„Gamaldags fjárdráttur“ hjá FTX Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 23:05 Frá kynningu alríkissaksóknara á ákærum á hendur Sam Bankman-Fried í New York í gær. Vísir/Getty Skiptastjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX segir að það sem átti sér stað innan þess hafi ekki verið neitt flóknara en „gamaldags fjárdráttur“. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX, er ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi og var metið á um þrjátíu milljarða dollara þegar mest lét. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotameðferðar í kjölfar lausafjárþurrðar vegna áhlaups viðskiptavina sem sáu fréttir um vafasamt samkrull kauphallarinnar og vogunarsjóðs Bankman-Frieds. Talið er að fyrirtækið skuldi fimmtíu stærstu kröfuhöfum sínum meira en þrjá milljarða dollara, jafnvirði meira en 426 milljarða íslenskra króna. Bankman-Fried var handtekinn á Bahamaeyjum, þar sem FTX, hafði höfuðstöðvar að beiðni bandarískra yfirvalda á mánudagskvöld. Hann er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og brot á lögum um framlög til stjórnmálaflokka. Þá kærði bandaríska verðbréfaeftirlitið hann fyrir að nota fé fjárfesta til að fjármagna eigin áhættufjárfestingar, kaup á lúxusfasteignum og framlög til stjórnmálaafla. Fallni rafmyntakóngurinn var leiddur fyrir dómara í Nassá á Bahamaeyjum í gær. Honum var neitað um lausn gegn tryggingu en saksóknarar sögðu að hætta væri á að hann reyndi að flýja. Þar sagðist hann ætli að mótmæla því að verða framseldur til Bandaríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í ákærunni gegn Bankman-Fried er hann sakaður um að hafa lagt á ráðin um að svíkja fé út úr viðskiptavinum og fjárfestum til þess að auðgast sjálfur allt frá því að FTX var stofnað árið 2019. Það hafi hann gert með því að beina fé viðskiptavina ólöglega inn í vogunarsjóð sinn Alameda Research. Damian Williams, alríkissaksóknari í New York, sagði svikin „ein þau stærstu í sögu Bandaríkjanna“. John Ray þriðji hefur marga fjöruna sopið enda tók hann við þrotabúi Enron sem fór á hausinn með látum. Hann segir óstjórnina innan FTX þá verstu sem hann hefur séð.AP/Manuel Balce Ceneta „Ekki flókið að neinu leyti“ John Ray þriðji, skiptastjóri FTX, kom fyrir fjármálaþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær en Bankman-Fried átti einnig að vera gestur á fundinum. Hann hefur ítrekað lýst óráðsíunni innan FTX sem þeirri verstu sem hann hafi orðið vitni að á ferlinu, jafnvel þó að hann hafi séð um að greiða úr flækjunni eftir gjaldþrot orkurisans Enron á fyrsta áratug aldarinnar. Í framburði Ray kom meðal annars fram að ekkert innra eftirlit hafi verið til staðar hjá FTX og engir endurskoðendur. Engin framkvæmdastjórn var til staðar og ekkert kerfi var til staðar sem kom í veg fyrir að Bankman-Fried gæti fært fé út úr FTX og inn í Alameda Research, rafmyntavogunarsjóð sinn. Hann sagðist hafa fundið gögn um lán þar sem Bankman-Fried var bæði skráður útgefandi og móttakandi. Samþykki fyrir útgjöldum hafi verið veitt með tjámynd (e. emoji). Bókhaldskerfið margmilljarða dollara fyrirtækisins var staðlað forrit sem lítil og meðalstór fyrirtæki nota gjarnan, að sögn AP-fréttastofunnar. Ray áætlaði að um átta milljarðar dollara af innistæðum viðskiptavina fyndust ekki. „Þetta er bara gamaldags fjárdráttur, að taka peninga frá öðrum og nota þá í eigin þágu. Þetta er ekki flókið að neinu leyti,“ sagði Ray við þingmennina. Skráði kosningaframlög í nafni annarra Svo virðist sem að Bankman-Fried og yfirvöld á Bahamaeyjum hafi gert með sér einhvers konar samkomulag rétt áður en fyrirtækið fór í þrot. Þau leyfðu um 1.500 óþekktum fjárfestum á Bahamaeyjum að taka út um hundrað milljónir dollara, jafnvirði meira en fjórtán milljarða króna, af reikningum sínum hjá FTX á meðan innistæður viðskiptavina annars staðar voru frystar, að sögn Ray. Bankman-Fried er einnig ákærður fyrir brot á lögum um framlög til stjórnmálaframboða. Hann var næstumsvifamesti bakhjarl Demókrataflokksins fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Sjálfur fullyrðir hann að hann hafi gefið repúblikönum jafnháar fjárhæðir en í gegnum svokallaðar pólitískar aðgerðanefndir sem þurfa ekki að veita upplýsingar um hverjir styrkja þær. Saksóknarar saka hann um að hafa látið Alameda Research láta út fyrir framlögunum en skrá þau ranglega í nafni annarra einstaklinga. Rafmyntir Bandaríkin Bahamaeyjar Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Sakaður um að féfletta fjárfesta FTX Bandaríska verðbréfaeftirlitið sakar Sam Bankman-Fried, stofnanda FTX, um að hafa féflett fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. Fénu hafi hann beint í eigin vogunarsjóðs sem hann notaði í áhættufjárfestingar, kaup á lúxusfasteignum og styrki til stjórnmálaflokka. 13. desember 2022 14:28 Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi og var metið á um þrjátíu milljarða dollara þegar mest lét. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotameðferðar í kjölfar lausafjárþurrðar vegna áhlaups viðskiptavina sem sáu fréttir um vafasamt samkrull kauphallarinnar og vogunarsjóðs Bankman-Frieds. Talið er að fyrirtækið skuldi fimmtíu stærstu kröfuhöfum sínum meira en þrjá milljarða dollara, jafnvirði meira en 426 milljarða íslenskra króna. Bankman-Fried var handtekinn á Bahamaeyjum, þar sem FTX, hafði höfuðstöðvar að beiðni bandarískra yfirvalda á mánudagskvöld. Hann er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og brot á lögum um framlög til stjórnmálaflokka. Þá kærði bandaríska verðbréfaeftirlitið hann fyrir að nota fé fjárfesta til að fjármagna eigin áhættufjárfestingar, kaup á lúxusfasteignum og framlög til stjórnmálaafla. Fallni rafmyntakóngurinn var leiddur fyrir dómara í Nassá á Bahamaeyjum í gær. Honum var neitað um lausn gegn tryggingu en saksóknarar sögðu að hætta væri á að hann reyndi að flýja. Þar sagðist hann ætli að mótmæla því að verða framseldur til Bandaríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í ákærunni gegn Bankman-Fried er hann sakaður um að hafa lagt á ráðin um að svíkja fé út úr viðskiptavinum og fjárfestum til þess að auðgast sjálfur allt frá því að FTX var stofnað árið 2019. Það hafi hann gert með því að beina fé viðskiptavina ólöglega inn í vogunarsjóð sinn Alameda Research. Damian Williams, alríkissaksóknari í New York, sagði svikin „ein þau stærstu í sögu Bandaríkjanna“. John Ray þriðji hefur marga fjöruna sopið enda tók hann við þrotabúi Enron sem fór á hausinn með látum. Hann segir óstjórnina innan FTX þá verstu sem hann hefur séð.AP/Manuel Balce Ceneta „Ekki flókið að neinu leyti“ John Ray þriðji, skiptastjóri FTX, kom fyrir fjármálaþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær en Bankman-Fried átti einnig að vera gestur á fundinum. Hann hefur ítrekað lýst óráðsíunni innan FTX sem þeirri verstu sem hann hafi orðið vitni að á ferlinu, jafnvel þó að hann hafi séð um að greiða úr flækjunni eftir gjaldþrot orkurisans Enron á fyrsta áratug aldarinnar. Í framburði Ray kom meðal annars fram að ekkert innra eftirlit hafi verið til staðar hjá FTX og engir endurskoðendur. Engin framkvæmdastjórn var til staðar og ekkert kerfi var til staðar sem kom í veg fyrir að Bankman-Fried gæti fært fé út úr FTX og inn í Alameda Research, rafmyntavogunarsjóð sinn. Hann sagðist hafa fundið gögn um lán þar sem Bankman-Fried var bæði skráður útgefandi og móttakandi. Samþykki fyrir útgjöldum hafi verið veitt með tjámynd (e. emoji). Bókhaldskerfið margmilljarða dollara fyrirtækisins var staðlað forrit sem lítil og meðalstór fyrirtæki nota gjarnan, að sögn AP-fréttastofunnar. Ray áætlaði að um átta milljarðar dollara af innistæðum viðskiptavina fyndust ekki. „Þetta er bara gamaldags fjárdráttur, að taka peninga frá öðrum og nota þá í eigin þágu. Þetta er ekki flókið að neinu leyti,“ sagði Ray við þingmennina. Skráði kosningaframlög í nafni annarra Svo virðist sem að Bankman-Fried og yfirvöld á Bahamaeyjum hafi gert með sér einhvers konar samkomulag rétt áður en fyrirtækið fór í þrot. Þau leyfðu um 1.500 óþekktum fjárfestum á Bahamaeyjum að taka út um hundrað milljónir dollara, jafnvirði meira en fjórtán milljarða króna, af reikningum sínum hjá FTX á meðan innistæður viðskiptavina annars staðar voru frystar, að sögn Ray. Bankman-Fried er einnig ákærður fyrir brot á lögum um framlög til stjórnmálaframboða. Hann var næstumsvifamesti bakhjarl Demókrataflokksins fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Sjálfur fullyrðir hann að hann hafi gefið repúblikönum jafnháar fjárhæðir en í gegnum svokallaðar pólitískar aðgerðanefndir sem þurfa ekki að veita upplýsingar um hverjir styrkja þær. Saksóknarar saka hann um að hafa látið Alameda Research láta út fyrir framlögunum en skrá þau ranglega í nafni annarra einstaklinga.
Rafmyntir Bandaríkin Bahamaeyjar Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Sakaður um að féfletta fjárfesta FTX Bandaríska verðbréfaeftirlitið sakar Sam Bankman-Fried, stofnanda FTX, um að hafa féflett fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. Fénu hafi hann beint í eigin vogunarsjóðs sem hann notaði í áhættufjárfestingar, kaup á lúxusfasteignum og styrki til stjórnmálaflokka. 13. desember 2022 14:28 Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Sakaður um að féfletta fjárfesta FTX Bandaríska verðbréfaeftirlitið sakar Sam Bankman-Fried, stofnanda FTX, um að hafa féflett fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. Fénu hafi hann beint í eigin vogunarsjóðs sem hann notaði í áhættufjárfestingar, kaup á lúxusfasteignum og styrki til stjórnmálaflokka. 13. desember 2022 14:28
Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39
Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01