„Fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. desember 2022 22:30 Styrmir Snær Þrastarson var frábær í liði Þórs í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Styrmir Snær Þrastarson skilaði 26 stigum og níu fráköstum er Þór frá Þorlákshöfn vann sinn annan leik á tímabilinu og lyfti sér þar með upp úr botnsæti Subway-deildar karla í körfubolta. Leikmaðurinn segir að nú þurfi liðið að byggja ofan á þennan leik og fara að tengja saman sigra. „Það er bara virkilega gott og við þurfum að byggja ofan á þessu. Þetta er annar leikurinn okkar í vetur þar sem við erum búnir að vera góðir þannig við þurfum bara að byggja ofan á þessu og halda áfram,“ sagði Styrmir að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina frá upphafi leiks, en áttu í vandræðum með að hrista gestina af sér í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu mest átta stiga forskoti fyrir hálfleikshléið, en sprengdu leikinn upp í þriðja leikhluta og voru nánast búnir að gera út um hann áður en lokaleikhlutinn hófst. „Við í rauninni dettum bara í þennan takt þar sem við spilum frábæra vörn og förum að senda boltann mjög vel í sókninni. Þá galopnast allt og við fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um.“ Styrmir getur verið stoltur af sínu dagsverki, en hann skilaði 26 stigum, níu fráköstum og fjórum stoðsendingum. Liðsfélagi hans, Vincent Shahid, var einnig frábær og skoraði 41 stig, ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. „Það er geggjað að hafa hann. Hann náttúrulega æfði ekkert í vikunni. Hann skar sig á putta og var ekkert búinn að æfa í vikunni en kom svo og setti einhverja 52 framlagspunkta hérna. Ég tel það nú bara vera allt í lagi,“ sagði Styrmir léttur. Næsti leikur Þórs er gegn Grindvíkingum á milli jóla og nýárs og Styrmir segir að sigurinn í kvöld muni fylgja liðinu í þann leik. „Já algjörlega. Við erum bara að horfa upp á við því við getum ekki farið mikið neðar. Við þurfum bara eins og ég segi að fara að byggja upp á þessu.“ Að lokum viðurkennir Styrmir að það sé góð tilfinning að vera ekki lengur á botni deildarinnar. „Það hefur allavega verið svona aftast í hausnum og það er gott að vera ekki á botninum yfir jólin. En við erum samt enn í fallsæti og við þurfum bara að horfa upp á við.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Sjá meira
„Það er bara virkilega gott og við þurfum að byggja ofan á þessu. Þetta er annar leikurinn okkar í vetur þar sem við erum búnir að vera góðir þannig við þurfum bara að byggja ofan á þessu og halda áfram,“ sagði Styrmir að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina frá upphafi leiks, en áttu í vandræðum með að hrista gestina af sér í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu mest átta stiga forskoti fyrir hálfleikshléið, en sprengdu leikinn upp í þriðja leikhluta og voru nánast búnir að gera út um hann áður en lokaleikhlutinn hófst. „Við í rauninni dettum bara í þennan takt þar sem við spilum frábæra vörn og förum að senda boltann mjög vel í sókninni. Þá galopnast allt og við fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um.“ Styrmir getur verið stoltur af sínu dagsverki, en hann skilaði 26 stigum, níu fráköstum og fjórum stoðsendingum. Liðsfélagi hans, Vincent Shahid, var einnig frábær og skoraði 41 stig, ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. „Það er geggjað að hafa hann. Hann náttúrulega æfði ekkert í vikunni. Hann skar sig á putta og var ekkert búinn að æfa í vikunni en kom svo og setti einhverja 52 framlagspunkta hérna. Ég tel það nú bara vera allt í lagi,“ sagði Styrmir léttur. Næsti leikur Þórs er gegn Grindvíkingum á milli jóla og nýárs og Styrmir segir að sigurinn í kvöld muni fylgja liðinu í þann leik. „Já algjörlega. Við erum bara að horfa upp á við því við getum ekki farið mikið neðar. Við þurfum bara eins og ég segi að fara að byggja upp á þessu.“ Að lokum viðurkennir Styrmir að það sé góð tilfinning að vera ekki lengur á botni deildarinnar. „Það hefur allavega verið svona aftast í hausnum og það er gott að vera ekki á botninum yfir jólin. En við erum samt enn í fallsæti og við þurfum bara að horfa upp á við.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01