Ómar Ingi og Gísli Þorgeir koma fullir sjálfstrausts inn í HM í handbolta sem fram fer í janúar. Þeir áttu sannkallaðan stórleik í kvöld þegar Magdeburg vann mikilvægan sigur á sterku liði PSG.
Heimaliðið var sterkara í fyrri hálfleik og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, staðan þá 19-15. Í síðari hálfleik reyndust gestirnir mun sterkari og fór íslenska tvíeykið mikinn í endurkomu Magdeburg. Á endanum fór það svo að Magdeburg vann fjögurra marka sigur, lokatölur 33-37.
5 goals in the first 5 minutes of the game! Ómar Ingi Magnusson is here to play! #ehfcl @SCMagdeburg pic.twitter.com/pHvEegftMF
— EHF Champions League (@ehfcl) December 14, 2022
Ómar Ingi skoraði 12 mörk og gaf 2 stoðsendingar og þá skoraði Gísli Þorgeir 9 mörk og gaf 2 stoðendingar.
Sigurinn þýðir að Magdeburg er nú í 3. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með 14 stig á meðan PSG er á toppnum með 16 stig.