem reka trampólíngarðinn, segir þessa tíðni ekki lýsandi fyrir óhöpp í garðinum. Slysin áttu sér stað skömmu áður en reglunum var breytt. Í samtali við fréttastofu segir Jóhannes tíðni óhappa hjá garðinum vera mjög lága eða um 0,03 prósent af fjölda gesta á ári. Eitthvað í kringum hundrað þúsund gestir heimsæki staðinn á ári. Aðspurður hvort að reglunum hafi verið breytt vegna þessara tveggja óhappa segir hann þau ekki hafa verið eina hvatann. Eitt slys sé einu slysi of mikið. Breytingin sé mikilvæg til þess að tryggja öryggi gesta. Hann segir garðinn jafnframt ganga lengra í því að tryggja öryggi gesta heldur en krafist sé af stöðum sem þessum. Breytingin sé takmarkandi fyrir garðinn fremur en veltuaukandi, það skipti garðinn þó minna máli en öryggi viðskiptavina. Reiknar með óánægjuröddum Jóhannes býst við því að einhverjir viðskiptavinir séu óánægðir með breytinguna þar sem nú geti eldri systkini ekki farið með yngri systkini sín í krakkatíma. Hann telur þó að foreldrar verði ánægðir með breytinguna á endanum enda öryggi barna í fyrirrúmi. Ekki sé öruggt fyrir ung börn að hoppa með eldri og þyngri börnum en hætta á óhöppum hafi aukist við þær aðstæður. Í tilkynningu frá Gleðipinnum vegna reglubreytinganna kemur fram að það sé hlutverk Rush að lágmarka hættu á óhöppum. Fylgst hafi verið með því hvenær óhöpp eigi sér stað og brugðist við í kjölfarið. Ýmsar öryggisbreytingar hafi verið gerðar í garðinum síðan Gleðipinnar tóku við rekstri hans í september 2021. „Við höfum aukið við þjálfun og fræðslu starfsmanna okkar og sem dæmi þá eru starfsmenn sem eru á dýnunum kallaðir öryggisverðir og merktir sem slíkir. Meðal aðgerða sem við höfum ráðist í er að skipta út tveimur tækjum sem okkur þótti ekki uppfylla okkar markmið um öryggi. Í staðinn er að koma nýr fótboltavöllur sem verður tekinn í gagnið snemma á næsta ári. Eins skiptum við um allar loftdýnur í garðinum,“ segir í tilkynningunni. Nýtt ævintýraland fyrir krílin Jafnframt sé nýtt ævintýraland fyrir yngri börn á aldrinum 0 til 5 ára í undirbúningi. „Það er stór kastali og leiksvæði sem er á leiðinni fjá Hollandi í samstarfi við eitt fremsta og öruggasta fyrirtæki heimsins í hönnun leiktækja fyrir börn. Sá samstarfsaðili var valinn eftir ráðleggingum Herdísar Stoorgaard. Þetta snýst fyrst og síðast um öryggi þeirra sem hoppa hjá okkur. Þetta nýja leiksvæði mun vonandi koma til móts við fjölskyldur sem þykir þessi breyting okkar á aldurstakmarki óheppileg.“ Tilkynningu Rush í heild sinni má lesa hér að neðan. Tilkynning Rush uppfærir öryggisreglur Okkur í Rush er annt um öryggi allra sem hoppa og skoppa hjá okkur. Rush er trampólíngarður þar sem börn á öllum aldri ærslast og skemmta sér. Líkt og með skíðabrekkur, íþróttaæfingar, eða sambærilega afþreyingu þá geta orðið óhöpp. Okkar hlutverk sem rekstraraðila er að lágmarka hættuna á óhöppum. Tíðni óhappa hjá okkur er mjög lág, eða 0,03% af fjölda gesta á ársgrundvelli, en markmiðin okkar eru einföld - að hámarka öryggi allra viðskiptavina. Frá því að við Gleðipinnar tókum við rekstri Rush í september 2021 höfum við gert ýmsar breytingar í garðinum sem allar lúta að öryggi. Við höfum fylgst vandlega með því hvenær óhöpp eiga sér stað og brugðist við um leið og við höfum greint áhættu. Við leituðum m.a. til Herdísar Stoorgard sem tók garðinn út með okkur og leiðbeindi okkur varðandi öryggismálin. Í kjölfarið uppfærðum við öryggis- og gæðahandbækur staðarins og merkingar innanhúss. Í raun má segja að við höfum skilgreint okkar eigin öryggisráðstafanir sem ganga mun lengra en það sem af okkur er krafist skv. stöðlum sem gilda um okkar starfsemi. Við höfum aukið við þjálfun og fræðslu starfsmanna okkar og sem dæmi þá eru starfsmenn sem eru á dýnunum kallaðir öryggisverðir og merktir sem slíkir. Meðal aðgerða sem við höfum ráðist í er að skipta út tveimur tækjum sem okkur þótti ekki uppfylla okkar markmið um öryggi. Í staðinn er að koma nýr fótboltavöllur sem verður tekinn í gagnið snemma á næsta ári. Eins skiptum við um allar loftdýnur í garðinum. Nýjasta aðgerðin í öryggismálunum okkar var að breyta reglum um aldurstakmarkið í garðinum. Það er okkar reynsla að hætta á óhöppum aukist þegar að yngri börn eru að hoppa innan um eldri og þyngri börn, eða jafnvel fullorðna. Af þeim ástæðum, og eingöngu til að tryggja öryggi yngri hoppara, þá tókum við þá ákvörðun að börn á aldrinum 0-5 ára megi eingöngu hoppa með jafnöldrum sínum í sérstökum krakkatímum. Áður máttu eldri systkini hoppa með yngri systkinum sínum en það er að okkar mati enginn munur á því og ef 0-5 ára börn væru að hoppa í opnum tímum. Nýtt ævintýraland fyrir yngri börn, allt að 5 ára, er í undirbúningi. Það er stór kastali og leiksvæði sem er á leiðinni fjá Hollandi í samstarfi við eitt fremsta og öruggasta fyrirtæki heimsins í hönnun leiktækja fyrir börn. Sá samstarfsaðili var valinn eftir ráðleggingum Herdísar Stoorgaard. Þetta snýst fyrst og síðast um öryggi þeirra sem hoppa hjá okkur. Þetta nýja leiksvæði mun vonandi koma til móts við fjölskyldur sem þykir þessi breyting okkar á aldurstakmarki óheppileg. Þess má geta að þessi ákvörðun er neikvæð tekjulega fyrir garðinn, en það er í okkar huga aukaatriði. Okkar hlutverk er að hámarka öryggi allra. Við vonum að viðskiptavinir okkar skilji þessa ákvörðun.
Tilkynning Rush uppfærir öryggisreglur Okkur í Rush er annt um öryggi allra sem hoppa og skoppa hjá okkur. Rush er trampólíngarður þar sem börn á öllum aldri ærslast og skemmta sér. Líkt og með skíðabrekkur, íþróttaæfingar, eða sambærilega afþreyingu þá geta orðið óhöpp. Okkar hlutverk sem rekstraraðila er að lágmarka hættuna á óhöppum. Tíðni óhappa hjá okkur er mjög lág, eða 0,03% af fjölda gesta á ársgrundvelli, en markmiðin okkar eru einföld - að hámarka öryggi allra viðskiptavina. Frá því að við Gleðipinnar tókum við rekstri Rush í september 2021 höfum við gert ýmsar breytingar í garðinum sem allar lúta að öryggi. Við höfum fylgst vandlega með því hvenær óhöpp eiga sér stað og brugðist við um leið og við höfum greint áhættu. Við leituðum m.a. til Herdísar Stoorgard sem tók garðinn út með okkur og leiðbeindi okkur varðandi öryggismálin. Í kjölfarið uppfærðum við öryggis- og gæðahandbækur staðarins og merkingar innanhúss. Í raun má segja að við höfum skilgreint okkar eigin öryggisráðstafanir sem ganga mun lengra en það sem af okkur er krafist skv. stöðlum sem gilda um okkar starfsemi. Við höfum aukið við þjálfun og fræðslu starfsmanna okkar og sem dæmi þá eru starfsmenn sem eru á dýnunum kallaðir öryggisverðir og merktir sem slíkir. Meðal aðgerða sem við höfum ráðist í er að skipta út tveimur tækjum sem okkur þótti ekki uppfylla okkar markmið um öryggi. Í staðinn er að koma nýr fótboltavöllur sem verður tekinn í gagnið snemma á næsta ári. Eins skiptum við um allar loftdýnur í garðinum. Nýjasta aðgerðin í öryggismálunum okkar var að breyta reglum um aldurstakmarkið í garðinum. Það er okkar reynsla að hætta á óhöppum aukist þegar að yngri börn eru að hoppa innan um eldri og þyngri börn, eða jafnvel fullorðna. Af þeim ástæðum, og eingöngu til að tryggja öryggi yngri hoppara, þá tókum við þá ákvörðun að börn á aldrinum 0-5 ára megi eingöngu hoppa með jafnöldrum sínum í sérstökum krakkatímum. Áður máttu eldri systkini hoppa með yngri systkinum sínum en það er að okkar mati enginn munur á því og ef 0-5 ára börn væru að hoppa í opnum tímum. Nýtt ævintýraland fyrir yngri börn, allt að 5 ára, er í undirbúningi. Það er stór kastali og leiksvæði sem er á leiðinni fjá Hollandi í samstarfi við eitt fremsta og öruggasta fyrirtæki heimsins í hönnun leiktækja fyrir börn. Sá samstarfsaðili var valinn eftir ráðleggingum Herdísar Stoorgaard. Þetta snýst fyrst og síðast um öryggi þeirra sem hoppa hjá okkur. Þetta nýja leiksvæði mun vonandi koma til móts við fjölskyldur sem þykir þessi breyting okkar á aldurstakmarki óheppileg. Þess má geta að þessi ákvörðun er neikvæð tekjulega fyrir garðinn, en það er í okkar huga aukaatriði. Okkar hlutverk er að hámarka öryggi allra. Við vonum að viðskiptavinir okkar skilji þessa ákvörðun.
Börn og uppeldi Kópavogur Slysavarnir Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira