Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2022 20:31 Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. Það verður áfram ískalt á landinu alla næstu viku ef marka má veðurspár. Reykjavíkurborg ákvað í dag að hafa neyðarskýli sín, sem alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna, opin allan sólarhringinn á morgun vegna kulda. Staðan verði svo metin. Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Við förum vel yfir hvar við getum opnað að auki og og rýmkað til. Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært,“ segir Heiða. Heiða bendir á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík,“ segir Heiða. Geti valið um að nokkrir deyi vegna kuldans Ragnar Erling Hermannsson sem hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið vonar að borgin hafi opið allan sólarhringinn meðan kuldakastið varir. „Ég ætla nú bara að fá að sjá hvort það verði meira en bara morgundagurinn. Það er líka hægt að velta fyrir sér hvort þetta er bara eitthvað sýningarhjal hjá borginni. Í raun og veru þá hafa þau bara val um það að svona tveir til þrír bara deyi á morgun eða hafa opið meðan kuldinn er svona mikill,“ segir Ragnar. Smáfuglar líka í vanda Það eru fleiri sem eiga erfitt í tíðinni sem nú varir en það getur reynst smáfuglum afar erfitt að finna æti og rennandi vatn. „Það er erfitt að finna fæðu í þessu frosti. Það eru örfáir klukkustundir á dag sem er bjart þannig að það er skemmri tími til að leita sér að fæðu og lengri tími til að halda á sér hita sem er öll nóttin,“ segir Hólmfríður Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar. Hólmfríður segir gríðarlega mikilvægt að fólk gefi fuglunum meðan tíðin er svona og passi að þeir fái vatn. „Það þarf helst að gefa þeim tvisvar á dag, þegar birtir og svo aftur þegar rökkvar,“ segir hún. Kuldatíðin gæti líka haft áhrif á sundlaugarnar. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR segir að mögulega gæti þurft að loka þremur laugum. „Það eru þrjár laugar Vesturbæjarlaug, Sundhöllin og Dalslaug sem að hugsanlega þurfa að loka vegna kuldans. Ég var að fá skilaboð núna um að það þarf ekki að loka á morgun en svo tökum við stöðuna á hverjum degi og það er mikil kuldaspá framundan þannig að það er ekki hægt að segja af eða á,“ segir hann. Veður Reykjavík Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent The Vivienne er látin Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Það verður áfram ískalt á landinu alla næstu viku ef marka má veðurspár. Reykjavíkurborg ákvað í dag að hafa neyðarskýli sín, sem alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna, opin allan sólarhringinn á morgun vegna kulda. Staðan verði svo metin. Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Við förum vel yfir hvar við getum opnað að auki og og rýmkað til. Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært,“ segir Heiða. Heiða bendir á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík,“ segir Heiða. Geti valið um að nokkrir deyi vegna kuldans Ragnar Erling Hermannsson sem hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið vonar að borgin hafi opið allan sólarhringinn meðan kuldakastið varir. „Ég ætla nú bara að fá að sjá hvort það verði meira en bara morgundagurinn. Það er líka hægt að velta fyrir sér hvort þetta er bara eitthvað sýningarhjal hjá borginni. Í raun og veru þá hafa þau bara val um það að svona tveir til þrír bara deyi á morgun eða hafa opið meðan kuldinn er svona mikill,“ segir Ragnar. Smáfuglar líka í vanda Það eru fleiri sem eiga erfitt í tíðinni sem nú varir en það getur reynst smáfuglum afar erfitt að finna æti og rennandi vatn. „Það er erfitt að finna fæðu í þessu frosti. Það eru örfáir klukkustundir á dag sem er bjart þannig að það er skemmri tími til að leita sér að fæðu og lengri tími til að halda á sér hita sem er öll nóttin,“ segir Hólmfríður Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar. Hólmfríður segir gríðarlega mikilvægt að fólk gefi fuglunum meðan tíðin er svona og passi að þeir fái vatn. „Það þarf helst að gefa þeim tvisvar á dag, þegar birtir og svo aftur þegar rökkvar,“ segir hún. Kuldatíðin gæti líka haft áhrif á sundlaugarnar. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR segir að mögulega gæti þurft að loka þremur laugum. „Það eru þrjár laugar Vesturbæjarlaug, Sundhöllin og Dalslaug sem að hugsanlega þurfa að loka vegna kuldans. Ég var að fá skilaboð núna um að það þarf ekki að loka á morgun en svo tökum við stöðuna á hverjum degi og það er mikil kuldaspá framundan þannig að það er ekki hægt að segja af eða á,“ segir hann.
Veður Reykjavík Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent The Vivienne er látin Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira