Fjögur bætast við á lista þeirra sem fá heiðurslaun listamanna Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2022 08:38 Kristín Þorkelsdóttir hlaut heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. Hún bætist nú við á lista þeirra sem hljóta heiðurslaun listamanna. ALDÍS PÁLSDÓTTIR Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að listamennirnir Hildur Hákonardóttir, Kristín Þorkelsdóttir, Manfreð Vilhjálmsson og Þórhildur Þorleifsdóttir muni bætast á lista yfir þá sem njóta heiðurslaun listamanna. Breytingatillaga nefndarinnar við fjárlagafrumvarpið var lögð fram í gær. Þau Hildur, Kristín, Manfreð og Þórhildur koma í stað fjögurra sem voru á listanum en féllu frá á síðasta ári eða á því sem senn er á enda. Alls eru 25 listamenn á lista þeirra sem hljóta heiðurslaun listamanna. „Á árunum 2021 og 2022 létust fjórir úr hópi þeirra listamanna sem nutu heiðurslauna, Jón Sigurbjörnsson og Vilborg Dagbjartsdóttir á árinu 2021 og Guðrún Helgadóttir og Þuríður Pálsdóttir árið 2022,“ segir í greinargerðinni með breytingatillögunni. Hildur Hákonardóttir er myndvefari og rithöfundur, Kristín Þorkelsdóttir grafískur hönnuður sem hannaði meðal annars íslensku peningaseðlana og vegabréfin, Manfreð Vilhjálmsson er arkitekt og Þórhildur Þorleifsdóttir leikkona og leikstjóri. Þetta er í fyrsta sinn sem listamaður úr röðum grafískra hönnuða og arkitekta kemst á listann. Verði tillagan samþykkt mun listi yfir þá sem hljóta heiðurslaun listamanna líta þannig út: Bubbi Morthens Erró Friðrik Þór Friðriksson Guðbergur Bergsson Guðrún Ásmundsdóttir Gunnar Þórðarson Hannes Pétursson Hildur Hákonardóttir Hreinn Friðfinnsson Jón Ásgeirsson Jón Nordal Jónas Ingimundarson Kristbjörg Kjeld Kristín Jóhannesdóttir Kristín Þorkelsdóttir Magnús Pálsson Manfreð Vilhjálmsson Matthías Johannessen Megas Steina Vasulka Vigdís Grímsdóttir Þorbjörg Höskuldsdóttir Þorgerður Ingólfsdóttir Þórhildur Þorleifsdóttir Þráinn Bertelsson Fjárlagafrumvarp 2023 Listamannalaun Menning Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar. 10. desember 2022 16:15 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Breytingatillaga nefndarinnar við fjárlagafrumvarpið var lögð fram í gær. Þau Hildur, Kristín, Manfreð og Þórhildur koma í stað fjögurra sem voru á listanum en féllu frá á síðasta ári eða á því sem senn er á enda. Alls eru 25 listamenn á lista þeirra sem hljóta heiðurslaun listamanna. „Á árunum 2021 og 2022 létust fjórir úr hópi þeirra listamanna sem nutu heiðurslauna, Jón Sigurbjörnsson og Vilborg Dagbjartsdóttir á árinu 2021 og Guðrún Helgadóttir og Þuríður Pálsdóttir árið 2022,“ segir í greinargerðinni með breytingatillögunni. Hildur Hákonardóttir er myndvefari og rithöfundur, Kristín Þorkelsdóttir grafískur hönnuður sem hannaði meðal annars íslensku peningaseðlana og vegabréfin, Manfreð Vilhjálmsson er arkitekt og Þórhildur Þorleifsdóttir leikkona og leikstjóri. Þetta er í fyrsta sinn sem listamaður úr röðum grafískra hönnuða og arkitekta kemst á listann. Verði tillagan samþykkt mun listi yfir þá sem hljóta heiðurslaun listamanna líta þannig út: Bubbi Morthens Erró Friðrik Þór Friðriksson Guðbergur Bergsson Guðrún Ásmundsdóttir Gunnar Þórðarson Hannes Pétursson Hildur Hákonardóttir Hreinn Friðfinnsson Jón Ásgeirsson Jón Nordal Jónas Ingimundarson Kristbjörg Kjeld Kristín Jóhannesdóttir Kristín Þorkelsdóttir Magnús Pálsson Manfreð Vilhjálmsson Matthías Johannessen Megas Steina Vasulka Vigdís Grímsdóttir Þorbjörg Höskuldsdóttir Þorgerður Ingólfsdóttir Þórhildur Þorleifsdóttir Þráinn Bertelsson
Fjárlagafrumvarp 2023 Listamannalaun Menning Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar. 10. desember 2022 16:15 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar. 10. desember 2022 16:15