Áreksturinn varð um klukkan 9:30 að dönskum tíma, 8:30 að íslenskum tíma, og liggur fyrir að umferð um hraðbrautina verður lokuð í langan tíma.
Haft er eftir lögreglu í dönskum miðlum að fyrst hafi orðið slys á suðurleiðinni og í framhaldinu á norðurleið skömmu síðar.
„Við erum við vinnu á vettvangi. Lögregla, sjúkrabílar og björgunaraðilar hafa verið sendir á staðinn,“ segir Henrik Skals, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á Norður-Jótlandi, í tilkynningu til fjölmiðla.
Fólk er beðið um að halda kyrru fyrir í bílum sínum á meðan björgunaraðilar mæta á svæðið. Mikil hálka hefur verið á svæðinu og þokubakkar valdið slæmu skyggni.
Fram kemur á vef lögreglunnar á Norður-Jótlandi að hinir látnu séu karlmenn. Annar er fertugur frá Himmerland og hafa aðstandendur hans verið látnir vita. Ekki hefur náðst í aðstandendur hins karlmannsins sem lést.
Ekstrabladet birtir myndband sem sýnir aðstæður á vettvangi.
Der er sket et større færdselsuheld på E45 omkring Fårup mellem afkørsel 37 og 38. Der er både sket færdselsuheld i sydgående og nordgående retning. Politi og redning er fremme på stedet. Trafikken kan ikke passere, så find alternative ruter. @nordjyskedk @TV2Nord #politidk
— Nordjyllands Politi (@NjylPoliti) December 15, 2022