Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 20:16 Vopnaðir hermenn á götum Arequipa. Mótmælendur stöðvuðu flugumferð á alþjóðaflugvellinum þar á dögunum. AP/José Sotomayor Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. Neyðarlögin gilda um allt landið í þrjátíu daga. Luis Otarola Peñaranda, varnarmálaráðherra, vísaði til þess að nauðsynlegt væri að grípa til ákveðinna aðgerða til að bregðast við skemmdarverkum, ofbeldi og vegartálmum sem mótmælendur hafa sett upp. Lögreglan og herinn fær heimild til þess að leita á heimilum fólks án leyfis eða réttarheimildar. Otarola segir að ekki hafi ákveðið hvort að útgöngubanni verði komið á. Að minnsta kosti sjö manns hafa látist í mótmælunum. Mótmælendur hafa meðal annars sett upp vegartálma í höfuðborginni Lima og í mörgum smærri bæjum og þorpum. Þeir hafa kveikt í lögreglustöðvum, hertekið flugvöll flughersins og rutt sér leið inn á flugbraut alþjóðaflugvallar í Arequipa sem er mikilvægur ferðaþjónustunni í landinu. Þeir krefjast þess að Castillo verði sleppt úr haldi en hann er sakaður um spillingu og að reyna að ræna völdum í landinu. Þá vilja þeir að boðað verði til kosninga tafarlaust. Dina Boluarte, varaforsetaefni Castillo sem tók við af honum, hefur gert að því skóna að kosið verði í desember á næsta ári. Castillo ætlaði að leysa upp þingið áður en það gæti greitt atkvæði um að kæra hann fyrir embættisbrot í þriðja skipti. Þess í stað veik þingið honum úr embætti. Castillo var handtekinn og sakaður um að ætla að sækjast eftir pólitísku hæli í mexíkóska sendiráðinu. Perú Tengdar fréttir Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Forseti Perú ákærður fyrir spillingu Saksóknari í Perú hefur ákært forseta landsins, Pedro Castillo, fyrir spillingu. Samkvæmt ákærunni á forsetinn að tilheyra glæpasamtökum, en forsetinn sjálfur neitar sök í málinu. 12. október 2022 09:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Neyðarlögin gilda um allt landið í þrjátíu daga. Luis Otarola Peñaranda, varnarmálaráðherra, vísaði til þess að nauðsynlegt væri að grípa til ákveðinna aðgerða til að bregðast við skemmdarverkum, ofbeldi og vegartálmum sem mótmælendur hafa sett upp. Lögreglan og herinn fær heimild til þess að leita á heimilum fólks án leyfis eða réttarheimildar. Otarola segir að ekki hafi ákveðið hvort að útgöngubanni verði komið á. Að minnsta kosti sjö manns hafa látist í mótmælunum. Mótmælendur hafa meðal annars sett upp vegartálma í höfuðborginni Lima og í mörgum smærri bæjum og þorpum. Þeir hafa kveikt í lögreglustöðvum, hertekið flugvöll flughersins og rutt sér leið inn á flugbraut alþjóðaflugvallar í Arequipa sem er mikilvægur ferðaþjónustunni í landinu. Þeir krefjast þess að Castillo verði sleppt úr haldi en hann er sakaður um spillingu og að reyna að ræna völdum í landinu. Þá vilja þeir að boðað verði til kosninga tafarlaust. Dina Boluarte, varaforsetaefni Castillo sem tók við af honum, hefur gert að því skóna að kosið verði í desember á næsta ári. Castillo ætlaði að leysa upp þingið áður en það gæti greitt atkvæði um að kæra hann fyrir embættisbrot í þriðja skipti. Þess í stað veik þingið honum úr embætti. Castillo var handtekinn og sakaður um að ætla að sækjast eftir pólitísku hæli í mexíkóska sendiráðinu.
Perú Tengdar fréttir Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Forseti Perú ákærður fyrir spillingu Saksóknari í Perú hefur ákært forseta landsins, Pedro Castillo, fyrir spillingu. Samkvæmt ákærunni á forsetinn að tilheyra glæpasamtökum, en forsetinn sjálfur neitar sök í málinu. 12. október 2022 09:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39
Forseti Perú ákærður fyrir spillingu Saksóknari í Perú hefur ákært forseta landsins, Pedro Castillo, fyrir spillingu. Samkvæmt ákærunni á forsetinn að tilheyra glæpasamtökum, en forsetinn sjálfur neitar sök í málinu. 12. október 2022 09:05
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent