Hafa ekki í nein hús að venda eftir að íbúðin skemmdist í gríðarlegum leka Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. desember 2022 19:45 Ewa og Lukasz leita nú að húsnæði eftir vatnslekann. sigurjón ólason Par hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Þau vita ekki hvar þau ætla að verja nóttinni og segja Kópavogsbæ ekkert vilja gera fyrir þau. Lukasz og Ewa, íbúar að Marbakkabraut í Kópavogi vöknuðu upp klukkan fimm í nótt við mikil vatnshljóð. Þegar þau stigu fram úr rúminu var íbúðin öll á floti. Sökudólgurinn var lögn á landi bæjarins sem farið hafði í sundur á þrjátíu metra kafla á Kársnesbraut, götu sem liggur fyrir ofan heimili þeirra. Ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að ekki sé vitað hvers vegna lögnin hafi gefið sig.sigurjón ólason „Þegar við vöknuðum var vatn alls staðar. Við vorum að reyna að bjarga eigum okkar,“ segir Lukasz Frydrychewicz. Þau segja að dæluþjónusta hafi komið snögglega ásamt eiganda íbúðarinnar og strax hafist handa við að dæla vatni. „Við töldum hættu á ferðum vegna rafmagns. Raftenglarnir okkar eru lágt á veggjunum. Við erum hrædd um að þetta geti verið vandasamt, rafmagn og vatn,“ sagði Ewa Agnieszka Jaszczuk. Mikið tjón varð í íbúðinni eins og sést og segja þau nær allt innbúið ónýtt. Þau hafa ekki í nein hús að venda, hafa lítið bakland hér á landi og vita ekki hvar þau verja nóttinni eða næstu dögum. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá forsvarsmönnum Kópavogsbæjar í dag sem að þeirra sögn sögðust ekkert geta gert fyrir þau. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyri þeim.“ Dælt hefur verið úr íbúðinni í allan dag.sigurjón óla Bærinn hafi bent þeim á að leigja hótelherbergi en það sé dýrt. Ewa og Lukasz eru með innbústryggingu hjá Verði en segja félagið benda á Kópavogsbæ og Kópavogsbæ benda á tryggingafélagið. Fréttastofa leitaði viðbragða frá Kópavogsbæ og Verði. Í skriflegri tilkynningu frá bænum kemur fram að öllum sem snúi sér til þeirra vegna málsins sé leiðbeint um möguleg úrræði sveitarfélagsins. Þá hvetji VÍS, tryggingafélag bæjarins, þá sem hafa orðið fyrir tjóni að tilkynna það til félagsins. Kópavogur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Lukasz og Ewa, íbúar að Marbakkabraut í Kópavogi vöknuðu upp klukkan fimm í nótt við mikil vatnshljóð. Þegar þau stigu fram úr rúminu var íbúðin öll á floti. Sökudólgurinn var lögn á landi bæjarins sem farið hafði í sundur á þrjátíu metra kafla á Kársnesbraut, götu sem liggur fyrir ofan heimili þeirra. Ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að ekki sé vitað hvers vegna lögnin hafi gefið sig.sigurjón ólason „Þegar við vöknuðum var vatn alls staðar. Við vorum að reyna að bjarga eigum okkar,“ segir Lukasz Frydrychewicz. Þau segja að dæluþjónusta hafi komið snögglega ásamt eiganda íbúðarinnar og strax hafist handa við að dæla vatni. „Við töldum hættu á ferðum vegna rafmagns. Raftenglarnir okkar eru lágt á veggjunum. Við erum hrædd um að þetta geti verið vandasamt, rafmagn og vatn,“ sagði Ewa Agnieszka Jaszczuk. Mikið tjón varð í íbúðinni eins og sést og segja þau nær allt innbúið ónýtt. Þau hafa ekki í nein hús að venda, hafa lítið bakland hér á landi og vita ekki hvar þau verja nóttinni eða næstu dögum. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá forsvarsmönnum Kópavogsbæjar í dag sem að þeirra sögn sögðust ekkert geta gert fyrir þau. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyri þeim.“ Dælt hefur verið úr íbúðinni í allan dag.sigurjón óla Bærinn hafi bent þeim á að leigja hótelherbergi en það sé dýrt. Ewa og Lukasz eru með innbústryggingu hjá Verði en segja félagið benda á Kópavogsbæ og Kópavogsbæ benda á tryggingafélagið. Fréttastofa leitaði viðbragða frá Kópavogsbæ og Verði. Í skriflegri tilkynningu frá bænum kemur fram að öllum sem snúi sér til þeirra vegna málsins sé leiðbeint um möguleg úrræði sveitarfélagsins. Þá hvetji VÍS, tryggingafélag bæjarins, þá sem hafa orðið fyrir tjóni að tilkynna það til félagsins.
Kópavogur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira