Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsarar síðastir inn í átta liða úrslitin Andri Már Eggertsson skrifar 17. desember 2022 16:15 Haukar - ÍBV Olís Deild karla haust 2022 vísir/diego Valur vann ÍBV með minnsta mun 30-31 og tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit bikarsins. Meistararnir voru með leikinn í hendi sér í seinni hálfleik en Eyjamenn gerðu vel í að koma til baka og fengu síðustu sóknina til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Valur fór áfram. Magnús Óli Magnússon sneri aftur í leikmannahóp Vals eftir meiðsli. Magnús minnti heldur betur á sig í fyrri hálfleik og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Magnús byrjaði á bekknum en kom inn á og tók sóknarleik Valsmanna í sínar hendur. Fyrri hálfleikur var afar jafn og spennandi í tuttugu og fimm mínútur þar sem liðin skiptust á mörkum og munurinn var aldrei meiri en eitt mark. Í stöðunni 14-14 náðu Valsmenn betri tökum á leiknum og gerðu þrjú mörk í röð. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, reyndi að grípa inn í með því að taka leikhlé. Dómararnir voru ekki nískir á tveggja mínútna brottvísanirnar í fyrri hálfleik. Valur fékk sex brottvísanir á meðan ÍBV fékk fjórar. Það var hins vegar átakanlegt að fylgjast með Eyjamönnum í yfirtölu. Þeir brenndu af hverju færinu á fætur öðru og meira að segja tveimur fleiri klikkaði ÍBV á þremur dauðafærum. Eftir góðan endi á fyrri hálfleik var Valur þremur mörkum yfir í hálfleik 15-18. ÍBV byrjaði seinni hálfleik vel og heimamenn gerðu fyrstu tvö mörkin og minnkuðu forskot Vals niður í eitt mark. Síðan tók við afar slæmur kafli hjá ÍBV þar sem heimamenn fóru illa með færin sín og Valur skoraði þrjú mörk í röð og komst fjórum mörkum yfir 17-21. Ekki nóg með að hafa fengið á sig þrjú mörk í röð þá missti ÍBV sinn besta leikmann Rúnar Kárason af velli með beint rautt spjald. Rúnar togaði Róbert Aron niður í gólfið þó ekki af miklu afli og var rautt spjald ansi strangur dómur. Þegar fimm mínútur voru eftir tókst Eyjamönnum að snúa taflinu við þremur mörkum undir. Heimamenn skoruðu tvö mörk í röð undir lok leiks og fengu lokasóknina til að jafna og komast í framlengingu. Vörn Vals var afar þétt og vel skipulögð í lokasókninni og Eyjamenn fundu engar glufur og þar við sat. Valur vann eins marks sigur 30-31. Af hverju vann Valur? Þrátt fyrir að hafa unnið með minnsta mun þá hefði ekki verið ósanngjarnt ef Valur hefði unnið með meiri mun. Valsarar enduðu fyrri hálfleik afar vel og náðu að búa sér til forskot. Valsarar voru einu skrefi á undan í seinni hálfleik en gáfu eftir í lokin sem heimamenn nýtu sér en nær komust þeir ekki og Valur tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit. Hverjir stóðu upp úr? Magnús Óli Magnússon fór á kostum í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði sjö mörk úr átta skotum. Magnús gerði aðeins eitt mark í seinni hálfleik og endaði með átta mörk. Í fjarveru Rúnars Kárasonar sem fékk rautt spjald tók Arnór Viðarsson af skarið í seinni hálfleik. Arnór Viðarsson endaði sem markahæsti leikmaður ÍBV með átta mörk. Hvað gekk illa? Valur fékk átta brottvísanir í leiknum en ÍBV spilaði afar illa einum fleiri. Í fyrri hálfleik var afar áberandi hversu illa ÍBV spilaði í yfirtölu. ÍBV fékk þó nokkur tækifæri til að skora auðveld mörk þegar enginn var í marki Vals en boltinn fór annað hvort framhjá eða yfir. Eftir eins marks tap er auðvelt að telja þessi færi upp úr pokanum og segja að það hafi kostað ÍBV leikinn. Hvað gerist næst? Síðasta leik liðanna á árinu er lokið og nú tekur við löng landsleikjapása. Þriðjudaginn 31. janúar mætast Grótta og Valur klukkan 19:30. Sunnudaginn 5. febrúar mætast ÍR og ÍBV í Skógarseli klukkan 16:00. Coca-Cola bikarinn ÍBV Valur
Valur vann ÍBV með minnsta mun 30-31 og tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit bikarsins. Meistararnir voru með leikinn í hendi sér í seinni hálfleik en Eyjamenn gerðu vel í að koma til baka og fengu síðustu sóknina til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Valur fór áfram. Magnús Óli Magnússon sneri aftur í leikmannahóp Vals eftir meiðsli. Magnús minnti heldur betur á sig í fyrri hálfleik og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Magnús byrjaði á bekknum en kom inn á og tók sóknarleik Valsmanna í sínar hendur. Fyrri hálfleikur var afar jafn og spennandi í tuttugu og fimm mínútur þar sem liðin skiptust á mörkum og munurinn var aldrei meiri en eitt mark. Í stöðunni 14-14 náðu Valsmenn betri tökum á leiknum og gerðu þrjú mörk í röð. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, reyndi að grípa inn í með því að taka leikhlé. Dómararnir voru ekki nískir á tveggja mínútna brottvísanirnar í fyrri hálfleik. Valur fékk sex brottvísanir á meðan ÍBV fékk fjórar. Það var hins vegar átakanlegt að fylgjast með Eyjamönnum í yfirtölu. Þeir brenndu af hverju færinu á fætur öðru og meira að segja tveimur fleiri klikkaði ÍBV á þremur dauðafærum. Eftir góðan endi á fyrri hálfleik var Valur þremur mörkum yfir í hálfleik 15-18. ÍBV byrjaði seinni hálfleik vel og heimamenn gerðu fyrstu tvö mörkin og minnkuðu forskot Vals niður í eitt mark. Síðan tók við afar slæmur kafli hjá ÍBV þar sem heimamenn fóru illa með færin sín og Valur skoraði þrjú mörk í röð og komst fjórum mörkum yfir 17-21. Ekki nóg með að hafa fengið á sig þrjú mörk í röð þá missti ÍBV sinn besta leikmann Rúnar Kárason af velli með beint rautt spjald. Rúnar togaði Róbert Aron niður í gólfið þó ekki af miklu afli og var rautt spjald ansi strangur dómur. Þegar fimm mínútur voru eftir tókst Eyjamönnum að snúa taflinu við þremur mörkum undir. Heimamenn skoruðu tvö mörk í röð undir lok leiks og fengu lokasóknina til að jafna og komast í framlengingu. Vörn Vals var afar þétt og vel skipulögð í lokasókninni og Eyjamenn fundu engar glufur og þar við sat. Valur vann eins marks sigur 30-31. Af hverju vann Valur? Þrátt fyrir að hafa unnið með minnsta mun þá hefði ekki verið ósanngjarnt ef Valur hefði unnið með meiri mun. Valsarar enduðu fyrri hálfleik afar vel og náðu að búa sér til forskot. Valsarar voru einu skrefi á undan í seinni hálfleik en gáfu eftir í lokin sem heimamenn nýtu sér en nær komust þeir ekki og Valur tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit. Hverjir stóðu upp úr? Magnús Óli Magnússon fór á kostum í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði sjö mörk úr átta skotum. Magnús gerði aðeins eitt mark í seinni hálfleik og endaði með átta mörk. Í fjarveru Rúnars Kárasonar sem fékk rautt spjald tók Arnór Viðarsson af skarið í seinni hálfleik. Arnór Viðarsson endaði sem markahæsti leikmaður ÍBV með átta mörk. Hvað gekk illa? Valur fékk átta brottvísanir í leiknum en ÍBV spilaði afar illa einum fleiri. Í fyrri hálfleik var afar áberandi hversu illa ÍBV spilaði í yfirtölu. ÍBV fékk þó nokkur tækifæri til að skora auðveld mörk þegar enginn var í marki Vals en boltinn fór annað hvort framhjá eða yfir. Eftir eins marks tap er auðvelt að telja þessi færi upp úr pokanum og segja að það hafi kostað ÍBV leikinn. Hvað gerist næst? Síðasta leik liðanna á árinu er lokið og nú tekur við löng landsleikjapása. Þriðjudaginn 31. janúar mætast Grótta og Valur klukkan 19:30. Sunnudaginn 5. febrúar mætast ÍR og ÍBV í Skógarseli klukkan 16:00.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti