„Erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír“ Atli Arason skrifar 14. desember 2022 23:00 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fjögurra stiga tap gegn Haukum á heimavelli í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 77-81. Rúnar telur að Íslandsmeistararnir eigi mikið inni. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa að við erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír bæði varnarlega og sóknarlega. Sérstaklega þegar við náum að tengja saman stoppin og keyra upp hraðan í leiknum. Það er okkar styrkleiki. Við eigum marga leikmenn sem eru rosalega góðir í því,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Við erum bara ekki alveg komnar á þennan stað og sérstaklega ekki með Laniero meidda, þá erum við ekki að ná að framkvæma nógu vel á hálfum velli í brakinu [e. crunch time]. Á þeim tíma vorum við svolítið að bíða eftir því Collier kláraði leikinn fyrir okkur.“ Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn í treyju Njarðvíkur í kvöld. Collier skoraði 40 stig ásamt því að rífa niður 21 frákast, gefa sjö stoðsendingar og stela sjö boltum. „Hún spilaði 47 mínútur á sunnudaginn en frammistaðan sem hún var að mæta með í kvöld, þrem dögum síðar, er bara til fyrirmyndar. Hún hleypur út um allan völl og er að berjast fyrir öllum boltum. Það er bara ekki hægt að biðja um mikið meira,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í frammistöðu Collier. Njarðvík sneri leiknum við í síðari hálfleik og leiddi nánast allan seinni hálfleikinn, þangað til að rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá tók við frábær lokakafli hjá Haukum sem skilaði því þá að gestirnir fóru heim með stigin tvö. „Þetta er virkilega svekkjandi, að ná ekki að klára leikinn eftir að við eigum mjög góðan leikkafla í seinni hálfleik og komum okkur í mjög þægilega stöðu, svona þannig lagað, þó svo að tíu stig er ekki mikill munur í körfubolta. Mér fannst við samt leyfa þeim að komast aðeins og auðveldlega aftur inn í leikinn.“ Framundan er tveggja vikna jólafrí áður en Njarðvík fer í heimsókn til Vals þann 28. desember. Fríið er kærkomið fyrir meiðslahrjáð lið Njarðvíkur að mati Rúnars. „Það verður ágætt að fá að nústilla eftir þessa meiðslatíð. Nú fáum við smá tíma til að stíga til baka og horfa á leikina aftur og aftur til þess að finna einhverjar nýjar og geggjaðar lausnir sem við mætum með í Origo á milli jóla og nýárs til að kveikja í höllinni þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
„Ég sagði við stelpurnar inn í klefa að við erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír bæði varnarlega og sóknarlega. Sérstaklega þegar við náum að tengja saman stoppin og keyra upp hraðan í leiknum. Það er okkar styrkleiki. Við eigum marga leikmenn sem eru rosalega góðir í því,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Við erum bara ekki alveg komnar á þennan stað og sérstaklega ekki með Laniero meidda, þá erum við ekki að ná að framkvæma nógu vel á hálfum velli í brakinu [e. crunch time]. Á þeim tíma vorum við svolítið að bíða eftir því Collier kláraði leikinn fyrir okkur.“ Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn í treyju Njarðvíkur í kvöld. Collier skoraði 40 stig ásamt því að rífa niður 21 frákast, gefa sjö stoðsendingar og stela sjö boltum. „Hún spilaði 47 mínútur á sunnudaginn en frammistaðan sem hún var að mæta með í kvöld, þrem dögum síðar, er bara til fyrirmyndar. Hún hleypur út um allan völl og er að berjast fyrir öllum boltum. Það er bara ekki hægt að biðja um mikið meira,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í frammistöðu Collier. Njarðvík sneri leiknum við í síðari hálfleik og leiddi nánast allan seinni hálfleikinn, þangað til að rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá tók við frábær lokakafli hjá Haukum sem skilaði því þá að gestirnir fóru heim með stigin tvö. „Þetta er virkilega svekkjandi, að ná ekki að klára leikinn eftir að við eigum mjög góðan leikkafla í seinni hálfleik og komum okkur í mjög þægilega stöðu, svona þannig lagað, þó svo að tíu stig er ekki mikill munur í körfubolta. Mér fannst við samt leyfa þeim að komast aðeins og auðveldlega aftur inn í leikinn.“ Framundan er tveggja vikna jólafrí áður en Njarðvík fer í heimsókn til Vals þann 28. desember. Fríið er kærkomið fyrir meiðslahrjáð lið Njarðvíkur að mati Rúnars. „Það verður ágætt að fá að nústilla eftir þessa meiðslatíð. Nú fáum við smá tíma til að stíga til baka og horfa á leikina aftur og aftur til þess að finna einhverjar nýjar og geggjaðar lausnir sem við mætum með í Origo á milli jóla og nýárs til að kveikja í höllinni þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15