Átta ára fangelsi yfir Árnmari endanleg niðurstaða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 14:33 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Austurlands í apríl. Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson Landsréttur staðfesti í dag átta ára fangelsisdóm yfir Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. Árnmar var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í apríl síðastliðnum. Árnmar áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem tók málið til meðferðar í nóvember. Árnmar játaði brot sitt að hluta í héraði en neitaði þó alvarlegustu sakargiftunum, tilraun til manndráps. Fram kom í dómnum sem féll í héraði að Árnmar hefði ætlað að gifta sig þremur dögum eftir skotárásina. Kveikjan að skotárásinni hefði verið mikil afbrýðisemi Árnmars í garð barnsföður þáverandi unnustu hans. Ógnaði tveimur drengjum Árnmar var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagbrot með því að hafa hótað sambýliskonu sinni með byssunni. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúð í Dalseli á Egilsstöðum, undir áhrifum áfengis og vopnaður. Árnmar ógnaði tveimur sonur barnsföðurins með haglabyssu og skammbyssu innan og utandyra í íbúðabyggð. Fram kom í dómnum að drengirnir hefðu setið í sófa þegar Árnmar mætti vopnaður hlaðinni haglabyssu sem hann beindi að þeim. Drengirnir flúðu út og földu sig í skóg í næsta nágrenni. Árnmar neitaði að hafa ætlað að bana lögregluþjónum þegar hann beindi haglabyssu í átt að þeim á vettvangi. Hann hefði ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Þá neitaði hann því að hafa hótað áðurnefndum drengjum. Núningur vegna samskipta parsins fyrrverandi Við aðalmeðferðina í héraði sagðist Árnmar hafa haft bjór við hönd umrætt kvöld. Þegar líða fór á það hafi núningur skapast milli hans og kærustu hans, vegna samskipta hennar og áðurnefnds barnsföður. Þá sagðist hann muna lítið eftir það, fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Árnmar sagðist hafa verið brjálaður af reiði. Hann hafi þó eingöngu ætlað að hræða manninn, ekki bana honum. Hann hafi síðan skotið á bíl hans með bæði haglabyssunni og skammbyssunni. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar klukkan 15:30. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Dómsmál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Sjá meira
Árnmar var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í apríl síðastliðnum. Árnmar áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem tók málið til meðferðar í nóvember. Árnmar játaði brot sitt að hluta í héraði en neitaði þó alvarlegustu sakargiftunum, tilraun til manndráps. Fram kom í dómnum sem féll í héraði að Árnmar hefði ætlað að gifta sig þremur dögum eftir skotárásina. Kveikjan að skotárásinni hefði verið mikil afbrýðisemi Árnmars í garð barnsföður þáverandi unnustu hans. Ógnaði tveimur drengjum Árnmar var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagbrot með því að hafa hótað sambýliskonu sinni með byssunni. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúð í Dalseli á Egilsstöðum, undir áhrifum áfengis og vopnaður. Árnmar ógnaði tveimur sonur barnsföðurins með haglabyssu og skammbyssu innan og utandyra í íbúðabyggð. Fram kom í dómnum að drengirnir hefðu setið í sófa þegar Árnmar mætti vopnaður hlaðinni haglabyssu sem hann beindi að þeim. Drengirnir flúðu út og földu sig í skóg í næsta nágrenni. Árnmar neitaði að hafa ætlað að bana lögregluþjónum þegar hann beindi haglabyssu í átt að þeim á vettvangi. Hann hefði ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Þá neitaði hann því að hafa hótað áðurnefndum drengjum. Núningur vegna samskipta parsins fyrrverandi Við aðalmeðferðina í héraði sagðist Árnmar hafa haft bjór við hönd umrætt kvöld. Þegar líða fór á það hafi núningur skapast milli hans og kærustu hans, vegna samskipta hennar og áðurnefnds barnsföður. Þá sagðist hann muna lítið eftir það, fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Árnmar sagðist hafa verið brjálaður af reiði. Hann hafi þó eingöngu ætlað að hræða manninn, ekki bana honum. Hann hafi síðan skotið á bíl hans með bæði haglabyssunni og skammbyssunni. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar klukkan 15:30.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Dómsmál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Sjá meira