Blómstrið er dýrt eða ekki til – á ábyrgð stjórnvalda Ólafur Stephensen skrifar 15. desember 2022 15:01 „... og blómstrið það á þrótt / að veita vor og yndi / um vetrar miðja nótt,“ segir í jólasálmi Matthíasar Jochumssonar. Sjálfsagt eru fleiri en greinarhöfundur sem finnst gaman að lífga upp á skammdegið með nýskornum jólatúlipönum. Nú bregður hins vegar svo við að sáralítið af innlendum túlipönum sést í verzlunum þótt komið sé fram í miðjan desember. Blómaverzlanir fá loðin og lítil svör þegar þær reyna að panta íslenzka túlipana og eru í fullkominni óvissu um hvort þær fá blóm, hvenær og þá hversu mikið. Einhvers konar uppskerubrestur virðist hrjá íslenzka túlipanaframleiðslu. Sums staðar eru í boði fáein búnt af innfluttum túlipönum, þar sem sjö blóm kosta að lágmarki upp undir þrjú þúsund krónur. Það er verð sem enginn neytandi í nágrannalöndunum myndi láta bjóða sér. Hinn stóri kostur frjálsra alþjóðaviðskipta er að skort í einu landi má bæta upp með því að kaupa vörur í öðru. En milliríkjaviðskipti með blóm eru alls ekki frjáls á Íslandi. Ef blómaverzlun vill bregðast við skorti á innlendri vöru með því að flytja inn blóm er henni gert það nánast ókleift með himinháum tollum. Innflutningsverðið þrefaldast vegna tolla Tökum dæmi: Búnt af tíu túlipönum kostar 600 krónur í innkaupum, komið til landsins. Á hvert blóm leggst 95 króna stykkjatollur, auk 30% verðtolls. Tollarnir eru þá 1.130 krónur, nánast tvöfalt innkaupsverðið, og kostnaðarverð búntsins komið í tæplega þrefalt innkaupsverð. Þá er eftir að greiða laun starfsmanna og allan annan kostnað. Verzlunin á tvo kosti; að sleppa innflutningum eða bjóða blómin á svo háu verði að neytendur veigra sér við að kaupa þau. Eins og áður segir virðist vera uppskerubrestur hjá íslenzkum túlipanaframleiðendum. Með lagabreytingu 2019 var felldur úr lögum sá möguleiki að bregðast við slíku ástandi með því að lækka tolla tímabundið og gefa út svokallaðan skortkvóta. Það er með öðrum orðum ekki hægt að virkja gangverk alþjóðaviðskipta til að bæta úr skortinum í þágu blómaverzlana og viðskiptavina þeirra. Þögn fjármálaráðherrans Félag atvinnurekenda og 25 blómaverzlanir sendu fjármálaráðuneytinu og þáverandi atvinnuvegaráðuneyti erindi haustið 2019 og fóru fram á endurskoðun á tollum á blóm. Var m.a. bent á að vel mætti lækka tolla án þess að það hefði nein áhrif á innlenda framleiðslu, vegna þess að annars vegar eru lagðir tollar á fjölda blómategunda sem alls ekki eru ræktaðar á Íslandi og hins vegar annar framleiðsla þeirra fáu blómategunda sem eru ræktaðar á Íslandi engan veginn eftirspurn. Erindinu var vel tekið í fyrstu, fjármálaráðuneytið kallaði hagsmunaaðila á fundi og lagði talsverða vinnu í að skoða gögn málsins. Tilkynnt var að niðurstöðu væri að vænta í júní 2020 þegar „pólitíkin“ í ráðuneytinu væri búin að taka afstöðu til þess. Svo hætti ráðuneytið skyndilega að svara bréfum. Margítrekuðum fyrirspurnum FA til Bjarna Benediktsonar fjármálaráðherra um stöðu málsins hefur síðan verið mætt með þögninni einni. Lækkun tolla á blómum myndi þýða aukna veltu á blómamarkaði, sem þýddi auknar tekjur fyrir ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. Þau tækifæri virðist fjármálaráðherrann ekki koma auga á. Ekki verður annað ráðið af þögn hans en að ráðherrann vilji standa vörð um óréttlátt og úr sér gengið kerfi sem verndar hagsmuni örfárra fyrirtækja, sem geta svo ekki einu sinni mætt eftirspurn á markaðnum sem þau þykjast sinna. Verndin er á kostnað neytenda, sem annaðhvort grípa í tómt í búðunum eða mega greiða miklu hærra verð fyrir blóm en gerist í nágrannalöndunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Blóm Stjórnsýsla Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
„... og blómstrið það á þrótt / að veita vor og yndi / um vetrar miðja nótt,“ segir í jólasálmi Matthíasar Jochumssonar. Sjálfsagt eru fleiri en greinarhöfundur sem finnst gaman að lífga upp á skammdegið með nýskornum jólatúlipönum. Nú bregður hins vegar svo við að sáralítið af innlendum túlipönum sést í verzlunum þótt komið sé fram í miðjan desember. Blómaverzlanir fá loðin og lítil svör þegar þær reyna að panta íslenzka túlipana og eru í fullkominni óvissu um hvort þær fá blóm, hvenær og þá hversu mikið. Einhvers konar uppskerubrestur virðist hrjá íslenzka túlipanaframleiðslu. Sums staðar eru í boði fáein búnt af innfluttum túlipönum, þar sem sjö blóm kosta að lágmarki upp undir þrjú þúsund krónur. Það er verð sem enginn neytandi í nágrannalöndunum myndi láta bjóða sér. Hinn stóri kostur frjálsra alþjóðaviðskipta er að skort í einu landi má bæta upp með því að kaupa vörur í öðru. En milliríkjaviðskipti með blóm eru alls ekki frjáls á Íslandi. Ef blómaverzlun vill bregðast við skorti á innlendri vöru með því að flytja inn blóm er henni gert það nánast ókleift með himinháum tollum. Innflutningsverðið þrefaldast vegna tolla Tökum dæmi: Búnt af tíu túlipönum kostar 600 krónur í innkaupum, komið til landsins. Á hvert blóm leggst 95 króna stykkjatollur, auk 30% verðtolls. Tollarnir eru þá 1.130 krónur, nánast tvöfalt innkaupsverðið, og kostnaðarverð búntsins komið í tæplega þrefalt innkaupsverð. Þá er eftir að greiða laun starfsmanna og allan annan kostnað. Verzlunin á tvo kosti; að sleppa innflutningum eða bjóða blómin á svo háu verði að neytendur veigra sér við að kaupa þau. Eins og áður segir virðist vera uppskerubrestur hjá íslenzkum túlipanaframleiðendum. Með lagabreytingu 2019 var felldur úr lögum sá möguleiki að bregðast við slíku ástandi með því að lækka tolla tímabundið og gefa út svokallaðan skortkvóta. Það er með öðrum orðum ekki hægt að virkja gangverk alþjóðaviðskipta til að bæta úr skortinum í þágu blómaverzlana og viðskiptavina þeirra. Þögn fjármálaráðherrans Félag atvinnurekenda og 25 blómaverzlanir sendu fjármálaráðuneytinu og þáverandi atvinnuvegaráðuneyti erindi haustið 2019 og fóru fram á endurskoðun á tollum á blóm. Var m.a. bent á að vel mætti lækka tolla án þess að það hefði nein áhrif á innlenda framleiðslu, vegna þess að annars vegar eru lagðir tollar á fjölda blómategunda sem alls ekki eru ræktaðar á Íslandi og hins vegar annar framleiðsla þeirra fáu blómategunda sem eru ræktaðar á Íslandi engan veginn eftirspurn. Erindinu var vel tekið í fyrstu, fjármálaráðuneytið kallaði hagsmunaaðila á fundi og lagði talsverða vinnu í að skoða gögn málsins. Tilkynnt var að niðurstöðu væri að vænta í júní 2020 þegar „pólitíkin“ í ráðuneytinu væri búin að taka afstöðu til þess. Svo hætti ráðuneytið skyndilega að svara bréfum. Margítrekuðum fyrirspurnum FA til Bjarna Benediktsonar fjármálaráðherra um stöðu málsins hefur síðan verið mætt með þögninni einni. Lækkun tolla á blómum myndi þýða aukna veltu á blómamarkaði, sem þýddi auknar tekjur fyrir ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. Þau tækifæri virðist fjármálaráðherrann ekki koma auga á. Ekki verður annað ráðið af þögn hans en að ráðherrann vilji standa vörð um óréttlátt og úr sér gengið kerfi sem verndar hagsmuni örfárra fyrirtækja, sem geta svo ekki einu sinni mætt eftirspurn á markaðnum sem þau þykjast sinna. Verndin er á kostnað neytenda, sem annaðhvort grípa í tómt í búðunum eða mega greiða miklu hærra verð fyrir blóm en gerist í nágrannalöndunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun