„Eins og staðan er núna þá verð ég áfram en maður veit aldrei hvað gerist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2022 23:30 Arnór Sigurðsson var frábær með Norrköping á nýafstaðinni leiktíð. Norrköping Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson lék frábærlega með Norrköping á nýafstöðu tímabili í Svíþjóð. Hann kom á láni til félagsins frá CSKA Moskvu og hefur lítinn áhuga á að fara aftur til Moskvu eins og staðan er í dag. Arnór var meðal gesta í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er alla laugardaga á X-977. Arnór gekk til liðs við Norrköping um mitt síðasta sumar þegar sænska úrvalsdeildin var tæplega hálfnuð. Arnór þekkir vel til hjá sænska liðinu en hann lék með því áður en hann var seldur til Moskvu árið 2018. Eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu ákvað Arnór að yfirgefa Moskvu. Eftir að stríðið hófst gaf Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, út reglugerð þess efnis að erlendir leikmenn í Rússlandi gætu fryst samninga sína og farið á láni. „CSKA gat í rauninni ekkert gert, geta ekki sagt neitt út af þessu FIFA ákvæði. Að lokum var þetta mín ákvörðun,“ segir Arnór sem sneri aftur til Svíþjóðar í von um að finna leikgleðina að nýju eftir að hafa lítið spilað með CSKA Moskvu misserin þar á undan. Segja má að hann hafi komið inn af krafti en á endanum lék hann 11 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Í þeim skoraði hann sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Stefnir á að vera áfram í Svíþjóð „Aðalmálið fyrir mig var að fara þangað sem ég vissi að ég myndi fá að spila. Ég vissi hvað ég væri að fara inn í þegar ég ákvað að fara aftur til Norrköping. Ég er mjög ánægður að hafa komið hingað.“ „Ég er með lánssamning til 30. júní og mér líður mjög vel hjá Norrköping. Persónulega gekk mér mjög vel og líður mjög vel. Eins og staðan er núna þá verð ég áfram en maður veit aldrei hvað gerist.“ Arnór Sigurdsson med säsongens sista mål, som gav 3-3 mot BK Häcken i 95:e minuten #ifknorrköping pic.twitter.com/VlVWFWVIk6— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 7, 2022 „Ekki svo ég viti. Í rauninni veit ég ekki neitt með það. Umboðsmennirnir mínir sjá um það,“ sagði Arnór um þá orðróma að Norrköping væri að reyna kaupa hann af CSKA. Samningur hans í Rússlandi rennur út næsta sumar og þá verður hann laus allra mála. Arnór er spenntur fyrir komandi tímabili og segir að Norrköping ætli að styrkja sig. Segja má að um sannkallað Íslendingalið sé að ræða en þeir Arnór Ingvi Traustason, Ari Freyr Skúlason, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason eru allir á mála hjá félaginu sem stendur. Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira
Arnór gekk til liðs við Norrköping um mitt síðasta sumar þegar sænska úrvalsdeildin var tæplega hálfnuð. Arnór þekkir vel til hjá sænska liðinu en hann lék með því áður en hann var seldur til Moskvu árið 2018. Eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu ákvað Arnór að yfirgefa Moskvu. Eftir að stríðið hófst gaf Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, út reglugerð þess efnis að erlendir leikmenn í Rússlandi gætu fryst samninga sína og farið á láni. „CSKA gat í rauninni ekkert gert, geta ekki sagt neitt út af þessu FIFA ákvæði. Að lokum var þetta mín ákvörðun,“ segir Arnór sem sneri aftur til Svíþjóðar í von um að finna leikgleðina að nýju eftir að hafa lítið spilað með CSKA Moskvu misserin þar á undan. Segja má að hann hafi komið inn af krafti en á endanum lék hann 11 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Í þeim skoraði hann sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Stefnir á að vera áfram í Svíþjóð „Aðalmálið fyrir mig var að fara þangað sem ég vissi að ég myndi fá að spila. Ég vissi hvað ég væri að fara inn í þegar ég ákvað að fara aftur til Norrköping. Ég er mjög ánægður að hafa komið hingað.“ „Ég er með lánssamning til 30. júní og mér líður mjög vel hjá Norrköping. Persónulega gekk mér mjög vel og líður mjög vel. Eins og staðan er núna þá verð ég áfram en maður veit aldrei hvað gerist.“ Arnór Sigurdsson med säsongens sista mål, som gav 3-3 mot BK Häcken i 95:e minuten #ifknorrköping pic.twitter.com/VlVWFWVIk6— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 7, 2022 „Ekki svo ég viti. Í rauninni veit ég ekki neitt með það. Umboðsmennirnir mínir sjá um það,“ sagði Arnór um þá orðróma að Norrköping væri að reyna kaupa hann af CSKA. Samningur hans í Rússlandi rennur út næsta sumar og þá verður hann laus allra mála. Arnór er spenntur fyrir komandi tímabili og segir að Norrköping ætli að styrkja sig. Segja má að um sannkallað Íslendingalið sé að ræða en þeir Arnór Ingvi Traustason, Ari Freyr Skúlason, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason eru allir á mála hjá félaginu sem stendur. Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira