Barátta öryrkja skilar árangri: Eingreiðsla og hærra frítekjumark Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 15. desember 2022 10:30 Í fjárlagaumræðunni í fyrra var tekist harkalega á um greiðslur til öryrkja og þær groddalegu skerðingarreglur sem fólk með skerta starfsgetu býr við. ÖBÍ réttindasamtök og við í Samfylkingunni lögðum þunga áherslu að frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum yrði hækkað upp í 200 þúsund krónur á mánuði og yrði hið sama og hjá eftirlaunafólki. „Ein helsta hindrunin fyrir atvinnuþátttöku öryrkja eru skerðingarnar í kerfinu sem valda því að þegar fólk með skerta starfsgetu finnur starf við hæfi þá éta launin nær strax upp greiðslurnar frá Tryggingastofnun. Þetta er fátæktargildra þar sem skatta- og bótakerfið vinnur beinlínis gegn sjálfsbjargarviðleitni fólks,“ sagði ég í ræðu um málið á Alþingi. Stjórnarliðar voru ósammála fyrir ári „Hér er um að ræða áttunda fjárlagabandorm Bjarna Benediktssonar og þetta eru áttunda fjárlögin þar sem frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum stendur í stað. Hvernig væri nú að hækka frítekjumarkið hjá þessum hópi, auka frelsi fólks með skerta starfsgetu til að afla sér tekna og sækja sér bjargir utan almannatryggingakerfisins?“ Þessu stögluðumst við á í hverri ræðunni á fætur annarri en þingmenn stjórnarmeirihlutans, þar á meðal Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðráðherra, greiddu atkvæði gegn tillögunni um hækkun á frítekjumarki öryrkja upp í 200 þúsund krónur. Fjármálaráðherra gaf lítið fyrir röksemdir um að rétt væri að miða frítekjumarkið við sömu fjárhæð og hjá eldra fólki, fannst slíkur samanburður ekki við hæfi. Þingmaður Vinstri grænna sagði að hækkun frítekjumarksins myndi „einungis gagnast þeim sem nú þegar eru best settir í kerfinu“. En eins og ÖBÍ réttindasamtök bentu á er þetta ósköp sjálfsagt réttlætismál – og það er fagnaðarefni að ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins skilji það loksins. Frost í meira en áratug Nú ári seinna láta stjórnarliðar ekki aðeins undan kröfum stjórnarandstöðunnar um að öryrkjar fái 60 þúsund króna eingreiðslu í desember, skatta- og skerðingarlaust, heldur hefur verið samþykkt á Alþingi að frítekjumark vegna atvinnutekna öryrkja verði hið sama og hjá eftirlaunafólki eftir áramót: 200 þúsund krónur á mánuði líkt og ÖBÍ réttindasamtök hafa kallað eftir um árabil og við jafnaðarmenn gerðum að sérstöku kosningamáli fyrir þingkosningarnar 2021. Frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna var síðast hækkað í stjórnartíð jafnaðarmanna fyrir meira en áratug og hefur verið haldið í frosti síðan – raunar væri það talsvert hærra en 200 þúsund krónur ef það hefði fylgt verðlagi. Óheillaþróun á vakt ríkisstjórnarinnar: Aukið vægi framfærsluuppbótar Það er mikilvægt að halda því til haga að þótt frítekjumark atvinnutekna hækki munu allra tekjulægstu öryrkjarnir áfram sæta 65 prósenta skerðingu frá fyrstu krónu á sérstakri framfærsluuppbót, bótaflokki sem komið var á árið 2008 og þjónaði mikilvægu hlutverki eftir hrun til að halda verst settu lífeyrisþegum yfir fátæktarmörkum en hefur alltaf verið bundinn ströngum skerðingarreglum og leiðir þannig af sér þunga jaðarskattbyrði. Í stjórnartíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur orðið sú óheillaþróun að vægi þessarar framfærsluuppbótar sem hlutfall af hámarksgreiðslum Tryggingastofnunar vegna örorku hefur aukist hröðum skrefum. Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur bendir á þetta í skýrslu sem hann ritaði fyrir ÖBÍ réttindasamtök um framkvæmd 69. gr. almannatryggingalaga og skerðingar í örorkulífeyriskerfinu: „Árið 2016 námu grunnlífeyrir og tekjutrygging um 68% af hámarksgreiðslum og framfærsluuppbótin 1%. Árið 2022 námu grunnlífeyrir og tekjutrygging rúm 57% af hámarksgreiðslum TR vegna örorku en 14,5% af þeim greiðslum voru í formi framfærsluuppbótar. Þetta þýðir að hækkun hámarksupphæða frá 2016 er að stærstu leyti fengin með þeim greiðslulið sem tekjur skerða hvað mest. Það er óheillavænleg þróun þegar horft er til vinnuhvata fyrir örorkulífeyrisþega og möguleika þeirra til að bæta lífskjör sín með launavinnu.“ Með hliðsjón af þessu hef ég lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra á Alþingi: Hversu mikið þyrftu fjárhæðir örorkulífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar að hækka um næstu áramót, í jöfnum hlutföllum þannig að ekki komi til „krónufalls“-áhrifa, til að samtala þeirra yrði jöfn framfærsluviðmiði næsta árs og enginn þyrfti að fá greidda sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð? Hver yrði beinn kostnaður ríkissjóðs af slíkri breytingu á ársgrundvelli? Hvaða áhrif má ætla að breytingarnar hafi á tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga? Yrðu einhverjir öryrkjar eða endurhæfingarlífeyrisþegar fyrir kjararýrnun ef fyrrnefndir bótaflokkar yrðu hækkaðir með þessum hætti en reglur um framfærsluuppbótina og skerðingu hennar felldar brott? Þörf á ríkisstjórn sem endurreisir velferðarkerfið Hægt væri að skrifa margar greinar í viðbót um ósanngjarnar skerðingarreglur í örorkulífeyriskerfinu. Ferðalagið út úr skerðingarfrumskóginum er bara rétt að byrja en ÖBÍ réttindasamtök eiga hrós skilið fyrir sína baráttu og þann árangur sem hefur náðst. Baráttan heldur áfram. Við jafnaðarmenn munum halda félags- og vinnumarkaðsráðherra við efnið og taka slaginn með fólki sem reiðir sig á almannatryggingakerfið af fullum þunga. Fyrr en seinna verður að mynda nýja ríkisstjórn á Íslandi sem endurreisir velferðarkerfið svo allir Íslendingar geti búið við mannsæmandi kjör og lifað með reisn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í fjárlagaumræðunni í fyrra var tekist harkalega á um greiðslur til öryrkja og þær groddalegu skerðingarreglur sem fólk með skerta starfsgetu býr við. ÖBÍ réttindasamtök og við í Samfylkingunni lögðum þunga áherslu að frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum yrði hækkað upp í 200 þúsund krónur á mánuði og yrði hið sama og hjá eftirlaunafólki. „Ein helsta hindrunin fyrir atvinnuþátttöku öryrkja eru skerðingarnar í kerfinu sem valda því að þegar fólk með skerta starfsgetu finnur starf við hæfi þá éta launin nær strax upp greiðslurnar frá Tryggingastofnun. Þetta er fátæktargildra þar sem skatta- og bótakerfið vinnur beinlínis gegn sjálfsbjargarviðleitni fólks,“ sagði ég í ræðu um málið á Alþingi. Stjórnarliðar voru ósammála fyrir ári „Hér er um að ræða áttunda fjárlagabandorm Bjarna Benediktssonar og þetta eru áttunda fjárlögin þar sem frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum stendur í stað. Hvernig væri nú að hækka frítekjumarkið hjá þessum hópi, auka frelsi fólks með skerta starfsgetu til að afla sér tekna og sækja sér bjargir utan almannatryggingakerfisins?“ Þessu stögluðumst við á í hverri ræðunni á fætur annarri en þingmenn stjórnarmeirihlutans, þar á meðal Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðráðherra, greiddu atkvæði gegn tillögunni um hækkun á frítekjumarki öryrkja upp í 200 þúsund krónur. Fjármálaráðherra gaf lítið fyrir röksemdir um að rétt væri að miða frítekjumarkið við sömu fjárhæð og hjá eldra fólki, fannst slíkur samanburður ekki við hæfi. Þingmaður Vinstri grænna sagði að hækkun frítekjumarksins myndi „einungis gagnast þeim sem nú þegar eru best settir í kerfinu“. En eins og ÖBÍ réttindasamtök bentu á er þetta ósköp sjálfsagt réttlætismál – og það er fagnaðarefni að ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins skilji það loksins. Frost í meira en áratug Nú ári seinna láta stjórnarliðar ekki aðeins undan kröfum stjórnarandstöðunnar um að öryrkjar fái 60 þúsund króna eingreiðslu í desember, skatta- og skerðingarlaust, heldur hefur verið samþykkt á Alþingi að frítekjumark vegna atvinnutekna öryrkja verði hið sama og hjá eftirlaunafólki eftir áramót: 200 þúsund krónur á mánuði líkt og ÖBÍ réttindasamtök hafa kallað eftir um árabil og við jafnaðarmenn gerðum að sérstöku kosningamáli fyrir þingkosningarnar 2021. Frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna var síðast hækkað í stjórnartíð jafnaðarmanna fyrir meira en áratug og hefur verið haldið í frosti síðan – raunar væri það talsvert hærra en 200 þúsund krónur ef það hefði fylgt verðlagi. Óheillaþróun á vakt ríkisstjórnarinnar: Aukið vægi framfærsluuppbótar Það er mikilvægt að halda því til haga að þótt frítekjumark atvinnutekna hækki munu allra tekjulægstu öryrkjarnir áfram sæta 65 prósenta skerðingu frá fyrstu krónu á sérstakri framfærsluuppbót, bótaflokki sem komið var á árið 2008 og þjónaði mikilvægu hlutverki eftir hrun til að halda verst settu lífeyrisþegum yfir fátæktarmörkum en hefur alltaf verið bundinn ströngum skerðingarreglum og leiðir þannig af sér þunga jaðarskattbyrði. Í stjórnartíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur orðið sú óheillaþróun að vægi þessarar framfærsluuppbótar sem hlutfall af hámarksgreiðslum Tryggingastofnunar vegna örorku hefur aukist hröðum skrefum. Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur bendir á þetta í skýrslu sem hann ritaði fyrir ÖBÍ réttindasamtök um framkvæmd 69. gr. almannatryggingalaga og skerðingar í örorkulífeyriskerfinu: „Árið 2016 námu grunnlífeyrir og tekjutrygging um 68% af hámarksgreiðslum og framfærsluuppbótin 1%. Árið 2022 námu grunnlífeyrir og tekjutrygging rúm 57% af hámarksgreiðslum TR vegna örorku en 14,5% af þeim greiðslum voru í formi framfærsluuppbótar. Þetta þýðir að hækkun hámarksupphæða frá 2016 er að stærstu leyti fengin með þeim greiðslulið sem tekjur skerða hvað mest. Það er óheillavænleg þróun þegar horft er til vinnuhvata fyrir örorkulífeyrisþega og möguleika þeirra til að bæta lífskjör sín með launavinnu.“ Með hliðsjón af þessu hef ég lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra á Alþingi: Hversu mikið þyrftu fjárhæðir örorkulífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar að hækka um næstu áramót, í jöfnum hlutföllum þannig að ekki komi til „krónufalls“-áhrifa, til að samtala þeirra yrði jöfn framfærsluviðmiði næsta árs og enginn þyrfti að fá greidda sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð? Hver yrði beinn kostnaður ríkissjóðs af slíkri breytingu á ársgrundvelli? Hvaða áhrif má ætla að breytingarnar hafi á tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga? Yrðu einhverjir öryrkjar eða endurhæfingarlífeyrisþegar fyrir kjararýrnun ef fyrrnefndir bótaflokkar yrðu hækkaðir með þessum hætti en reglur um framfærsluuppbótina og skerðingu hennar felldar brott? Þörf á ríkisstjórn sem endurreisir velferðarkerfið Hægt væri að skrifa margar greinar í viðbót um ósanngjarnar skerðingarreglur í örorkulífeyriskerfinu. Ferðalagið út úr skerðingarfrumskóginum er bara rétt að byrja en ÖBÍ réttindasamtök eiga hrós skilið fyrir sína baráttu og þann árangur sem hefur náðst. Baráttan heldur áfram. Við jafnaðarmenn munum halda félags- og vinnumarkaðsráðherra við efnið og taka slaginn með fólki sem reiðir sig á almannatryggingakerfið af fullum þunga. Fyrr en seinna verður að mynda nýja ríkisstjórn á Íslandi sem endurreisir velferðarkerfið svo allir Íslendingar geti búið við mannsæmandi kjör og lifað með reisn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun