Víðismenn reyndu að komast norður í morgun og var fyrst um sinn reynt að fresta leiknum frá 15 til klukkan 17 en þegar það gekk ekki var reynt að finna annan leiktíma. KA menn voru boðnir og búnir að reyna að leika á morgun sunnudag eða á mánudaginn. Það tókst hinsvegar ekki að komast að samkomulagi með leiktímann þannig að Víðir gaf leikinn frá sér
KA er þar með komið í átta liða úrslit bikarkeppninnar ásamt Aftureldingu, Fram, Haukum, Herði, ÍR, Stjörnunni og Val.
Í samtali við blaðamann sagðist formaður handknattleiksdeildar KA, Haddur Stefánsson, vona að Víðir í Garði myndi reyna að halda áfram með handbolta starfið því það væri hagur íþróttarinnar að fjölga liðum frekar en fækka.